Færsluflokkur: Bloggar

Reynum að vera jákvæð :)

Jæja það er nú ekki gaman að heyra það að maður sé leiðilegur !!! Já ég er búin að fá að heyra það nokkrum sinnum eftir að ég færði mig yfir á moggabloggið. Ég var með svona bloggsíðu eins og unglingarnir og var jú stundum að blogga á léttu nótunum og hef víst gert lítið af því uppá síðkastið.   

Maður verður auðvitað að hlýða á kall lesenda sinna og reyna að bæta úr því. Það versta við það að þegar maður byrjar að skrifa með það að leiðarljósi að vera fyndinn þá kemur gjörsamlega ekkert upp í hugann. Ég lék mér stundum að koma með kaldhæðnislega pistla um skemmtilegar fréttir og hef vafrað núna um netfréttamiðla en það er bara ekkert skemmtilegt að gerast !  

Þar sem ég er blaðamaður sjálfur þá verð samt að segja að maður er orðinn hálf þunglyndur á fréttaflutningnum sem er í gangi. Orkuveitan hækkar, olíufélögin hækka, matarkarfan hækkar eina sem lækkar er gengi krónunnar. Þá eru það slys, morð, dæmdir nauðgarar, handrukkarar leiddir í gildru fyrir framan myndavélarnar, uppsagnir, Eimskip að sökkva og Icelandair að nauðlenda. Það liggur við að maður skeri sig á púls að lesa þetta !  

Þjóðin er að drukkna í eigin neikvæðni og það sést vart bros á vör lengur. Það er spurning að við flykkjumst öll í Já hópinn sem virðist vera þau einu fáu sem hugsa á jákvæðu nótunum. Ég held að það væri þjóðarráð hjá fjölmiðlum að hrista upp í sér og reyna að gera jákvæðu fréttirnar meira áberandi. Ég veit að ég þarf líka að taka þá hugmynd upp hjá mér í minni vinnu, en maður reynir alla vega.  

Ég verð að enda þetta á jákvæðu nótunum fyrst að ég er að röfla yfir neikvæðni. Framundan er frábær spenna hérna í Reykjanesbæ. Keflavík getur átt möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í Landsbankadeildinni á laugardaginn. Ég er nú ekki þekktur fyrir mikla visku eða áhuga á íþróttum, en ég er bara hryllilega spenntur ! Þetta er yrði ekki bara frábær uppskera strákanna í liðinu, heldur líka mjög jákvætt fyrir Reykjanesbæ sem leggur mikið upp úr íþróttum og forvarnargildi þeirra. Keflavík í körfu urðu Íslandsmeistarar og því yrði gaman að fá þennan titil líka. Ég sendi strákunum baráttukveðjur og vona svo innilega að ég taki myndir af  Íslandsmeisturum á laugardaginn.  

P.S. skal reyna að vinna í þessu með skemmtilegheitin síðar J


Alltaf helgi

Það er alveg ótrúlegt en það er bara alltaf föstudagur. Ég veit ekki hvort það er blíðviðrið og spennningurinn fyrir sumrinu sem veldur því að tíminn flýgur áfram. Á veturnar þá er maður stundum að upplifa alltaf mánudaga !  

Hvað um það, þessi helgi er þétt bókuð hjá mér. Í kvöld er ég veislustjóri í fertugsafmæli í Garðinum. Það er diskóþema og Páll Óskar mun halda uppi stuðinu. Ég er búinn að eyða vikunni í að velta fyrir mér í hverju ég á að vera. Ég á ekkert diskó-dæmi og er búinn að láta þetta þema fara í taugarnar á mér. En skemmtileg fluga skaut upp kollinum hjá mér og ég hafði samband við Sibba Prestley vin minn. Hann stundaði Elvis Prestley eftirhermu –vesen í nokkur ár. Það var minnsta málið hjá honum að lána mér forlátan Elvis jakka, gylltur að lit með silfur palettum og gyllt bindi. Vona bara að ég eigi ekki eftir að skyggja á meistarann (Páll Óskar).  

Á morgun tekur alvaran við, verð að vinna, Nesvellir opna formlega, listsýningar opna í Garðinum í tilefni 100 ára afmælisins og þeim þarf að gera skil. Á sunnudaginn er svo sjálft afmælið með hátíðarbæjarstjórnarfundi, afhjúpun listaverka og hátíðardagskrá þar sem sjálfur forsetinn mætir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband