Færsluflokkur: Tónlist

Burt með gleðina

Ég var ekkert smá stoltur íslendingur á þriðjudaginn þegar vinir Sjonna komust áfram í Eurovision. Ég kastaðist fram úr sófanum með þvílíkum látum að það fór ekki fram hjá nokkrum manni í næsta nágrenni við mig.

Ég bíð spenntur eftir laugardeginum, en jafntfram er mikill kvíði í huga mér, ég er svo hræddur um að ríkisstjórnin láti loka fyrir beina útsendingu keppninnar á Ríkissjónvarpinu. Jú það verður að viðurkennast að þetta er skemmtiefni sem lyftir upp skapinu í mannskapnum og víða verður gleðskapur.

Ríkisstjórnin er alfarið á móti því að þjóðin gleðjist, lyfti sér upp eða búi við eintaklingsfrelsi. Það er búið að sjá til þess að það kostar mann aðra höndina að fá sér drykkjarhæft hvítvín ef mannig langar að fá sér í aðra tánna, tala nú ekki um ef manni langar í eitthvað sem rífur meira í en léttvínið. Álögur á tóbak hefur líka hækkað og sér maður aumingja reykingarmennina standa í því að vefja sjálfir til að spara. Þá liggur í loftinu að þeir sem vilja taka íslenskt í nefið verða næstir í snöruna hjá ríkisstjórninni.

Þá er það sykurskatturinn á gosdrykkri, við megum ekki eiga fyrir kókflösku án þess að ríkisskassinn bæti á sig um leið. Nú ekki er ætlast til að við séum eitthvað að brasa í því að vera á flakkinu á milli húsa og eiga í eðlilegum mannlegum samskiptum við ástvini, það er bara bannað líka. Við getum gleymt því að ferðast og skoða landið okkar því bensínið er eðal- munaðarvara sem ríkið græðir á tá og fingri af.

Þetta er svo niðurdrepandi ríkisstjórn að ég mun ekki sýna svipbrigði þótt það kæmi frétt um að loka ætti bíóhúsum, leikhúsum, skemmtigörðum og veitingarhúsum til að draga úr þessari andskotans gleði um allt land. Nei það liggur fyrir að bráðlega hefjist kennsla í öllum skólum á öllum menntastigum þar sem íbúum þessa lands verði kennt að vera í vondu skapi og með ljótu fýluskeifuna hennar Jóhönnu Sigurðardóttur !

Kæru íslendingar, við skulum halda Eurovision- spenningi okkar í felum í von um að við getum horft áhyggjulaus á útsendinguna á laugardaginn – besta sem gæti gerst er að vinir Sjonna ynnu svo skeifan á forsætisráðherranum færu niður í gegnum parketið:)


Stormur í vatnsglasi

Það er vandlifað í þessum heimi, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur stofnað heimasíðuna ljosalag.com þar sem hann er ósáttur við Ljósalagið 2008 og hvernig staðið var að vali lagsins, greint er frá þessu á visir.is. Það virðist ætla  ekki að vera þrautarlaus ganga að velja þetta blessaða lag fyrir þessa frábæru fjölskylduhátíð okkar Reyknesinga.  

Í fyrra varð allt brjálað þar sem lagið hét “Ó Keflavík” sem fór fyrir brjóstið á Njarðvíkingum, þá aðallega vinum mínum Gísla Þór og Ólafi Thordersen, sem grétu krókódílatárum yfir textanum. Núna er það að dómnefndin skyldi hafa náð að velja fimm lög til úrslita á tæpum sólarhring sem virðist fara fyrir brjóstið á Guðmundi Rúnari.  Það bárust 40 lög í keppnina, ég áætla (tek það fram að ég er bara segja mína tilfinningu í málinu) að svona helmingurinn af lögunum hafi verið rusl sem hægt hafi verið að slökkva á eftir stuttan tíma. Hinn helminginn má alveg hlusta á nokkrum sinnum á þessum tíma, hvað þá þar sem að mjög færir einstaklingar á sviði tónlistar sátu í dómnefnd. Ætlið þið að segja mér að Bjarni Ara hafi bara verið í dómnefnd með hangandi hendi og bara valið eitthvað ? Hvað þá Védís Hervör ?  

kom mér að sjálfsögðu ekki í opna skjöldu þegar ég fór á ljosalag.com að fyrsta lagið sem hægt er að hlusta á þeirri síðu sé lag eftir Guðmund Rúnar ! Ég meina come on, það er lágmarkið að fullorðið fólk kunni að taka ósigri með reisn. Þessi megn óánægja sem á að vera um Ljósalagið 2008 er stormur í vatnsglasi eins manns í Reykjanesbæ.


Gospelkór Suðurnesja á Stóru Gospelhátíðinni

 Gospelkór Suðurnesja, undir stjórn Elínar Halldórsdóttur, kemur fram á Stóru Gospelhátíðinni í Hafnarfirði sem stendur yfir dagana 20. – 29. júní nk. Hátíðin er hluti af afmælishátíð Hafnarfjarðarbæjar sem nýverið fagnaði 100 ára afmæli. Gospelkórinn hefur fengið til liðs við sig tónlistarmennina Helga Má Hannesson, Bent Marinóson, Gunnar Inga Guðmundsson og Þorvald Halldórsson sem munu leika undir með kórnum. Auk þess hefur Erpur Eyvindarson leiðbeint. Gospelkórinn mun koma fram kvöldin 25. og 26. júní á stóra sviðinu á Víðistaðatúni við Víðistaðakirkju. Nánari upplýsingar er að finna á www.biggospelfestival.com eða á gospel.bloggar.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband