Færsluflokkur: Spaugilegt

Frábært áramótaskaup :)

Ég hef sjaldan skemmt mér eins yfir áramótaskaupinu og ég gerði í gærkvöldi. Ádeilan var beinskeytt og hitti beint í mark hjá mér. Ég er ánægður með að höfundar skaupsins voru á sömu blaðsíðu og ég hvað varðar forseta þjóðarinnar.

Það hefur orðið undir í umræðunni varðandi útrásina og sukkið sem átti sér stað, að Ólafur Ragnar Grímsson var virkur þátttakandi í öllu saman. Samt sem áður hefur hann ekki sýnt neina iðrun og frekar tekið á málunum með þeim hætti, að þetta hafi allt saman komið honum í opna skjöldu.

Undirstaðan í áramótaskaupinu var partý á Bessastöðum sem var farið böndunum, það má eigilega segja að að áramótaskaupið í ár hafi frekar verið heimildarmynd. Ég gef áramótaskaupinu fullt hús stiga, það slóg í gegn hjá mér.

Gleðilegt ár kæru vinir og megi nýtt ár færa okkur gleði og farsæld.


HVAÐ GERIR PABBI ÞINN ???

Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.

 

Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.

Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.

 

En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.

Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.

 

Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.

Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.

 

Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.

 

Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn ... Dansinn og allt það?

Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.

 

Pabbi vinnur hjá einum af bönkunum en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana.


Jól í október :)

Ég er búinn að finna lausnina, lausnina sem sameinar íslendinga að nýju eftir vitleysuna sem hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Ég er alla vega syngjandi glaður í kvöld. Ég var á kóræfingu og við erum bara byrjuð að æfa fyrir jólatónleikanna þannig að jólalögin hringlast í kollinum á mér og ég brosi hringinn.  

Þetta minnir mann bara á það hvað það er stutt í hátíð ljós og friðar þar sem öll vandamál eru lögð til hliðar og allir sem einn gleðjast, alla vega í flestum tilfellum. Ég byrjaði að vísu á sunnudagskvöldið að syngja “Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer, hópur að jólaköllum til að gantast við krakkanna hér.” Gerði þetta bara til að angra Árna Þór sem er ekki kominn í stuð fyrir jólalög (hvað er að honum eigilega) og Raggi var með okkur.  Svo á mánudeginum smsar Raggi mér – og ég greindi einhvern pirring í honum þá var hann með lagið á heilanum í vinnunni og var ekki alveg sáttur við þetta.  

Var það ekki Laddi sem eitt sinn söng “afi er orðinn amma mín og jól í október.” Það er kannski þjóðarheill að flýta jólunum ? Skreytum og fögnum saman, færum hvort öðru gjafir og gleðjumst saman á þessum síðustu og verstu tímum.   

Gleðileg jól J


Áfram baggalútur

Jæja það er læti vegna textans í laginu Þjóðhátíð ’93 sem Baggalútur gáfu nýverið út. Hjálmar Sigmarsson ráðskona Karlahóps Feministafélags Íslands hefur lýst yfir óánægju sinni með textan og segir hann hvetja til nauðganna, eða allavega gefa það til kynna að naugða eigi konum á Þjóðhátíð.  

Ég las þennan skondna texta yfir og ef ég á að vera raunsær þá finnst mér textin einmitt lýsa ástandinu á þjóðhátíð og útihátíðum eins og þær eru. Það er ekkert í textanum sem hvetur til nauðguna eða hvað þá að textahöfundur styðji slíkan viðbjóð. 

„Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." Textin er frekar opinskár um ástandið það er á hreinu, en hann felur samt ekki í sér þau skilaboð sem Hjálmar segir hann gera. Ég er nú orðinn of gamall fyrir þjóðhátíð, en hef nú farið á þær nokkrar í gegnum tíðina, fyrst 1993 og síðast 2006 og það var engin munur á þeim, fá sér í glas og daðra í von um árangur. Ég styð Baggalút í þessu, við vitum að þeir félagar tala létt á samfélagsmálunum og það er um að gera að hafa gaman af þessu skemmtilega rugli í þeim sem þeir að vísu flytja með faglegum hætti svo lögin þeirra ná vinsældum. Hvað Feministafélag Íslands ætla ég ekki að tjá mig, ég að sjálfsögðu styð mannréttindi og jafnrétti heils hugar, en ég styð ekki sérréttindabaráttu byggða á þröngsýni og forsjáhyggju.

Áfram Baggalútur.

 

Merzedes Club púaðir niður

Ég hef mikinn húmor fyrir Gillz eða Agli Einarssyni. Þessi Fm-hnakkahroki hans er skemmtilegur og ég hef gaman að lesa það sem hann lætur eftir sér hafa. Á því var engin breyting í Fréttablaðinu í gær. Þar telur hann sig vera fórnarlamb sveitamennsku, eftir að hljómsveitin Merzedes Club var hreinlega púuð niður á landsmóti hestamanna á dögunum.  

Umboðsmaður hljómsveitarinnar vill meina að þegar Haffi Haff fór að taka einhverja svona “gay-klúbba-takta” þá svelgdist einhverjum bændum á bjórnum sínum !!! ehhehe Ég verð nú að segja það að ég var nú staddur í brekkunni á landsmótinu þegar þessi hljómsveit mætti á svæðið. Og ég verð líka að segja það að það voru nú ekki bara nokkrir bændur sem púuðu, það var bara stór hluti fólksins í brekkunni. Alla vega allflestir í kringum mig.  

Það var mjög augljóst að tónlistarflutningur hljómsveitarinnar féll ekki undir það að vera lifandi flutningur, heldur var hann á geisladisk og þegar lagið sem Haffi Haff syngur með þeim var hann byrjaður að syngja, en ekki mættur á svæðið heldur var kallað á hann og hann hoppaði inn á sviðið þegar lagið var komið vel á veg. Klaufalegheitin fóru í taugarnar á fólki í brekkunni og tónlistin og vöðvahnykkirnir voru bara ekki að heilla, því miður Gillz.  

Sveppi var kynnir á landsmótinu og fór á kostum og ákvað að slá upp léttu gríni þar sem hann sá að hljómsveitin var ekki að ná til áhorfenda og reif sig úr að ofan og upp á sviðið til vöðvafjallanna. Sveppi náði að taka mesta höggið af Merzedes Club og sagði svo í lokin að hljómsveitin ætlaði að taka 12 lög í viðbót og þá púaði mannfjöldinn. Hvað um það að þessi hljómsveit eigi ekki eftir að vera langlíf að mínu mati þá vona ég svo innilega að Gillz haldi áfram að svara með þeim hætti sem hann gerir áfram svo ég geti skemmt mér við lesturinn. Bara svona í lokin er hérna partur af svari Gillz við púinu::

„Meðal þorra gesta en það voru einhverjir 30 gæjar með órakaðan pung og 50 kílóum of þungir sem voru með dólg. En þeir sögðu nú ekki mikið þegar við hittum þá. Grjótharðir uppí stúku en þegar þeir mættu Stóra G [Agli] þá var nú ekki uppi á þeim tippið."

Egill segir þetta ekkert óeðlilegt. Velgengnin á sér óvini. „Ég skil það vel. Ég væri sjálfur pirraður. Þarna var ég, ógeðslega flottur rúntandi um á 400 hestafla Bens, tek 150 kg í bekk ... það eru ekkert allir sem höndla það."

Hálfgert hundalíf

 Mig langar að deila með ykkur sögu, sögu sem er sönn. Það gerðist í þessari viku að einn fjölskylduhundur hér í bæ átti afmæli. Dóttirinn á heimilinu var friðlaus að gefa tíkinni afmælisgjöf í tilefni dagsins. Hún náði að draga pabba sinn út í Samkaup þar sem sú stutta hafði áður rekið augun í hundól sem henni langaði að gefa tíkinni.  

Pabbinn fór með dótturina en ólin var uppseld. Sú litla dó ekki ráðalaus og fann hundalakkrís í staðinn, sem pabbinn keypti. Þegar heim var komið spýtti afmælistíkin lakkrísnum út úr sér og vildi ekki éta hann. Lakkrís pokinn lág á borðinu þegar húsmóðurinn og sonur komu heim síðar um daginn. Pabbinn sat í stofunni og mamman og sonurinn komu og settust í sófan fóru að spjalla. Nema hvað þau voru með lakkrís ! Pabbinn var í vandræðum með að springa ekki úr hlátri og ákvað að segja ekkert. Þeim fannst lakkrísin ágætur og eftir nokkra bita af lakkrísnum gat pabbinn ekki setið á sér lengur og sprakk úr hlátri og sagði þeim að þau væru að borða hundalakkrís – lakkrísinn spýttist út úr þeim með látum.  

Ég vona að kreppan herði ekki svo að hjá mannskepnunni að við endum á því að snæða ódýrt gæludýrafóður hehehehe


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband