Færsluflokkur: Bílar og akstur

Eigum við að vorkenna honum ???

Þessi frétt vekur upp gremju hjá mér, er verið að ætlast til þess að ég finni til með Björgúlfi ? Þetta er nú einn af þeim sem ég treysti áður, virkaði vel á mig, en annað kom á daginn. þessi maður ásamt nokkrum öðrum útrásarvíkingum sáu til þess að almenningur í landinu blæður.  Viðskiptaráðherra hefur látið þau orð falla að almenningur mun að lokum borga fjármálafyllerí þessara manna.

Ég er reiður því að við stöndum frammi fyrir vonleysi þjóðarinnar, atvinnuleysi, stjarnfræðilega háa vexti og gjaldþrot heimilana í landinu, gjaldþrot fólks sem stundaði bara sína vinnu og stóð  í skilum með sitt og tók ekki þátt í sukkinu. Hver og einn einasti íslendingur finnur fyrir þessu, börnin okkar finna þessu og börn næstu 10 til 20 ára munu finna fyrir þessu.

Hvert erum við komin? Ég er alla vega kominn á þá skoðun að það var rangt að Ísland gekk í ábyrgðir þessara manna. Það kom fram í fjölmiðlum að gjaldþrot Kaupþings og Glitnis eru að slá heimsmet og sitja þar á topp fimm yfir stærtu gjaldþrotin í heimi.

Þessi maður fær uppfjöllun sem telur í hundruðum milljörðum og við eigum að vorkenna honum, við almenningur sem skuldum nokkrar milljónir í íbúða- og bílalán, en snaran bíður okkar. Hann er ennþá í pressðu jakkafötunum sínum og klúturinn er vel brotinn saman í brjóstvasanum !  Sonur hans stunginn af úr landi og hefur það gott meðan sótsvartur almúginn er leiddur undir fallöxina.

Jóhanna sem lofaði öllu fögru í kosningabaráttunni hefur líka sent þjóðinni tóninn, þar verður alls staðar skorið niður og staðan er slík að ríkissjóður getur ekki tekið meira á sig. Þar að auki segja ráðamenn þjóðarinnar við okkur hálfvitana, semjið bara um skuldir ykkar !

Hvernig á venjuleg vísitölufjölskylda að semja ef fólk er atvinnulaust ? Bæturnar duga ekki og foreldrar standa frammi fyrir vonleysi og gjaldþroti og nýta bæturnar í að fæða börnin sem eru framtíð þjóðarinnar, þau eru ekki öfundsverð blessuð börnin ef stjórnvöld taka sig ekki á í málinu og bakka út úr því að taka ábyrgð á fjármálafylleríinu - þessar rúmlega 300 þúsund hræður borga þetta ekki upp á skömmum tíma, það mikið er víst.


mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borguðum við brúsann ?

Martha Stewart fjölmiðlakona frá Bandaríkjunum fékk heldur betur góðar móttökur hjá forsetahjónunum íslensku við komu sína til landsins sl. föstudag. Martha og Dorrit eru vinkonur til margra ára. Martha hlýtur að hafa verið hálf þreytt eftir dagana á Íslandi því dagskráin var þétt og minnti einna helst á dagskrá fyrir þjóðhöfðingja sem hingað koma í opinberar heimsóknir.  

Ég velti fyrir mér hvort íslenskir skattgreiðendur hafi borgað brúsann ? Martha og fylgdarlið hennar gisti alla vega á okkar kostnað, en þau dvöldu í forsetabústaðnum á Laufásvegi. Þá voru forsetahjónin á ferðalagi með henni, snæddu bleikju á Þingvöllum, ætli Ólafur hafi tekið upp debet kortið sitt og borgað fyrir sig og frúnna? Þá var hátíðarkvöldverður á Bessastöðum þar sem helstu fyrirmenn þjóðarinnar fengu að snæða með Mörthu.  

Auðvitað er frábært að forsetahjónin taki vel á móti vinum sínum, en eru þau alltaf í hlutverki forsetans og forsetafrúnnar? Nú veit maður það ekki. Forsetaskrifstofan veitti DV ekki upplýsingar um hver aðkoma embættisins var að heimsókn Mörthu, heldur nýta allan þann tíma sem skrifstofan hefur til að draga það að svara. Ég les úr því að sótsvartur almúginn hafi greitt brúsann. Hvar er línan á milli þess að vera í embættisverkum og bara fá vini sína í heimsókn ? Ég er hræddur um að forsetahjónin séu að slá um sig á kostnað þjóðarinnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband