Forsetinn heldur lífsmarkinu í lýðræðinu

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, heldur áfram baráttunni um lýðræði í landinu. Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að láta almenning í landinu hafa skoðun á eins veigamiklu máli og Icesave. Það er í fersku minni almennings þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon sögðu að samningur Svavars Gestssonar væri það besta sem væri í boði í deilunni og hvöttu fólk að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Annað kom á daginn, enn hafa þau samt völdin.

Það læðist að mér sá grunur að mergur málsins er einmitt sá, að þjóðin ber ekki traust til ríkisstjórnarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart, þegar litið er yfir stutt en örlagaríkt valdatímabil þeirra, hérna er bara brot af því “besta.”

• Sendu óhæfa samninganefnd til að semja um Icesave í upphafi sem kom með niðurstöðu sem hefði gengið frá möguleikum á að búa á Íslandi næstu 40 árin.
• Skattahækkanir sem eru að drekkja almenningi og kjaraskerðingin slík að hinn almenni launþegi fær rétt um 40% launa sinna í vasann.
• Barnabætur lækkaðar.
• Ráðherrar hunsa sett lög löggjafavaldsins með þeim hætti að Hæstiréttur þarf að slá á fingur ráðherra.
• Ríkisstjórnin hefur staðið í vegi fyrir flæði erlends fjármagn til landins.
• Stóð ekki við þjóðarsáttina.
• Umboðsmaður skuldara – ævintýri líkast – staurblankur almúginn þarf að byrja á að borga tugir þúsunda bara til að skuldastaða þeirra sé skoðuð.
• Matvara, vörur og almenn þjónusta hefur aldrei verið hærri.
• Vilja girða af borgina og nánasta umhverfi með vegatollskúrum.
• Eldsneyti er orðið að munaðarvöru.
• Landsflótti sjaldan verið eins mikill og sérstaklega af menntuðu fólki eins og til að mynda úr heilbrigðisstéttinni – þekking og reynsla tapast.

Ég skil gremju Jóhönnu og Steingríms,loksins þegar þau komast til valda höndla þau ekki ástandið í landinu og standa ein í fílabeinsturninum sniðin trausti þjóðarinnar. Þau tvö mega þó eiga það að þau hafa sýnt fram á nýja tíma í stjórnmálum, tíma sem eru samt ekki boðlegir. Tveir stjórnmálaflokkar í ríkisstjórn sem eru ekki sammála um atvinnumál og ESB, en eru sammála um að vera ósammála og sitja sem fastast þrátt fyrir að hafa verið rassskellt af forsetanum tvisvar. Í hvaða lýðræðisríki sæti slík ríkisstjórn ennþá við völd ? Jú í komúnsta/ einræðisríkjum kannski.  Þau eru ráðin til starfa af þjóðinni en þau vita að þau hafa ekki staðið sig, því ef svo væri þá væru þau óhrædd að boða til kosninga og leggja störf sín í dóm kjósenda. Það er sorglegt að búa við slíka kúgun sem ríkir í íslensku samfélagi og það er sorglegt að forsetinn þurfi að standa í stríði við Alþingi í von um að halda lífsmarki í lýðræðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband