Einkennileg hegðun Stöðvar 2

Hvað fær sjónvarpsstöð til að kaupa sjónvarpsseríu sem hefur engan endi? Stöð 2 er með á dagskránni þætti sem heita Traveler og var fjórði þátturinn af átta sýndur í kvöld. Þættirnir eru mjög spennandi og gaman að fylgjast með þeim. Nema það er einn hængur á, framleiðsla þáttanna var hætt á síðasta ári, síðasti þátturinn (8) var sýndur í Bandaríkjunum 18.júlí 2007. Þannig að þegar ég horfi á áttunda þáttinn verður spennan eflaust í hámarki nema þetta endar bara þar !  

Ég er ekki að skilja þá sem ráða dagskrágerðinni hjá Stöð 2. Nógu mikið borgar maður fyrir áskriftina.  Ég skil það ef sýningar standa yfir á nýju efni og það komi óvænt upp á að þættir eru teknir úr framleiðslu en að kaupa seríu með engan endi eru viðskipti sem ég hreinlega skil ekki – veit ekki hvernig Stöð 2 getur boðið áskrifendum sínum upp á slíka heimsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Verð að viðurkenna að ég skil ekki svona vinnubrögð heldur.

Anna Guðný , 24.6.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Já það er ýmislegt sem okkur er boðið uppá, og við virðumst bara taka því þegjandi eins og vanalega.  Það er t.d. gaman að fylgjast með Grönnum svo fer maður á kapalkerfið og sér Grannaþætti sem eru svona 10-15 þáttum á undan þeim sem eru sýndir hér.  Heyrðu hvar er videovélin mín ?  Ég þarf að taka upp Gospeltónleika á morgun.

Elenora Katrín Árnadóttir, 25.6.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Árni Árnason

Videovélin er í hleðslu !

Árni Árnason, 25.6.2008 kl. 11:07

4 identicon

Já þetta er hið furðulegasta mál Árni, ég er búinn að sjá alla þessa 8 þætti og það má segja að þeir endi algjörlega í lausu lofti.

Ástæðan mun líklegast vera að Stöð 2 kaupir þáttinn meðan hann er í framleiðslu til að verða fyrri til að ná honum á sínar sjónvarpstöðvar en samkeppnisaðilinn. Þeir taka þá vissa áhættu því það er mjög algengt að þáttum sé cancelað í Bandaríkjunum.T.d. þættir sem báru nafnið John Doe sem mér fannst algjörlega brillíant þættir en voru cancelaðir vegna lítils áhorfs.

Mér persónulega fannst þessir þættir mjög góðir og vona svo innilega að framleiðslu á þeim verði haldið áfram. Hinsvegar er ég búinn að reyna flétta þessu upp á netinu og það virðist vera sem flestir leikarar í þættinum séu búnir að skrifa undir samninga við aðra framleiðendur um að leika í öðrum þáttum eða kvikmyndum. Þannig að líklegast erum við ekki að sjá áframhald af þessum þáttum.

Það má því segja að Stöð 2 hafi keypt köttin í sekknum en líklegast voru þeir að vonast eftir svipuðum þætti og Prison Break eða álíka vinsælum þáttum.

Siggi Markús (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband