Áfram baggalútur

Jæja það er læti vegna textans í laginu Þjóðhátíð ’93 sem Baggalútur gáfu nýverið út. Hjálmar Sigmarsson ráðskona Karlahóps Feministafélags Íslands hefur lýst yfir óánægju sinni með textan og segir hann hvetja til nauðganna, eða allavega gefa það til kynna að naugða eigi konum á Þjóðhátíð.  

Ég las þennan skondna texta yfir og ef ég á að vera raunsær þá finnst mér textin einmitt lýsa ástandinu á þjóðhátíð og útihátíðum eins og þær eru. Það er ekkert í textanum sem hvetur til nauðguna eða hvað þá að textahöfundur styðji slíkan viðbjóð. 

„Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." Textin er frekar opinskár um ástandið það er á hreinu, en hann felur samt ekki í sér þau skilaboð sem Hjálmar segir hann gera. Ég er nú orðinn of gamall fyrir þjóðhátíð, en hef nú farið á þær nokkrar í gegnum tíðina, fyrst 1993 og síðast 2006 og það var engin munur á þeim, fá sér í glas og daðra í von um árangur. Ég styð Baggalút í þessu, við vitum að þeir félagar tala létt á samfélagsmálunum og það er um að gera að hafa gaman af þessu skemmtilega rugli í þeim sem þeir að vísu flytja með faglegum hætti svo lögin þeirra ná vinsældum. Hvað Feministafélag Íslands ætla ég ekki að tjá mig, ég að sjálfsögðu styð mannréttindi og jafnrétti heils hugar, en ég styð ekki sérréttindabaráttu byggða á þröngsýni og forsjáhyggju.

Áfram Baggalútur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sama her!! Áfram Baggalútur:)

 Svo sammála að þeir eru bara að lysa þessu ástandi sem er á útihátíðum almennt..

En einu er ég þó ekki sammála¨!! Maður er ALDREI  of GAMALL fyrir þjóðhátið:) 

Anna þóra (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Anna Guðný

Hm.. þarf að heyra þennan texta. Ég veit ekki hvort þessi texti hvetur til nauðganna eður ei. En annað veit ég, og það er að sumum finnst svona textar  ekki bara fyndnir, eins og þér finnst, heldur líka  töff. Og ég veit líka að þið, svona venjulegir karlmenn eigið auðvitað erfitt með að skilja það en of margir vitleysingar ganga lausir á svona samkomum og finnst töff að vera töff. Og eitt af því er nú bara að misnota sér ástand misdrukkinna stúlkna.

Þjóðhátíð hef ég aldrei farið á, hef ekki áhuga og á því trúlega ekki eftir að fara þangað. En endilega þið sem farið, skemmtið kykkur vel.

Ég verð samt að mótmæla því að svona ástand sé almennt á útihátíðum í dag. Þetta ástand er í nokkra klukkutíma á sólarhring. En málið er að ég og mín fjölskylda er á ferðinni ansi marga klukkutíma sem afgangs eru og þar er þetta ástand ekki til staðar. Ekki hér á Akureyri og örugglega ekki í Vestmannaeyjum heldur.

Núna t.d. hlakka ég mikið til verslunnarmannahelgarinnar og verð mikið á ferðinni og við öll. Eiginmaðurinn ætlar að kíkja á aflraunakeppnina sem Magnús Ver sér um. Börnin mín fara örugglega að líkja á dans og söngkeppnir og svona má lengi telja. Svo förum við bara heim á kvöldin og sofum. Og þetta gerir stór hluti gesta á hátíðum í dag. Það er ekki hægt að líkja þessu saman við útihátíðir eins og þær voru áður fyrr. Og hana nú!

Hafðu það gott í dag

Anna Guðný , 28.7.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Anna Guðný

Úbbs fyrirgefðu, þetta er orðið lengra en færslan þín.

Anna Guðný , 28.7.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Árni Árnason

Hæ Anna,

Já ég er sammála þér í því að svona ástand sem myndast þegar kvölda tekur er ekkert ástand sem er til eftirbreytni, hvað þá að fjölskyldufólk flækist inn í þær. Svona er þetta samt og það er það sem Baggalútur er að lýsa í textanum sínum. Það er gert grín af öllu og fátt er heilagt þegar kemur að gríni. En svo er það að sjálfsögðu misjafnt manna á milli hvað er fyndið og hvað ekki. Það vita allir að á útihátíðum er mikið af djammi og keleríi og það má samt ekki stimpla það allt á karlmenn, kvenfólkið leynir líka á sér skal ég segja þér, en auðvitað skil ég þig að þegar nauðganir eiga sér stað að þá er það í nær öllum tilfellum að konur eru fórnarlömbin. Ég vona svo innilega að verslunarmannahelgin geti farið fram án nauðgana.

Árni Árnason, 28.7.2008 kl. 13:51

5 Smámynd: Anna Guðný

Já veit að konurnar eru engir englar, en ef ég hefði farið að skrifa meira hefði þetta orðið að ritgerð. Veit ekki einu sinni hvaða einkunn ég hefði fengið fyrir hana

En staðreyndir er samt, eins og þú bendir á, í nær öllum tilfellum karlmenn sem gerendur í nauðgunarmálum. Og svo þetta með keleríið. Ég veit nú ekki alveg hvað fólk segði ef við hjónakornin tækjum upp á því að kela út á miðju Ráðhústorgi á Akureyri, bara af því að það er útihátíð. Það er þetta sem ég meina með breytingar. Útihátíðir eins og þær voru eru ekki lengur til. Ólætin í dag eru svipuð og á venjulegu kvöldi um helgar í Reykjavík þegar álíka fólksfjöldi kemur saman.

En mikið er ég sammála með að ég vilkdi óska þess að allar hátíðir helgarinnar, hvort sem þær eru haldnar inni eða úti, gangi vel og allir skemmti sér konunglega.

Anna Guðný , 28.7.2008 kl. 14:23

6 identicon

Halló :)

Núna verð að ég viðurkenna að vera heils hugar sammála þér Árni! Þetta lag er tær snilld og mér finnst í raun ekkert hægt að lesa úr því sem bendir til nauðgunar. Þetta er bara góð samfélagsgagnrýni :)

Svo langar mig að benda á eitt sem að anna segir hérna "Og eitt af því er nú bara að misnota sér ástand misdrukkinna stúlkna". Fólk þarf náttúrulega líka að passa sig, það vita allir af þessu vandamáli í samfélaginu í dag og ég veit ekki með ykkur en ég á ákaflega erfitt með að finna samúð með einhverjum stelpum sem eru svo dauða drukknar að þær vita ekkert hvað er í gangi og SEGJA EKKI NEI!. Ansi margar stelpur nefnilega sýna engin neikvæð viðbrögð fyrr en bara daginn eftir eða eitthvað... Hvernig í ósköpunum á aumingja strákurinn, sem er nú oft ekki í neitt betra ástandi, að finna það á sér hvort að stelpan sé samþykk eða ekki ef hún sýnir engan mótþróa...
Oft finnst mér það vera kallað nauðgun þegar að stelpan sér eftir hlutunum daginn eftir en ef að strákur sefur hjá stelpu sem hann hefði ekki einu sinni hugsað um edrú og sér eftir því þá er bara hlegið að honum ;)


Ég ætla alls ekki að reyna að halda því fram að allar nauðganir séu stelpum að kenna en margar þeirra mættu passa sig betur, svo veit ég nú alveg um nokkrar skráðar nauðganir þar sem að hlutirnir standast ekki. Þekki til dæmis stelpu sem svaf hjá strák mjög ung, laug að honum um aldur sinn, varð ólétt og þorði ekki að viðurkenna þetta allt fyrir foreldrum sínum þannig að hún kærði nauðgun.. fallegt ha? Núna er þessi annars góði strákur kominn með nauðgunarkæru á hendur sér.

Æjji ég veit það ekki, kannski finnst ykkur ég bara biluð en ég varð bara að segja þetta með hérna :)

Og ég vil benda á að ég er stelpa, að verða 17 á þessu ári og ætla sjálf á útihátíð (ekki þjóðhátíð reyndar), gista í tjaldi með vinkonum mínum og verð sko alls ekki edrú! En passi sig bara sá sem ætlar eitthvað að trufla mig í mínu djammi með vinkonum mínum og þessu ææææðislega baggalútslagi :)

Ætli það sé til svona klúbbur fyrri karlrembu konur líka? :S

Takk fyrr mig!

guðlaug :) (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband