Akureyri klikkar ekki

Það vantar ekki hvað Akureyri er alltaf jafn glæsilegt og sjarmerandi bæjarfélag. Ég er staddur í höfuðborg norðurlands og hér er gott að vera. Ég kom hingað í gærkvöldi, en hluti fjölskyldunnar er búin að vera hérna síðan á föstudag. Ég kom eigilega bara vegna þess að foreldrar mínir ætluðu til Grímseyja í dag. Þegar við vöknuðum á sjöunda tímanum í morgun var svo mikil þoka að hætt var við ferðina. Stuttu síðar var þokan horfin og við svekkt að hafa ekki tekið sjénsinn.  

En það er bara í góðu, hérna blómstrar lífið og það verður bara gaman að njóta veðursins í dag. Við munum samt ekki fara langt þar sem að Árni Þór sonur Bjargar systir snéri sig eitthvað og á tíma hjá lækni um miðjan daginn. Það er víst mikill áhugi fyrir Kjarnaskógi og jólahúsinu, þannig það verða án efa áfangastaðirnir í dag. Mig langaði að vísu til Húsavíkur en það verður kannski á morgun. Svo er á morgun tónleikar hérna sem mig langar soldið á og þarf að vinna í því að smita út frá mér til að ná einhverjum með mér. Kristjana Stefánsdóttir söngkona með meiru heldur tónleika í Ketilhúsi. Hún er þvílíkt góð söngkona, djassari, blúsari og hvað eina. Þetta kemur bara allt í ljós, ætla að hafa það að leiðarljósi að njóta þess að vera loksins kominn í sumarfrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei luv, gott að heyra að það er alltaf jafn kósy á akureyri:)

Og njóttu þess nú í botni að vera í frii drengur og sóla þig aðeins, ekki veitir af hhahah:)

Skilaðu kveðja á alla frá mer:)

Anna þóra (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ekki var Flosi Ólafsson jafn ánægður og þú því hann orti

Frá Akureyri er um það bil

Ekki neins að sakna

Jú, þar er fagurt þangað til

Þorpsbúarnir vakna

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.8.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband