Jól í október :)

Ég er búinn að finna lausnina, lausnina sem sameinar íslendinga að nýju eftir vitleysuna sem hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Ég er alla vega syngjandi glaður í kvöld. Ég var á kóræfingu og við erum bara byrjuð að æfa fyrir jólatónleikanna þannig að jólalögin hringlast í kollinum á mér og ég brosi hringinn.  

Þetta minnir mann bara á það hvað það er stutt í hátíð ljós og friðar þar sem öll vandamál eru lögð til hliðar og allir sem einn gleðjast, alla vega í flestum tilfellum. Ég byrjaði að vísu á sunnudagskvöldið að syngja “Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer, hópur að jólaköllum til að gantast við krakkanna hér.” Gerði þetta bara til að angra Árna Þór sem er ekki kominn í stuð fyrir jólalög (hvað er að honum eigilega) og Raggi var með okkur.  Svo á mánudeginum smsar Raggi mér – og ég greindi einhvern pirring í honum þá var hann með lagið á heilanum í vinnunni og var ekki alveg sáttur við þetta.  

Var það ekki Laddi sem eitt sinn söng “afi er orðinn amma mín og jól í október.” Það er kannski þjóðarheill að flýta jólunum ? Skreytum og fögnum saman, færum hvort öðru gjafir og gleðjumst saman á þessum síðustu og verstu tímum.   

Gleðileg jól J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll....

Fowler (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 07:05

2 identicon

Snilld :) Líst vel á thetta plan...get ekki bedid eftir jólunum !!!

Elísa (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Hvaða kór ertu í Árni og verðið þið með einhverja tónleika á jólunum og hvar verða þeir............... mér langar soldið að koma. Þú söngs nefnilega eins og engill í fertugsafmælinu hennar Kristínar...

Stór knús til þín Árni minn 

Kveðja Vibba

Vilborg Auðuns, 15.10.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Árni Árnason

hehehe takk fyrir það Vilborg ! ég er í Gospelkór Suðurnesja og já við verðum með jólatónleika, það er sem ekki búið að negla niður dagsetninguna

Árni Árnason, 16.10.2008 kl. 00:12

5 identicon

Það er spurning hvort einhverjir eigi fyrir gjöfum núna?

Jóhann Smárason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:59

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er nokkuð góð hugmynd.

Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Við ættum bara að hengja upp jólaljósin núna og reyna njóta þess að vera til.

Elenora Katrín Árnadóttir, 17.10.2008 kl. 22:48

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Varla getum við haldið jól í tvo og hálfan mánuð, eða hvað ?

Mér heyrist að flestallir séu búnir að missa vinnuna nema skóflupakkið.

Við ættum kanski að leggja til við Oslóborg að senda tréð í fyrra fallinu svo þeir geti notið þess þarna við Austurvöllinn. Þá gætu þeir til dæmis dansað í kring um tréð og við hin haft gaman af.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.10.2008 kl. 00:55

9 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Ég var nú ekki að tala um að halda jól, bara að setja upp ljósin til þess að lýsa upp skammdegið og skapið í okkur um leið.  Oft er fólk með ljósin kveikt fram eftir janúarmánuði, það er alveg eins hægt að kveikja þau fyrr.

Elenora Katrín Árnadóttir, 18.10.2008 kl. 17:40

10 identicon

Heyrðu Árni... Bara Jól í Okt.. bæææ daaaa  :P

Jón Ingibjörn Arnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:39

11 identicon

,,Koooooomið með skrauuuuuutið....!"

Guffi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband