Með rassvasana fulla

Mig líkar auglýsingarnar frá Samtökum Iðnaðarins, þar sem með mjög myndrænum hætti er bent á mikilvægi þess að greiða skatta af launum.

Auglýsingarnar sýna fram á þá staðreynd að ef við borgum ekki skatta og skyldur til samfélagsins þá eru að sjálfsögðu ekki lagðir vegir, skólar reistir og starfræktir. Ég tala nú ekki um heilbrigðisþjónusta og allir þeir samfélagslegu póstar sem við reiðum okkur á í venjulegu samfélagi.

Það vakna samt hjá mér hugrenningar við að sjá þessar auglýsingar. Fyrsta er að almenningur í landinu stendur frammi fyrir skattahækkunum í ótrúlegustu myndum á næstunni. Sykurskattur, skattur á eldsneyti, tekjuskattur og eflaust hægt að telja upp fleiri skattahækkanir. Hvað er það sem gerist þegar ríkisstjórnir herða ólina að fjölskyldum með þessum hætti ? Jú við leitum leiða til að afla okkur tekna með svokölluðum svörtum hætti, þetta er staðreynd ! Margir hugsa, til hvers að vinna yfirvinnu eða taka að sér aukastarf þegar skatturinn gleypir þetta allt og ropar á eftir !

Reynslan okkar hefur kennt okkur að með skattalækkun aukast tekjur ríkissjóðs. Almenningur er fúsari að taka að sér aukavinnu og það hreinlega tekur því ekki að standa í svarta brasinu. Hvað gerðist þegar skattar lækkuðu á fyrirtæki í landinu? Jú tekjurnar jukust. Hvað gerist þá núna þegar vinstri – skatta ríkisstjórnin herðir að allt og öllu í íslensku samfélagi ? Tekjur ríkissjóðs munu dragast saman.

Annað sem vekur mig til umhugsunar við að sjá þessar vel unnu auglýsingar frá Samtökum Iðnaðarins, er hvað það er sorglegt að nú þarf að minna sótsvartan almúgan að stinga ekki undan krónu á meðan útrásarvíkingarnir spóka sig og stræti og torg erlendra stórborga í Armani jakkafötunum með rassvasana troðfulla af peningum sem aldrei voru til – og ríkisstjórnin hrifsar til sín hverja auma krónu af okkur til að borga fyrir peningana í rassvösunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband