Komúnistaríkið Ísland

Fjöldi ungra fjölskyldna eru sem fangar í skuldafengi og öfga skattheimta vinstri flokkanna er með þeim hætti að almennt vonleysi ríkir í samfélaginu. Húsnæðis-bíla-námslán valda því að þessar fjölskyldur ná ekki endum saman og staðan er slík að annaðhvort er að hætta að borga af skuldasúpunni og tapa þá sem unnið hefur verið fyrir, eða herða sultarólina með þeim hætti að vart er hægt um frjálst höfuð að strjúka.

Hækkun tekjuskatts um áramótin verður með þeim hætti að skjóta má á, að af yfirvinnu fáu launþeginn um 30% í vasann. Fyrirtæki eiga eftir að standa frammi fyrir því að starfsfólk líti svo á að ekki taki því að vinna mikla yfirvinnu því það skili sér ekki líkt og það hefur gert hingað til. Svört vinna og önnur skattsvik aukast svo um munar og sú upphæð sem ríkisstjórnin ætlar sér í ríkissjóð mun ekki skila sér sem skyldi – skattpíning gerir það sjaldan.

Ráðleggingar og reynsla er virt að vettugi, líkt og reynsla Hollands af nefskatti á ferðamenn. Forsvarsmenn Icelandair vara við þessum tillögum og er ég þeim sammála hvað það varðar, þetta á eftir að koma í bakið á okkur og það verulega. Ríkisstjórnin er með það að markmiði að drepa niður alla möguleika á erlendu fjárstreymi til landisins, snaran um háls landans er bara hert meir og meir, ég er að kafna, en þú ?

Norræna velferðarríkið sem Steingrímur J. Sigfússon lofaði þjóðinni eftir kosningarsigur í vor virðist hafa gleymst. Í staðin fáum við svokallað framsækið skattkerfi sem er allt að drepa, fyrirtæki, stofnanir, fjölskyldur og einstaklinga. Næst verður rafmagn og hiti skattlagður.

Ég hef hitt margt ungt fólk, menntað sem ómenntað sem er uppgefið og hugur þeirra leitar út fyrir landsteinanna í leit að eðlilegu lífi í eðlilegu umhverfi þar sem hægt er að taka skref inn í framtíðina, en ekki til fortíðar.  Frelsi einstaklingsins til að blómstra í eigin ágætum hefur verið tekið frá okkur og í staðinn blasir við okkur kúgun og ranglæti.

Björgunaraðgerðir heimilana svokölluðu um örlitla hagræðingu á skuldum þar sem dregið er úr greiðslu kemur í bakið á fjölskyldunum þegar fram líða stundir. Þær krónur sem sparast eru teknar með öðrum hætti og gott betur en það.  Þessi skattastefna virðist fá byr undir báða vængi hjá vinstri flokkunum.

Vinnubrögðin eru metnaðarlaus með öllu og er það deginum ljósara að sú staða sem ríkir á Íslandi í dag er ekki leyst með lausnum, þvert á móti. Ríkisstjórnin starfar að kjarkleysi og felur sig á bak við þá afsökun að þetta verði bara að vera svona og þetta sé allt Sjálfstæðisflokknum að kenna. Þessi þreklausu vinnubrögð leysa engan vanda, sama hvort hann sé þessum eða hinum að kenna. Við þurfum að opna fyrir erlent fjármagn til landsins, ráðast í atvinnuuppbyggingu og koma samfélaginu í gang aftur, ekki lama það.

Eina sem ríkisstjórnin á eftir að gera er að innkalla vegabréf landsmanna til að koma í veg fyrir fólksflótta. Það verður vendipunkturinn yfir komúnistaríkið sem Vinstri grænir hafa dreymt um í áratugi. Við erum fangar í eigin landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband