Færsluflokkur: Menntun og skóli
19.6.2008 | 02:07
Eru karlmenn ekki eins hugmyndaríkir og konur?
Fyrir stuttu var ég staddur á afhendingu hvatningarverðlauna Reykjanesbæjar, en þetta er í fyrsta skiptið sem þau eru afhend. Fræðsluráð Reykjanesbæjar stendur að hvatningarverðlaununum og er hugmyndin á bakvið þau að hvetja alla sem koma að skólastarfi bæði á leik- og grunnskólastigi til að hugsa út fyrir rammann og láta gott af sér leiða í starfi.
Fræðsluráð auglýsti eftir tilnefningum og bárust þrjátíu tillögur af ýmsum toga. Ég fagna þessum nýju verðlaunum. Ég hef lengi langað að sjá eitthvað kerfi innan skólanna til að hvetja kennara og skólastjórnendur til dáða. Við vitum öll að það eru til kennarar sem leggja sig misjafnlega fram við störf sín, bara eins og tíðkast í öllum starfsgreinum. Nema að kennarar eru eru í raun á sömu launum, það hefur vantað hvatningu. Ég hef verið svo djarfur í hugsun að ég hef viljað borga góðum kennurum sem skila betri árangri en aðrir hærri laun.
Ég vona að þessi hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar skili sér út í skólanna og hvetji kennara til að vera hugmyndaríkir í starfi og skili um leið betri kennslu og leiðsögn til barnanna. Eitt sem vakti athygli mína á verðlaunaafhendingunni var að allir sem voru tilnefndir voru konur. Engin karlmaður var í hópnum. Eru karlmenn ekki eins hugmyndaríkir og konur ? Eru karlmenn í þessum geira ekki að brytja upp á nýungum í starfi ? Eða var þetta bara hending í þetta skiptið?
Til að bjarga heiðri karlmanna þá get ég greint frá því að Styrmir Barkarson leiðbeinandi í Akurskóla og kennaraháskólanemi stóð fyrir teiknisamkeppni í öllum 4. bekkjum í Reykjanesbæ núna í vor. Hann fór ásamt fulltrúa Alþjóðahúsins og hitti alla bekkina og talaði um fordóma og vakti athygli á því að við erum öll eins. Krakkarnir tóku vel á móti Styrmi og félaga hans og verða myndirnar til sýnis á Ljósanótt í byrjun september.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)