Færsluflokkur: Dægurmál
23.6.2010 | 21:45
Ekki vera djöfulsins sökker !!!
Ég hef séð á facebook umræður um auglýsingu í nýrri auglýsingaherferð Ring hjá Símanum. Sitt sýnist hverjum eins og ávallt er um allt saman í þessu blessaða lífi okkar. Við höfum misjafnar pólitískar skoðanir, við höldum með sitthvoru liðinu á HM, ég er meira fyrir jarðaberja þeyting þótt aðrir kjósi frekar súkkulaði bragð.
Auglýsingin margum talaða er með Steinda sem slegið hefur í gegn hjá yngri kynslóðinni í þáttaseríu á Stöð 2. Þar hafa landsþekktir einstaklingar lagt Steinda lið með góðum árangri. Á facebook síðu Ring segir ónefnd kona að hún muni aldrei eiga viðskipti við Símann eftir að hafa séð þessa viðbjóðslegu auglýsingu ! það er blótað í auglýsingunni og börnin horfa upp á þetta.
Auglýsingar hafa í gegnum tíðina verið á alla vegu, misskemmtilegar þó, þessi auglýsing fékk mig til að hlægja. DJÖULFSINS er blótsyrði sem er vægt að mínu mati. Ég hef bara heyrt mikið af blóti sem er mun grófara og því miður særandi. Auðvitað skil ég það vel að foreldrar reyni í lengstu lög að verja börn sín blóti og það er mér í fersku minni að það var það sama upp á teningnum í mínu uppeldi. EN þrátt fyrir það þá lærði ég blótið og ósómann á leikskóla og í grunnskóla, af börnum sem fengu annað uppeldi en ég, þess vegna veit ég að það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að óstálpaðir einstaklingar heyri ófögur orð.
Ummæli umræddar konu fær mig til að hugsa um ábyrgð foreldra. Allt afþreyingarefni er stútfullt af viðbjóði. Barnaefni snýst meira og minna um ofbeldi þar sem vondi karlinn er bugaður að lokum eftir mikil og ýkt slagsmál og tala ég nú ekki um tölvuleikina sem eru svo veruleikafirrtir að ég hreinlega skil þá ekki. Börnin hanga samt í þessum leikjum heilu og hálfu stundirnar. Þá leiði ég líka hugan að tónlistinni sem glymur á öllum miðlum. Rappið getur verið sérstaklega gróft og þá sérstaklega það íslenska. Þá hefur nú ungur íslendingur náð miklum vinsældum þrátt fyrir að vera varla fermndur, með lag sem kallast Blaut dansgólf.
Öll eigum við val þegar kemur að uppeldi barna okkar, grófir þættir með miklu ofbeldi, tónlistarmyndbönd þar sem kynþokkinn og útlitsdýrkun er í hávegum höfð, dónaleg lög og jú auglýsingar þurfa ekki að vera fyrir framan nefið á börnum okkar. En það er líka þá eins gott að við fylgjum þessu alla leið. Ekki pikka eitthvað eitt út og láta fara í taugarnar á okkur, gagnrýna og vera pirruð yfir. Ég hef sjálfur gagnrýnt í léttu rúmi auglýsingar Lotto þar sem Ásdís Rán sýnir það glögglega að hún er best á ljósmynd, en læt það engan veginn eyðileggja fyrir mér daginn og hvað þá skrifa bréf til Íslenskrar Getspár.
Valið er okkar sem betur og þannig á það að vera. Ef Döfulsins sökker fer fyrir brjóstið á einhverjum eða vill ekki að börnin sín sjái auglýsinguna, þá er bara einfaldasta leiðin að skipta um sjónvarpsstöð. Skiptu þá líka um útvarpsstöð þegar rappið byrjar og farðu frekar í húsgarðinn með börnin í stað þess að láta þau hanga yfir ofbeldisfullu barnaefni eða tölvuleikjum. Þetta snýst allt um að vera samkvæmur sjálfum sér.
Ég bíð spenntur eftir næstu auglýsingu með Steinda 
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2008 | 00:21
Sólseturshátíð í Garði um helgina
Það er fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna og byrjar fjörið strax á föstudagskvöldinu þar sem meðal annars verður í boði tónleikar með Hjaltalín. Á laugardeginum koma í Garðinn Örn Árna, Gunni og Felix, Soul Brothers, Bryndís Jakobs. Haffi Haff og fleiri. Alls kyns uppákomur verða um allt svæðið og ætti öll fjölskyldan að finna eitthvað við sitt hæfi.
Núna er bara að liggja á bæn í von um að veðursældin sem leikið hefur um landann síðustu tvær vikur haldist framyfir helgi. Leiðilegt að vera með svona glæsilega hátíð í rigningu og roki, en við erum að vísu öllu vön hérna á Suðurnesjum. Ég hvet alla sem hafa ekki skipulagt helgina að kynna sér dagskránna betur og koma við á Garðskaga um helgina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2008 | 00:40
Hundaæði
Mér var hugsað út í hundaeign í dag. Ég fór á hátíðarhöldin í skrúðgarði okkar reyknesinga. Það var annar hver maður með hund, enda hundahald yfir meðallagi hérna á Suðurnesjum. Flestir hundanna voru nú hinir rólegustu, en inn á milli voru hundar sem voru trítilóðir, geltandi og stjórnlausir þannig að eigendurnir áttu fullt í fangi með að halda þeim. Hjá sumum fékk hundurinn meiri athygli en sjálf börnin. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir sem eigi svona dýr eigi að skilja þau eftir heima þegar fjölmennar uppákomur eiga sér stað. Einn hundurinn óð á skó karlmanns sem stóð við hliðina og var maðurinn í mestu vandræðum með að losna við hundinn. Svo rak ég augun í skilti sem bannar hunda í skrúðgarðinum !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)