Segjum NEI

Hvernig er það hægt að leggja lög fyrir þjóðaratkvæði sem flestir eru sammála um að eru ólög. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ætla ekki að mæta og greiða atkvæði, hvaða skilaboð eru það ? Ef stjórnmálamenn sýna ekki í verki að það sé mikilvægt að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn og kjósa, hverjir eiga þá að gera það ? Ætla þessir sömu stjórnmálamenn að hvetja almennig til að nýta kosningaréttinn í næstu alþingiskosningum ?

Sá samningur sem forseti Íslands sendi til þjóðarinnar til að staðfesta eða hafna er hreinlega vondur, vondur fyrir almenning í landinu. Með þeim samningarviðræðum sem eru í gangi núna við Bretland og Holland, sanna að ríkisstjórnin er sammála um hversu vondur samningurinn er.

Ég hefði viljað fresta þjóðaratkvæðagreiðslu og láta þjóðina kjósa þegar lausn væri komin í samningarviðræðunum sem eru í gangi núna. Við erum að eyða 200 milljónum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem skiptir í raun litlu að mínu mati, þar sem lögin verða tekin til baka þegar nýtt samkomulag næst.

Þrátt fyrir það mun ég að sjálfsögðu mæta á kjörstað til að sýna vanþóknun mína á málinu og mun að sjálfsögðu segja NEI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband