Öreigð þjóðarinnar

Umræðan á þingi um Landsdóm virðist vera enn eitt málið sem tekur tíma og orku þingmanna frá þeirri vinnu sem nauðsynleg er. Um þúsund heimila verða boðin upp á næstunni þar sem fjölskyldur missa ofan af sér. Íbúðalánasjóður býðst til að leigja þeim húsnæðið til baka á leigu sem oftar en ekki er  hærri en sú greiðslubyrði sem er að buga fjölskyldurnar.

Þessi ríkisstjórn hefur tekist hið ómögulega að mínu mati. Að halda sjó í 2 ár með allt niður um sig. Það er eins og að óþarfa málefnum er kastað inn á Alþingi og þingmennirnir eru eins og sjóndaprir hvolpar sem rata ekki á spenann, hringsnúast um eigin skott. Hvaða vitleysa og tímasóun er það að eyða tímanum í vangaveltur um Landsdóm? Ég verð bara að viðurkenna að þótt Geir haarde og Ingibjórg Sólrún fái einhvern skilorðsbundinn dóm í nokkra mánuði, verð ég ekkert sáttari við stöðu mála í landinu.  Fókusinn er vanstilltur þingi og löngu tímabært að þar fari hjólin að snúast.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hvorki þrek né kjark til að takast á við vandann. Eina lausnin í þeirra huga er að hækka skatta, draga úr þjónustu, koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu, meina erlendu fjármagni aðgang að landinu og svona má áfram telja.

Almenningur myndar orðið langar raðir þar sem mataraðstoð er í boði í von um að fá aðstoð til að fæða börn sín, á sama tíma og allri fjárhagslegri ábyrgð er velt á herðar einstaklinganna í landinu. Skattahækkanir hafa aldrei skilað árangri, sagan segir okkur það. Gott dæmi er hækkun á áfengi.

Það er í raun ótrúlegt að ekki hafi brotist út kröftug mótmæli í samfélaginu. Við erum öll dofinn og höfum lagt árar í bát og beygt okkur undir kúgun heillrar þjóðar og með áframhaldandi stefnu núverandi ríkisstjórnar horfum við fram á öldu gjaldþrota minni fyrirtækja og aukið atvinnuleysi. Ef ekki er gripið í taumana og ríkisstjórninni komið frá blasir við okkur öreigð næstu 15 til 20 árin. Spurning að fólk safni í farseðla til að gefa börnum sínum í fermingagjafir með vorinu, hver vill að barnið sitt alist upp í vitleysunni sem ríkir á klakanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband