2.11.2010 | 00:19
Karíus og Baktus
Á litlu afskekktu skeri út á ballarhafi, bjó lítil þjóð með háleit markmið. Lífið var ljúft og stór hluti þjóðarinnar átti í sig og á og gátu leyft sér ýmsan munað sér til dægrarstyttingar og lífsgæða. Þjóðin mældist sú hamingjusamasta, óspilltasta og með ríkustu þjóðum á heimsmælikvaða og því ekki að undra að gleðið var við völd. Litlu eyjarskeggjarnir menntuðu sig og veittu góða þjónustu á öllum sviðum samfélagsins, en sumir léku sér að eldinum, á kostnað annarra.
Eins og hendi væri veifað strandaði skerið litla í Atlandshafinu og góð ráð voru dýr. Almenningur var reiður og kaus vinstri stjórn til að bjarga skerinu fallega og kom til valda norræn velferðarstjórn. Forystukálfar hennar voru Karíus og Baktus og hafði þjóðin mikla trú á nýrri forystu.
Karíus og Baktus höfðu aldrei fengið að ráða áður, en verkefnin voru stór og erfið. Áður en þjóðin vissi af, fóru þeir félagar á fullt skrið, hrifsuðu til sín lífeyrir, sparnað, laun, húsnæði og bíla af íbúum litla skersins. Þeir átu stoðir atvinnulífisins með bestu lyst, bönnuðu heilbrigðisþjónustu, barnabætur og komu í veg fyrir menntun. Lokuðu heimilum og stofnunum fyrir minni máttar en styrktu þó baráttu við hestapest þótt þjóðin svelti.
Karíus og Baktus voru aldrei saddir og boruðu endalaust í litlu þjóðina og urðu feitir og pattaralegir af eigin illsku í garð hennar. Erlend hjálp til að rétta við atvinnuvegina og lífið á skerinu birtist þeim í líki djöfulsins og voru kæfð um leið og þeirra var getið. Íbúarnir gátu ræktað sér kartöflur og lagt sér gras til munns eins og hver önnur dýr, á meðan Karíus og Baktus keyptu höll í Bretlandi fyrir 900 milljónir.
Karíus og Baktus voru reiðubúnir að fórna auðlindum skersins og húkka far með sósíalískri fléttu fjarlægra landa í von um ný embætti fyrir þá sjálfa. Þeir voru tilbúnir að fórna skerinu góða, sem áður fyrr var hamingjusamt, ríkt og gjöfult.
Áratuga valdahungur þeirra varð banabiti heillar þjóðar, þjóðar sem vonandi dregur þann lærdóm af, að vinstri stjórn er ekki rétta svarið fyrir skerið litla.
Eins og hendi væri veifað strandaði skerið litla í Atlandshafinu og góð ráð voru dýr. Almenningur var reiður og kaus vinstri stjórn til að bjarga skerinu fallega og kom til valda norræn velferðarstjórn. Forystukálfar hennar voru Karíus og Baktus og hafði þjóðin mikla trú á nýrri forystu.
Karíus og Baktus höfðu aldrei fengið að ráða áður, en verkefnin voru stór og erfið. Áður en þjóðin vissi af, fóru þeir félagar á fullt skrið, hrifsuðu til sín lífeyrir, sparnað, laun, húsnæði og bíla af íbúum litla skersins. Þeir átu stoðir atvinnulífisins með bestu lyst, bönnuðu heilbrigðisþjónustu, barnabætur og komu í veg fyrir menntun. Lokuðu heimilum og stofnunum fyrir minni máttar en styrktu þó baráttu við hestapest þótt þjóðin svelti.
Karíus og Baktus voru aldrei saddir og boruðu endalaust í litlu þjóðina og urðu feitir og pattaralegir af eigin illsku í garð hennar. Erlend hjálp til að rétta við atvinnuvegina og lífið á skerinu birtist þeim í líki djöfulsins og voru kæfð um leið og þeirra var getið. Íbúarnir gátu ræktað sér kartöflur og lagt sér gras til munns eins og hver önnur dýr, á meðan Karíus og Baktus keyptu höll í Bretlandi fyrir 900 milljónir.
Karíus og Baktus voru reiðubúnir að fórna auðlindum skersins og húkka far með sósíalískri fléttu fjarlægra landa í von um ný embætti fyrir þá sjálfa. Þeir voru tilbúnir að fórna skerinu góða, sem áður fyrr var hamingjusamt, ríkt og gjöfult.
Áratuga valdahungur þeirra varð banabiti heillar þjóðar, þjóðar sem vonandi dregur þann lærdóm af, að vinstri stjórn er ekki rétta svarið fyrir skerið litla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
Athugasemdir
Það er kominn tími til að bursta
Bjarki Á, 2.11.2010 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.