16.6.2008 | 17:15
Ísbjarnaflutningur á fjárlög?
Annar ísbjörn genginn á land og nærir sig á æðakollueggjum í góðu yfirlæti við bæinn Hraun í Skagafirði. Lítil stúlka varð vör við ísbjörninn og gerði viðvart. Ísbjörnin er rólegur en vegum hefur verið lokað og fólk beðið að halda sig inni. Beðið er eftir ákvörðun frá umhverfisráðherra, en skytturnar bíða og vona að drepa megi skepnuna. Ég studdi drápið fyrir tveimur vikum og geri það aftur núna. Við erum á engan veginn í stakk búin til að takast á við flutninga á þessum ísbirni, hvað þá þeim ærlega kostnaði sem því fylgir.
Við erum svo berskjölduð gagnvart svona dýrum, ísbirnir eru einu af þremur dýrum í heiminum sem éta fólk, hin eru krókódílar og tígrisdýr. Viljið þið vita af svona dýri lausu hérlendis? Ekki ég, þetta er bara spurning að verja sig og sína, kill og be killed.
Ég veit að það er falleg hugsun og hjartnæmt að hlífa dýrunum frá því að vera drepinn, sérstaklega þegar þau eru í útrýmingarhættu, en ég tel hér um algjöra tilviljun að ræða að við þurfum að drepa tvo ísbirni sama árið. Tel það verkefni að bjarga honum, deyfa og flytja til Grænlands sé verkefni upp á nokkrar milljónir og spyr mig hvort sú upphæð væri ekki velþegin annarsstaðar í samfélaginu? Hvað þá er þetta verður árleg uppákoma, þurfum við þá að setja í fjárlögin Ísbjarnaflutningur, 10 milljónir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Athugasemdir
Við verðum að læra að takast á við þessar hættulegu skepnur, það er þess virði að bjarga þeim ef það er möguleiki. Þeir eru í útrýmingarhættu þessar elskur.
Gleðilegan 17. júní
Elísabet Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 08:19
Björgúlfur Thor og Novator ætla víst að borga brúsann....Þannig að við getum sofið rótt og vitað með vissu að ríkisstjórnin sé ekki að "bruðla" með skattpeningana okkar ;)
Ég ætla svo að leyfa mér að spá að þriðji Ísbjörninn komi á land í Garðinum ;) geri sig heimakæran í garðinum hjá mömmu þinni og pabba ;)
Helgi Þór (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 08:58
Ísbjörninn má alveg fara í Garðinn að reyna finna mömmu og pabba en það eru nú komin nokkur ár síðan þau fluttu þaðan svo hann verður að leita lengi. Ég er sammála þér Addi og ef Björgúlfur Thor á svona mikið af pening sem hann veit ekki hvað á að gera við get ég alveg bent honum á margar lifandi mannverur í okkar þjóðfélagi sem gætu þegið þá lífgjöf sem hann er að gefa.
Ella Kata (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:15
Þarna gleymdi ég auðvitað að setja fyrir aftan "þar sem þau áttu heima"....veit ekki hvað ég var að hugsa, ég vissi að þau væru flutt....
En varðandi Björgúlf þá hlýtur maðurinn að geta gert það sem hann vill með peningana sína. Ég veit vel að það eru fjölmargir málaflokkar í samfélaginu sem þarf að gera betur við, sbr. málefni eldri borgara og svo gæti ég bent á málefni fatlaðra, sem eru til skammar hér á landi. Ég myndi nú frekar benda ríkisstjórninni á þá málaflokka sem betur mætti fara, enda er það þeirra hlutverk að tryggja öllum íbúum í landinu viðunandi lífskjör hefði ég haldið.
Við ættum nú bara að vera ánægð að Björgúlfur sé að bjóðast til að borga fyrir ísbjörninn, þá er þetta allavega ekki okkar skattpeningar sem fara í þetta.....
Helgi Þór (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:36
Sæll Helgi, gaman að sjá þig hérna, já foreldrar mínir fluttu úr Garðinum fyrir 3 árum þannig að ég hef engar áhyggjur ef ísbjörn stígur á land í Garði hehehe Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég er á móti björgun á svona dýrum er kostnaðurinn, við höfum nóg við skattpeninga okkar að gera en að henda milljónum í að flytja ísbirni ! Ég fagna því að Björgúlfur vill fjármagna verkefnið, gott mál bara.
Árni Árnason, 17.6.2008 kl. 13:30
Gott að hafa einhverja ríka til að bjarga ríkinu í svona málum. Leitt að bjössi skyldi ekki lifa þetta af.
Emil Páll (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.