18.6.2008 | 00:40
Hundaæði
Mér var hugsað út í hundaeign í dag. Ég fór á hátíðarhöldin í skrúðgarði okkar reyknesinga. Það var annar hver maður með hund, enda hundahald yfir meðallagi hérna á Suðurnesjum. Flestir hundanna voru nú hinir rólegustu, en inn á milli voru hundar sem voru trítilóðir, geltandi og stjórnlausir þannig að eigendurnir áttu fullt í fangi með að halda þeim. Hjá sumum fékk hundurinn meiri athygli en sjálf börnin. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir sem eigi svona dýr eigi að skilja þau eftir heima þegar fjölmennar uppákomur eiga sér stað. Einn hundurinn óð á skó karlmanns sem stóð við hliðina og var maðurinn í mestu vandræðum með að losna við hundinn. Svo rak ég augun í skilti sem bannar hunda í skrúðgarðinum !
Athugasemdir
Ég man vel eftir dúllunni honum Gutta. Ég og Ella spókuðum okkur um allan Garð og montuðum okkur með sitthvorn hvolpinn, Gutta ykkar og Tópías minn. Við vorum að deyja úr stolti sko.
Sammála með hundahald í margmenni, það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta, greyið hundarnir eru yfirleitt ekki að höndla svona samkomur. Manni stendur ekki heldur á sama um börnin sem vaða yfirleitt beint í þessi grey, það hafa nú ljót slys gerst og er ekki rétt að vera að storka örlögunum.
Elísabet Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 11:45
Svo ekki sé nú talað um STÓRA-DAN sem ég efast um að nokkur réði við ef hann tæki kast í miðjum mannfjöldanum. Mér finnst að það ætti algjörlega að banna hunda á svona skemmtunum, mér er ekki illa við hunda, síður en svo en mér er meira annt um litlu börnin sem þessar skemmtanir eiga nú að snúast um, ég vil að fólk geti verið áhyggjulaust með börnin sín í skrúðgarðinum án þess að þurfa hafa áhyggjur af því að börnin skríði á hundaskít eða að það séu þarna hundar sem eru kannski 3 sinnum stærri en barnið, sem gætu bitið það (allt getur skéð).
Ella Kata (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:39
Á ekki bara að skjóta hundræflana eins og Ísbirnina?? Þeir eiga það til að bíta fólk...
fowler (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:10
Þetta hefur þá verið bölvað hundalíf þarna í skrúðgarðinum. Ætli þeir hafi haft gaman að dagskránni?
Emil Páll (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:43
Þeir sem ekki hafa stjórn á hundunum sínum eiga að hafa vit á því að skella sér á námskeið ná stjórn og mæta stoltir með vel siðaða hunda á hinar og þessar samkomur , það er alveg óþolandi að sjá fólk með óþekka og illa siðaða hunda það kemur óorði á okkur hin :) það þarf bara ekki í dag það er til næg fræðsla .....
ólöf (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.