27.6.2008 | 00:21
Sólseturshátíð í Garði um helgina
Það er fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna og byrjar fjörið strax á föstudagskvöldinu þar sem meðal annars verður í boði tónleikar með Hjaltalín. Á laugardeginum koma í Garðinn Örn Árna, Gunni og Felix, Soul Brothers, Bryndís Jakobs. Haffi Haff og fleiri. Alls kyns uppákomur verða um allt svæðið og ætti öll fjölskyldan að finna eitthvað við sitt hæfi.
Núna er bara að liggja á bæn í von um að veðursældin sem leikið hefur um landann síðustu tvær vikur haldist framyfir helgi. Leiðilegt að vera með svona glæsilega hátíð í rigningu og roki, en við erum að vísu öllu vön hérna á Suðurnesjum. Ég hvet alla sem hafa ekki skipulagt helgina að kynna sér dagskránna betur og koma við á Garðskaga um helgina.
Athugasemdir
Til hamingju með að hafa verið valinn í þetta hlutverk. Verður örugglega mjög skemmtilegt hjá ykkur. Gunni og Felix voru að skemmta hérna á Akureyri á 17. júní og veistu að þeir voru ótrúlega góðir. Ég á elsta barn 13 ára þannig að ég er búin að fylgjast með þeim í mörg ár og þeir eru bara eins og gott rauðvín, verða betri með hverju árinu sem líður.
Með von um gott veður hjá ykkur og góða skemmtun.
kv. Anna Guðný
Anna Guðný , 27.6.2008 kl. 01:40
Verður boðið upp á veitingar ef maður hættir sér þarna út til marka hins byggilega heims?
:) kv. Íris
Íris stjórnó (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 08:23
Ég var voða glöð að sjá nafnið þitt í bæklingnum, gæti ekki verið betra. Hlakka til að sjá þig.
Elísabet Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 08:37
Takk fyrir kveðjuna að norðan Anna og Ólöf mín það er gott að það gleður þig að ég skuli vera kynnir ! ehhehe ég skal blikka þig :) Íris mín ég held að það sé tímabært að þú farir að láta sjá þig hérna suður með sjó !!
Árni Árnason, 27.6.2008 kl. 11:38
Gangi þér vel um helgina, rosalega verður gaman hjá þér að skemmta gömlu góðu vinunum þínum í Garðinum
Elenora Katrín Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 15:26
arrrggg. var búin að senda þér kveðju en allt fraus.. En allavega, þú stóðst þig bara mjög vel sem kynnir í rokinu um helgin!!! Ekki svo sem við öðru að búast!! Þetta var bara hressandi að standa þarna úti í rokinu!! Maður verður bara að fá sér eitthvað svona hýsi fyrir næstu hátíð svo maður sé inn hjá garðbúunum Þetta var nú pínu fyndið,, ekkert svo margir að horfa á skemmtiatriðin en svo fullt af fólki inn í hýsunum sínum að fá sér eitthvað volgt að drekka... ahahhaha.. en bið að heilsa í bili, Inga.
inga dís (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.