Hálfgert hundalíf

 Mig langar að deila með ykkur sögu, sögu sem er sönn. Það gerðist í þessari viku að einn fjölskylduhundur hér í bæ átti afmæli. Dóttirinn á heimilinu var friðlaus að gefa tíkinni afmælisgjöf í tilefni dagsins. Hún náði að draga pabba sinn út í Samkaup þar sem sú stutta hafði áður rekið augun í hundól sem henni langaði að gefa tíkinni.  

Pabbinn fór með dótturina en ólin var uppseld. Sú litla dó ekki ráðalaus og fann hundalakkrís í staðinn, sem pabbinn keypti. Þegar heim var komið spýtti afmælistíkin lakkrísnum út úr sér og vildi ekki éta hann. Lakkrís pokinn lág á borðinu þegar húsmóðurinn og sonur komu heim síðar um daginn. Pabbinn sat í stofunni og mamman og sonurinn komu og settust í sófan fóru að spjalla. Nema hvað þau voru með lakkrís ! Pabbinn var í vandræðum með að springa ekki úr hlátri og ákvað að segja ekkert. Þeim fannst lakkrísin ágætur og eftir nokkra bita af lakkrísnum gat pabbinn ekki setið á sér lengur og sprakk úr hlátri og sagði þeim að þau væru að borða hundalakkrís – lakkrísinn spýttist út úr þeim með látum.  

Ég vona að kreppan herði ekki svo að hjá mannskepnunni að við endum á því að snæða ódýrt gæludýrafóður hehehehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha, Ekki er þetta einn sem ég þekki?? ;) Er með ákveðinn aðila í huga.. hehe

Fowler (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Einhvern veginn hef ég ekki trú á því að það sé mikill munur á hundamat og öðrum mat.  Þetta er allt sama sullið.  Spurning hvort er ódýrara, það er kannski hægt að spara nokkrar krónur í kreppunni með því að kaupa sér hundar/kattarmat.  

Hefði nú samt viljað sjá svipinn á þeim.

Elenora Katrín Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 23:02

3 identicon

heheh ég sé þetta svo fyrir mer:) Mesta snilldin að hundurinn vildi þetta ekki einu sinni:)

Anna þóra (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:59

4 identicon

Hahahahhaha...báðar dætur mínar hafa japlað á kattaþurrmat, og ekki orðið meint af.  Bara ógeðsleg andfýla sem fylgdi....

B

Birta Rós (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Góður, og hundurinn sem vildi þetta ekki sjálfur.

Ég dey.

Elísabet Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband