Burt með Ólaf F. Magnússon

Það kemur mér ekki á óvart að einhver skjálfti sé í flokksbræðrum mínum í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon er engan veginn að höndla borgarstjóraembættinu og borginn er í hálfgerðri upplausn. Ólafur er sólóisti í þessu samstarfi og er ekki nægilega sterkur til að ráða við hlutverkið.  

Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í fréttum í gær að þungavigtarmenn í flokknum vildu fá borgarfulltrúa Framsóknarflokksins til að styrkja stöðu meirihlutans. Ólafur tekur af litlum krafti undir þær hugleiðingar, enda held ég að hann hljóti að sjá að hann er ekki sem blómstrandi rós í starfi sínu.  Ég vil bara að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp samstarf við Framsóknarflokkinn með því skilyrði að Hanna Birna taki loksins við borgarstjórastólnum. Ég var á því fyrir síðustu kosningar að Hanna Birna ætti að gefa kost á sér sem oddviti flokksins. Kosningarúrslitin hefðu orðið sterkari fyrir flokkinn. Vilhjálmur var búinn að vera áður en hann komst til valda.  

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vinna sér inn traust Reykvíkinga aftur og og sanna sig, Borgarfulltrúarnir eru kúgaðir að mínu mati í þessu samstarfi og flokkurinn þarf uppreisnar æru í borginni. Ég vona svo innilega að það styttist í valdatíð Hönnu Birnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Árni bara kvitta fyrir komuna langt síðan mar hefur kíkt við.Hafðu það bra gott ;)

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 05:50

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þetta er orðið eins og léleg sápuópera, bara alls ekki sniðugt.  Mér finnst að það ætti að leysa þetta allt upp og kjósa upp á nýtt.  Það er til fullt af góðu og vel menntuðu fólki í þessu landi sem mundi sóma sér vel í þessu embætti. 

Elísabet Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er nú sammála þér að eins og borgin er núna gegnur þetta ekki, það hlýtur öllum að vera ljóst.

Það verður eitthvað að gerast.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.8.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Helga Björg

eithvað þarf víst að gerast það er nokkuð ljóst

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 18:38

5 Smámynd: Helga Björg

er það þóra Kristín Ásgeirsdóttir ?

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Vá eins og hann Óli er orðinn sætur eftir að hann lét skeggið fjúka.  Nei ég er sammála þér, þetta er orðið ansi þreytandi þetta lið þarna í borginni, þau hefðu nú betur haldið í hann Árna okkar, þá væru þau í betri málum, ekki satt ?

Elenora Katrín Árnadóttir, 13.8.2008 kl. 23:48

7 identicon

Já þetta er nú orðið meira ruglið, segi ekki meira. Þessi valdapólitík er engan veginn jákvætt fyrir borgarbúa það er alveg ljóst. Ég er eiginlega alveg sammála Elísbetu um að það ætti að kjósa bara aftur, gæti trúað að það væri lang sniðugasta leiðin. Veit að Árni er ekki sammála því enda myndi Sjálfstæðisflokkurinn gera vel upp á bak þar, ef síðustu skoðanakannanir eru marktækar.

Varðandi það hvort Reykvikingar hefðu ekki betur haldið í hann Árna Sigfússon, hvernig endaði aftur "ferill" hans í borgar pólitíkinni?

Helgi Þór (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband