15.8.2008 | 02:32
Til hamingju Reykvíkingar
Núna er ég glaður fyrir hönd Reykvíkinga, Ólafur er allur, blessuð sé minning hans. Þetta var bráðnauðsynleg aðgerð Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna á eftir að standa sig vel, það er mín einlæg trú og ég hlakka til að fylgjast með henni í borgarstjórastólnum. Hún hefur tvö ár til að bretta upp ermum og rífa borgina upp úr vitleysunni og hún er rétta manneskjan í starfið.
Gærdagurinn var spennandi að mínu mati ég fylgdist stanslaust með og í bíðinni löngu um breytingar olli því að margar sögur fóru af stað og ég var orðinn smeykur á Tjarnakvartettinn kæmist aftur til valda. Sem betur fer varð ekkert úr því. Fjögra flokka meirihluti er auðvitað bara rugl og ekki mönnum bjóðandi, Óskar borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sá það sem betur fer í hendi sér. Þar að auki hefði verið hræðilegt að fá pólitísku frekjuskjóðuna Margréti Sverrisdóttur aftur inn hefði Ólafur hætt í borgarstjórn. Ég held að hún hafi ekki getað sitt sínu daglega lífi vegna anna við að skipta um stjórnmálaflokka eftir hentugleika í von um að vera einhversstaðar metin og lyft til metorða.
Ég óska Reykvíkingum til hamingju með nýjan borgarstjóra J
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna Árni. Gott að þú treystir á þetta.
Heldurðu að Hann Birna lagi til í skítnum. Hún var alla vegana komin með einkabílstóra og trúlega farin að draga til sín eins og aðrir í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Ég ætla nú ekki að hrópa af gleði fyrr en ég sé verkin tala.
Hvaða reynslu hefur Hanna Birna ? Skólun í Heimdalli.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 09:28
Gott að heyra að þú sért ánægður. Við hin erum alveg hætt að skilja þetta
Anna Guðný , 15.8.2008 kl. 13:06
Skrípaleikurinn í borginni heldur áfram....
Valdagræðgin hjá Sjálfstæðisflokknum heldur áfram og núna fara þeir í samstarf með flokk sem setti "rýting" í bakið á þeim fyrir innan um 10 mánuðum síðan og var Óskar Bergsson með í þeim gjörning.
Hvernig í ósköpunum geta þeir treyst framsóknarflokknum? Það féllu þung orð í garð flokksins úr herbúðum íhaldsins í október á síðasta ári og sökuðu þá um svik. Svo núna svíkur Óskar minnihlutann, var víst búinn að handsala að framsókn myndi standa með minnihlutanum og fara ekki í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er greinilega ekkert að marka hvað menn segja og lofa í pólitíkinni í dag, menn segja eitt og gera svo eitthvað allt annað.
En ég held að það sé morgunljóst að sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara að hrista eitthvað upp hjá sér, eru algjörlega handónýtir í borgarmálunum enda mælast þeir með alveg hrikalega lélegan stuðning þessa dagana. Mig minnir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn séu með eitthvað um 30 % fylgi samkvæmt síðustu skoðanakönnunum.
Við verðum þó að leyfa Hönnu Birnu að njóta vafans, hún fær víst 2 ár til að snúa hlutunum við, þ.e.a.s. ef það verður ekki myndaður nýr meirihluti, sem er alveg eins líklegt og ekki, sé tekið mið af skrípaleiknum hingað til á þessu kjörtímabili......
Helgi Þór (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:07
Já ég er sammála því að það sem liðið er af kjörtímabilinu hefur verið skrípaleikur út í gegn, en þar er ekki bara að sakast við Sjálfstæðisflokkinn, ég bendi nú á að Árni Þór Sigurðsson frá Vinstri Grænum var nú í plott fýling að reyna að láta Ólaf segja af sér og ganga úr borgarstjórn til að Tjarnakvartettinn kæmist aftur til valda, því spyr maður sig hvort það sé ekki sama rassgatið undir þeim öllum þarna. Það segir sjálft að það var ekki hægt að starfa með Ólafi , hann var sólóisti með öllu í störfum sínum fastur í viðjum vanans. Ég spyr mig líka af hverju þarf miðborgarstjóra með 800 þúsund á mánuði til að berjast gegn veggjakroti? Það er tímabært að það færist stöðugleiki á borgarmálin og ég hef trú á Hönnu Birnu hvað það varðar. Meirihlutar í bæjar- og ríkisstjórnum geta sprungið og það er ekki hollt að stjórnmálaflokkar gefi það út að þeir vilji ekki vinna með þessum og hinum líkt og Samfylking og Vinstri grænir hafa gert í borginni. Af hverju ætti almenningur að kjósa flokka sem hafa takmarkaðan áhuga að vinna í samstarfi við aðra um hag borgarinnar ? Þetta er eins og í sandkassanum á leikskóla, ég vil ekki leika við Helga ! Óskar gat valið um að taka þá í cokteilhristingi Tjarnakvatettsins eða farið með Sjálfstæðisflokknum - auðvitað er eðlilegra að velja Sjálfstæðisflokkinn þar sem tveir flokkar þurfa að ná saman um málefni sín í stað þess að fjórir flokkar náðu að sjóða eitthvað saman. Framsókn kemur fleirum málefnum sínum fram með þessum hætti og þótt samstarf flokka slitni á einhverjum tímapunkti þá á það ekki að þýða að þeir geti ekki starfað saman á nýjan leik. Það væri þá eitthvað vandamálið í landspólitíkinni ef svo væri, hver vinstri stjórnin að fætur annari sem hafa sprungið !
Árni Árnason, 15.8.2008 kl. 13:55
Hjartanlega sammála með Ólaf, hann mátti alveg missa sig. En hvað með lýðræði í þessu landi, þetta fólk var ekki kosið inn í borgarstjórn. Afhverju er ekki úreltum reglum breytt og kosið aftur? Það væri það eina réttláta í stöðinni. Það er búið að ljúga upp í opið geðið á öllum (ég veit, reyndar ekkert nýtt) og fólk er komið með upp fyrir haus af þessum skrípaleik.
Hafðu góðan dag Addi minn
Elísabet Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 15:04
Ég ætla að segja sem minnst svo Helgi Þór fari ekki að skjóta á mig
Mér líst mjög vel á Hönnu Birnu, mér sýnist hún vera kona sem segir sex, vonandi nær hún að lagfæra þetta ástand í borginni, allra vegna (vinstri, hægri, niðri, uppi, grænna og alla hinna) Nú ef ekki þá bara verður skipt um og skattgreiðendur mega borga 5 borgarstjóralaun
Elenora Katrín Árnadóttir, 15.8.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.