Traðkað á smáríki

Sá í fréttunum aðfarir rússa gagnvart fréttamönnum í Gerorgíu. Það voru sýndar myndir af fréttamönnum í bíl og rússarnar skutu eins og þeir ættu lífið að leysa á bíl fréttamannanna. Þeir lifðu sem betur fer af en litlu mátti muna, þeir stigu út úr bílnum án þess að vita hvort líf þeirra væri með öllu lokið. Þeir voru teknir og pyntaðir í staðinn.  

Himinn og haf skilur á milli hernaðargetu Rússlands og Georgíu og það er hreint með ólíkindum að stórveldi geti í raun leyft sér að nota hernaðarlega yfirburði sína gagnvart smáríki með þessum hætti. Mest er ég hræddur um að mannvitsbrekkan G. Bush forseti Bandaríkjanna fari að skipta sér að, eins og honum einum er lagið. Það yrði nú eitthvað ef USA og Rússland færu í hart saman ! Við yrðum án efa hernumin á nýjan leik !  

Þrátt fyrir áhyggjum af málefnum á alþjóðargrundvelli ætla ég að reyna að taka því rólega og fara í sumarbústað í Þrastarskógi í kvöld og skila áhyggjurnar eftir heima.  

Njótið helgarinnar, það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Kom ekki skip frá USA með hjálpargögn til Georgiu og Rússarnir urðu alveg brjálaðir.  Eða heyrði ég vitlaust?  Annars halda Ameríkanarinir að þeir eigi alheiminn.

Góða helgi og skemmtun í bústað.

Elísabet Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband