Kjósendur sviknir

Hvert stefnir pólitíkin í dag? Frambjóðendur hlaupa í fýlu og segja sig úr stjórnmálaflokkum ef ekki er allt eftir þeirra höfði. Marsibil hefur nú yfirgefið Framsóknarflokkinn af því að hún hefur ekki trú á nýjum meirihluta í Reykjavík og er greinilega komin í hóp með Margréti Sverrisdóttur sem er alltaf í hlaupaskónum á milli flokka. 

 Þeir einstaklingar sem gefa kost á sér á framboðslista gerir það vegna eigin sannfæringar að hafa eitthvað fram að færa. Stjórnmálaflokkar mynda sér stefnu í öllum málaflokkum og þeir sem hafa áhuga á að fara í framboð ganga í þann stjórnmálaflokk sem á samleið með hugsjón þeirra.  Kjósendur kjósa svo þann framboðslista og málefni sem þeim hugnast í von um að framboðendur geri sitt að mörkum til að ná málamiðlunum í samstarfi við aðra flokka, þar að segja ef framboðslistinn fái ekki hreinan meirihluta.

Stjórnmál eru málamiðlanir til að vinna að hag samfélagsþegnanna. Marsibil og fleiri sem hlaupa undan merkjum eru því augljóslega að svíkja kjósendur. Stjórnmálamaður sem neitar að vinna með þessum eða hinum takmarkar verulega meirihlutaþátttöku stjórnmálaflokks sins og það væri nú gott að kjósendur vissu það fyrir fram áður en þeir kjósa flokk sem hefur slíka stjórnmálamenn að geyma. Af hverju leit Marsibil ekki á þetta sem tækifæri fyrir sig að sanna sig sem varaborgarfulltrúi og formaður nefnda og ráða. Þá hefði hún skilað þeirri vinnu sem kjósendur gerðu kröfu um þegar þeir kusu Framsóknarflokkinn, nei hún ákvað að ganga á bak við orða sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Gaman að geta verið sammála þér um eitthvað :-) Það er óþolandi að menn víki sér sífellt undan þeirri ábyrgð að sinna þeim störfum sem þeir eru kjörnir til. Þetta kemur nú samt skýrast fram í viðbrögðum Samfylkingar þegar þeir afskrifuðu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vegna þess að það væri ekki pólitískt klókt. Það eru nú ljótu aumingjarnir sem geta ekki bara hundskast til að vinna vinnuna sína, fái þeir tækifæri til. Menn bjóða sig fram til þess að stýra sveitarfélögunum og það á að vera forgangsverkefni, en ekki að þóknast vinsældakönnunum.

Þeir mega hins vegar alveg eiga Marsibil fyrir mér, fyrst hún er ekki meiri bógur en þetta.

Kveðja Hrannar 

Hrannar (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Himmalingur

Sammála Sigurbjörgu! Endurtekið klúður hjá sjálfstæðismönnum og sýnir græðgi Óskars í völd! Makalaust að sjálfstæðismenn skuli klikka á þessu tvisvar í röð! Segir allt sem segja þarf um þetta blessaða fólk, sem ætti að skammast sín og snúa sér að einhverju sem hentar þeirra þroska og samviskuleysi!

Himmalingur, 18.8.2008 kl. 18:29

3 identicon

Marsibil var sannarlega höfð með í ráðum. Hún fékk bara ekki að ráða þessu. Þegar afstaða hennar var ljós var ekkert meira upp á hana púkkandi. Það lá fyrir að það þyrfti að stjórna borginni og ekki væri hægt að mynda meirihluta með f-listanum.

kv. Hrannar

Hrannar (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Árni Árnason

Sæl Sigurbjörg, gaman að sjá þig hérna. En þér að segja þá talaði Óskar við hana áður en hann gekk á fund sjálfstæðismanna og sagði henni frá hugmyndum sínum um að ganga til samstarfs við sjálfstæðismenn. Hún hafði ekki áhuga, var ekki reiðubúin að skoða alla kosti í stöðunni til að koma sínum málefnum og hugsjónum á framfæri. það hefði hún gert ef hún hefði gengið með Óskari á fund Hönnu Birnu og um leið orðið liðtækur þátttakandi um stjórnun borgarinnar. Lítil rödd segiru, er nú ekki sammála þér hvað það varðar. Bara Óskar og varaborgarfulltrúi hans geta sinnt formennsku í nefndum og ráðum. Ég hef nú fulla trú á því að það sé gott tækifæri að sinna formennsku á vegum borgarstjórnar, það má ekki gera lítið úr því.

Hilmar talar um græðgi í völd, hmm út á hvað gengur pólitíkin ? Völd, er það ekki - til að hafa áhrif, þess vegna fara menn í pólitík.

Árni Árnason, 18.8.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Himmalingur

Árni: Þetta er nú bara snúningur hjá þér! Pólitík dagsins í dag: Fórnum fjöldanum fyrir örfáa! Pólitík dagsins í dag: Svik og prettir! Pólitík dagsins í dag: Við berum enga ábyrgð, nú svo er þetta allt hinum að kenna! Árni minn góður: Það vill nú bara þannig til að Marsibil hefur samvisku og fórnar ekki,eða selur sálu sína (eða annarra ) fyrir FLOKKINN!

Himmalingur, 18.8.2008 kl. 19:22

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Árni ég er alls ekki sammála þér með að allir sem eru í pólitík vilji komast til valda. það er fólk sem vinnur mikið í pólitík en vill ekki vera á listum eða hafa sig frammi.

Getur ekki verið að það sem Óskar ætlaði að skrifa upp á hjá Hönnu Birnu hafi verið langt frá skoðunum Marsibilar og jafnvel flokksins, sem hefur kanski selt "sálu" sína.

Ég held að það sé margt í öllu þessu ferli sem fáir vita. Ég hef alla vegana trú á því.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.8.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég ber virðingu fyrir Marsibil sem er greinilega ein af mjög fáum hugsjónamönnum í þessari pólitík.  Mér finnst gott hjá henni að fylgja eigin sannfæringu og ekki stökkbreytast í ljúgandi valdagráðugan pólitíkus.  Ég vildi óska þess að það væru allir eins og hún, hugsjónamenn sem vinna fyrir fólkið en ekki bara hugsandi um sitt eigið þurfandi rassgat.

Elísabet Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband