Áfram Ísland !

Ísland er á öðrum endanum yfir velgengni íslenska handboltaliðsins á Olympíuleikunum, enda engin furða. Strákarnir hafa staðið sig með slíkum ágætum að maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég hef fylgst með landsliðinu í handbolta í mörg ár. Ég er nú samt laus við öll íþróttagen, en það sem varð til þess að fylgjast með landsliðinu var að Róbert Sighvats frændi lék með liðinu fyrir mörgum árum. 

Að sjálfsögðu stóð maður með frænda og horfði á leikina stoltur, sama geri ég nú og það var ótrúleg gæsahúð sem greip mann við sigurinn á Spán. Það var frábært að sjá í fréttum hvað þjóðin stendur með strákunum, áhugi og stuðningurinn endurspeglast í öllum aldri þjóðarinnar og það er svo gaman að sjá hvað við getum tekið okkur saman og verið sem eitt þegar þess ber undir.  

Ég er virkilega bjartsýnn á að strákarnir sigri frakkanna á sunnudagsmorgun og að sjálfsögðu vaknar maður til að horfa á leikinn, þetta verður stund sem engin íslendingur ætti að missa af. Ég sendi strákunum okkar baráttukveðjur til Kína, þeir hafa skráð sig í íþróttasögu þjóðarinnar með svo glæsilegum hætti að íslenska stoltið og þjóðremban brýst út í manni. 

 Eigið góða helgi og ekki missa af leiknum !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

ÁFRAM ÍSLAND

Elenora Katrín Árnadóttir, 23.8.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Helga Björg

Afram Ísland hér er horft á þetta á netinu og hlustað í beinni á lýsingarnar ,passar ekki alveg saman en gengur :)

Helga Björg, 23.8.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Anna Guðný

Já, já, eigum við ekki bara að segja að allir á heimilinu fari á fætur að horfa á íþróttaviðburð kl. átta á sunnudagsmorgni. Það yrði þá í fyrsta sinn í sögu fjölskyldunnar.

En að allt öðru, má ég spyrja hvað á Reykjanesinu þú býrð?

Anna Guðný , 23.8.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Úff ég er að deyja hreinlega úr spenningi.  Stoltið er drepa mann líka svo maður veit ekki hvort maður komist lífs af.

Þeir eru FRÁBÆRIR þessir strákarnir okkar á stórasta landinu okkar.

Góða skemmtun í fyrramálið

Elísabet Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 21:52

5 identicon

Klukkaði þig, kíktu á bloggið mitt...

Fowler (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband