16.3.2009 | 14:14
Rándýrt stjórnlagaþing
Á meðan almenningur horfir fram á skerta heilbrigðisþjónustu um allt land, lokun deilda og skurðstofa, er ríkisstjórnin að skoða stjórnlagaþing. Geir Haarde og Birgir Ármannsson fóru fram á að vita áætlaðan kostnað við slíkt þing. Tölurnar eru sláandi, stjórnlagaþing sem starfar í 10 mánuði: 1.176 milljónir króna, stjórnlagaþing sem starfar í 18 mánuði: 1.731,6 milljónir króna og stjórnlagaþing sem starfar í 24 mánuði: 2.148 milljónir króna.
Er nauðsynlegt að eyða 1 til 2 milljörðum í spjallþing um stjórnarskránna okkar? Er þetta rétti tíminn til að eyða slíkum upphæðum? Ég get ekki séð það. Ég er alfarið á móti þessum hugmyndum og það sýnir hvað vinstri stjórnir eru ekki í takt við samfélagið. Vilja hækka skatta á meðan engar vaxtalækkanir eru í kortunum hjá þeim. Há verðbólga, atvinnuleysi, háir vextir, skert þjónusta í velferðarkerfinu og þá er þetta til umræðu.
Ég vona að almenningur átti sig á stöðunni og kjósi eitthvað annað en þessa veruleikafirrtu ríkistjórnarflokka í kosningunum í apríl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.