Hvar endar þetta allt saman ?

Vinstri stjórnin er alveg að slá í gegn á þessum 80 dögum. Fyrst var eytt á annan tug daga í að reka einn opinberan starfsmann, þjóðin blæddi á meðan. Þá er tekist á við stjórnlagaþing með kostnað upp á tvo milljarða, þjóðin blæðir ennþá. Og núna er þriðja baráttumálið hjá  vinstri stjórninni og það er að loka nektarstöðum.


Forsjáhyggjan er  yfirgengileg og núna megum við ekki búa við það val að fara á nektarstaði. Persónulega er það eitthvað sem ég sæki ekki og er alveg sama þannig lagað, en mín afstaða þar ekki að ná yfir alla aðra í samfélaginu.


Ég veit að rökin á bakvið aðgerðirnar eru að koma í veg fyrir mannsal. Það er nú þannig að það er nú hægt að setja lagaramma utan um slíkt og framfylgja regluverkinu með öflugu eftirliti. Ég er alfarið á móti forsjárhyggju og höftum í samfélaginu sem kemur beint niður á frelsi einstaklingsins.


Vinstri stjórnin er á villigötum, bankarnir óstarfshæfir, atvinnuleysið ráðandi, heimilin eru í miklum vanda, fyrirtækjum lokar, og málin snúast um það að loka nektarstöðum, hvar endar þetta allt saman ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála með margt sem þú segir, það hefði þurft að vera búið að gera svo miklu miklu meira. En engu að síður þá geta sjálfstæðismenn lítið sagt, þeir sátu við völd í 4 mánuði eftir hrun og nánast ekkert gerðist á þeim tíma.

Ég er hreinlega farinn að halda að ég skili auðu í vor..........

Helgi Þór (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:15

2 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér Helgi, Helvítis fokking fokk!! Það þarf bara að hreinsa út úr þessu andskotans alþingi, bara burt með allt liðið sem var þarna fyrir hrun og þá sem áttu að "redda" málunum eftir á...

Mig er farið að gruna að það á enginn eftir að fara í fangelsi fyrir þetta "þjóðarmorð" en það á ekki að hika við að fangelsa fólk fyrir að greiða ekki hraðaksturssektir og þar fram eftir götunum...

Hinn sérstaki saksóknari mígur bara upp í vindinn eftir ábendingum í stað þess að fara af stað sjálfur, var kannski verið að hola einum "þægilegum" þarna niður eða?

Væri ráð að láta þessa Evu Joly taka þetta bara að sér, ekki bara sem einhvern ráðgjafa heldur sem aktívan saksóknara.. Þá væri vafalaust að hristast í stoðum þingheims... Og víðar...

Fowler (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:53

3 identicon

alveg er ég gasalega sammála þér Árni. Það er ekki beinlínis verið að velja gáfulegustu baráttuefnin miðað við það sem liggur fyrir okkur. Er þetta það sem koma skal með vinstri stjórn?

Ekki get ég sagt að það sé tilhlökkun í huga.....

Harpa Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband