Já er það Ólafur ?

Ég segi nú bara stutt og laggott um ræðu forsetans, að það var verst að þjóðin tók ekki af festu og öryggi valdið sem henni bar í síðustu forsetakosningum! Kosið í burt gólftusku útrásarvíkinganna, sitjandi forseta okkar sem kann ekki að skammast sín !!! Ekki axlar hann ábyrgð á gjörðum sínum - réttast væri að boða til mótmæa á Bessastöðum og taka úr ruslið sem þar situr.

Ólafur hefur í ljósi eigin hagsmuna gengið of langt fyrir sér útvalda útrásarvíkinga. Verið á ferðinni í einkaþotum og í afslöppun í snekkjum þeirra. Forsetinn á að sjálfsögðu að vekja athygli á íslenskri framleiðslu og kynna land og þjóð á erlendri grundu. En hann á ekki að beita sér í viðskiptabraski með tuskuverslanir og áhættusömum viðskiptum.


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Á forseti ekki að styðja við bakið á íslenskum fyrirtækum á alþjóðavettvangi?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 15.5.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Árni Árnason

Jú að sjálfsögðu á hann að gera það, ekki bara nokkur fyrirtæki þar sem sérhagsmunir hans eru höfð að leiðarljósi

Árni Árnason, 15.5.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Georg Birgisson

Árni, þú ert nú ekki að fara með rétt mál með þessari yfirlýsingu. Ólafur Ragnar hefur sem forseti stutt við mikinn fjölda smærri sem stærri fyrirtækja við að ná samböndum erlendis þó minna hafi farið fyrir því í fjölmiðlum. Einnig hefur hann stutt við fjölda listamanna. Svo ekki sé minnst á þátt forsetafrúarinnar.

Bæti því við til að forðast misskilning að ég er ekki og hef aldrei verið hrifinn af Ólafi sem forseta né kosið hann.

Georg Birgisson, 15.5.2009 kl. 15:15

4 identicon

Ég er alveg sammála þér, hann þykist vera eitthvað meira en hann er. Hann er tækifærissinnaður maður og nýtir sér styrki annara sem sína. Notar orð annara og segir þau vera sín. Algjör ræfill þessi forseti okkar!

Elli (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ólafur hafði ekki aðrar upplýsingar en almenningur um málin, hann gat ekki annað en treyst stjórnmálamönnum sem lofuðu útrásina og voguðu sér að kalla þá fífl sem drógu hana í efa. Það er skylda forseta að styðja landið, fyrirtæki og landsmenn eftir bestu getu og miðað við upplýsingarnar sem "innherjarnir" veittu honum var ekkert rangt við það að lofa mennina sem með bókhaldsbrellum létu virðast sem þeir væru að mala gull en ekki stela því. Seðlabankinn, FME og ráðherrar síðustu ríkisstjórna eru ábyrg og kalla ég "innherja"

Ólafi var mótmælt en hann afvopnaði mótmælendur með því að opna fyrir þeim dyrnar og tala við þá eins og fólk! Í stað þess að siga á þá lögreglunni. Íhaldsamt fólk bara er ófært um að skilja þessa lógík.

Björn Halldór Björnsson, 15.5.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Anna Guðný

Mig langar til að taka undir það sem hann Björn Halldór segir hér að framan. Skil ekki  að Ólafur Ragnar hafi átt að vita eitthvað annað en við hin. Ég er alls ekki sammála öllu sem hann segir eða gerir en þetta finnst mér hann eigi ekki skilið.

Hafðu það annars bara gott.

Anna Guðný , 15.5.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband