Færsluflokkur: Ferðalög

Akureyri klikkar ekki

Það vantar ekki hvað Akureyri er alltaf jafn glæsilegt og sjarmerandi bæjarfélag. Ég er staddur í höfuðborg norðurlands og hér er gott að vera. Ég kom hingað í gærkvöldi, en hluti fjölskyldunnar er búin að vera hérna síðan á föstudag. Ég kom eigilega bara vegna þess að foreldrar mínir ætluðu til Grímseyja í dag. Þegar við vöknuðum á sjöunda tímanum í morgun var svo mikil þoka að hætt var við ferðina. Stuttu síðar var þokan horfin og við svekkt að hafa ekki tekið sjénsinn.  

En það er bara í góðu, hérna blómstrar lífið og það verður bara gaman að njóta veðursins í dag. Við munum samt ekki fara langt þar sem að Árni Þór sonur Bjargar systir snéri sig eitthvað og á tíma hjá lækni um miðjan daginn. Það er víst mikill áhugi fyrir Kjarnaskógi og jólahúsinu, þannig það verða án efa áfangastaðirnir í dag. Mig langaði að vísu til Húsavíkur en það verður kannski á morgun. Svo er á morgun tónleikar hérna sem mig langar soldið á og þarf að vinna í því að smita út frá mér til að ná einhverjum með mér. Kristjana Stefánsdóttir söngkona með meiru heldur tónleika í Ketilhúsi. Hún er þvílíkt góð söngkona, djassari, blúsari og hvað eina. Þetta kemur bara allt í ljós, ætla að hafa það að leiðarljósi að njóta þess að vera loksins kominn í sumarfrí.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband