Fagna Hönnu Birnu

Ég fagna ákvörðun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði þeirra leiðtogi. Ég hef verið á þeirri skoðun að Hanna átti að leiða listann í síðustu kosningum, er handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið hreinan meirihluta.

Með allri virðingu fyrir Vilhjálmi þá var hans tími liðinn. Hönnu bíður ærið verkefni að rífa flokkinn upp úr 27% fylgi sem er ólíðandi, ég treysti henni til þess. Hún þarf að ná að koma á stöðugleika í borgarstjórnarmálunum, vinna inn traust reykvíkinga á nýjan leik og sýna að flokkurinn er hæfur til forystu. Í borgarstjórnarflokknum er ungt fólk sem er tilbúið að axla ábyrgð, best hefði verið að Vilhjálmur drægi sig ég hlé og léti þeim eftir stjórnartaumanna.  

Ég hlakka til að fylgjast með Hönnu sem borgarstjóra, hún fær samt ekki langan tíma til að snúa málunum í hag flokksins, en ég hef túr á henni og vona að reykvíkingar kjósi Hönnu Birnu til forystu í næstu borgarstjórnarkosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband