Merzedes Club púaðir niður

Ég hef mikinn húmor fyrir Gillz eða Agli Einarssyni. Þessi Fm-hnakkahroki hans er skemmtilegur og ég hef gaman að lesa það sem hann lætur eftir sér hafa. Á því var engin breyting í Fréttablaðinu í gær. Þar telur hann sig vera fórnarlamb sveitamennsku, eftir að hljómsveitin Merzedes Club var hreinlega púuð niður á landsmóti hestamanna á dögunum.  

Umboðsmaður hljómsveitarinnar vill meina að þegar Haffi Haff fór að taka einhverja svona “gay-klúbba-takta” þá svelgdist einhverjum bændum á bjórnum sínum !!! ehhehe Ég verð nú að segja það að ég var nú staddur í brekkunni á landsmótinu þegar þessi hljómsveit mætti á svæðið. Og ég verð líka að segja það að það voru nú ekki bara nokkrir bændur sem púuðu, það var bara stór hluti fólksins í brekkunni. Alla vega allflestir í kringum mig.  

Það var mjög augljóst að tónlistarflutningur hljómsveitarinnar féll ekki undir það að vera lifandi flutningur, heldur var hann á geisladisk og þegar lagið sem Haffi Haff syngur með þeim var hann byrjaður að syngja, en ekki mættur á svæðið heldur var kallað á hann og hann hoppaði inn á sviðið þegar lagið var komið vel á veg. Klaufalegheitin fóru í taugarnar á fólki í brekkunni og tónlistin og vöðvahnykkirnir voru bara ekki að heilla, því miður Gillz.  

Sveppi var kynnir á landsmótinu og fór á kostum og ákvað að slá upp léttu gríni þar sem hann sá að hljómsveitin var ekki að ná til áhorfenda og reif sig úr að ofan og upp á sviðið til vöðvafjallanna. Sveppi náði að taka mesta höggið af Merzedes Club og sagði svo í lokin að hljómsveitin ætlaði að taka 12 lög í viðbót og þá púaði mannfjöldinn. Hvað um það að þessi hljómsveit eigi ekki eftir að vera langlíf að mínu mati þá vona ég svo innilega að Gillz haldi áfram að svara með þeim hætti sem hann gerir áfram svo ég geti skemmt mér við lesturinn. Bara svona í lokin er hérna partur af svari Gillz við púinu::

„Meðal þorra gesta en það voru einhverjir 30 gæjar með órakaðan pung og 50 kílóum of þungir sem voru með dólg. En þeir sögðu nú ekki mikið þegar við hittum þá. Grjótharðir uppí stúku en þegar þeir mættu Stóra G [Agli] þá var nú ekki uppi á þeim tippið."

Egill segir þetta ekkert óeðlilegt. Velgengnin á sér óvini. „Ég skil það vel. Ég væri sjálfur pirraður. Þarna var ég, ógeðslega flottur rúntandi um á 400 hestafla Bens, tek 150 kg í bekk ... það eru ekkert allir sem höndla það."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Æi ég vorkenni alltaf svo þeim sem eru púaðir niður, ég fæ alltaf fyrir hjartað, það er svo dónalegt eitthvað.  Ég er samt ekki alveg að hafa húmor fyrir þessum hnakkaegóistum.  Ég er greinilega ekki að höndla þetta .

Elísabet Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Anna Guðný

Já, er eiginlega sammála Elisabet. Fæ svona sambland af kjánahrolli og vorkunn. Skilja þeir ekki málið? Sjá þeir 30, þegar það eru kannski 300 eða 3000 eins og voru að úa á þá á landsmótinu?

En verð nú að viðurkenna að ég er ekki með húmör fyrir þeim.

Anna Guðný , 17.7.2008 kl. 10:47

3 identicon

Árni Árna ber að ofan uppi á sviði á næstu sólseturshátíð

Bjarki (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Ég er ekki að skilja þessa gaura, mér finnst vera of mikil sjálfsaðdáun í gangi.  Það er til millivegur, auðvitað er gott að fólk skuli hafa sjálfstraust og allt það en öllu má ofgera.

Elenora Katrín Árnadóttir, 17.7.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Anna Guðný

Ef það sem Bjarki talar um hér gerist, þá lofa ég hér með að leggja á mig ferð á þessa hátíð að ári. Og ég get sagt að ef ég lofa því, þá er ég að lofa miklu. Það er engin garenti að eiginmaðurinn komist með, þarf að passa á sjónum hjá honum. Og ég er hundlöt að keyra svona langt ein, syfjar svo agalega.

Anna Guðný , 17.7.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Árni Árnason

ahahha Já er bara verið að hvetja mann til að fara úr að ofan !! það er eins gott að maður hafi tæpt ár til að stunda ræktina að kappi !! hehee Takk fyrir stuðninginn Anna Guðný, en þar sem ég tel litlar líkur á því að ég verði aftur kynnir á Sólseturshátíð Garðmanna (þeir hljóta að vilja einhverja tilbreytingu) og ekki vil ég að þú sofnir undir stýri að þá verð ég bara að senda þér bara mynd af mér ! svo lengi sem þú lofar að deila henni ekki með öðrum skvísum þarna fyrir norðan ! hahahahah

Árni Árnason, 18.7.2008 kl. 02:12

7 identicon

Þetta var klárlega toppurinn á þessari ferða,, Þetta var ekkert smá flott show hjá þeim enda eitt stærsta show hjá þeim sem þau hafa haldið.... vona bara að þeir verða aftur eftir 2 ár.... Gillz Takk fyrir mig og þessa frábæra skemmtun ég gat alvega dillað mér eftir MC allt kvöldið,,, svo til að toppa þetta þá hitti ég hann á ballinu um kvöldið og fékk eiginhandaáritun,,,

NOT

Teddi (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:05

8 Smámynd: Anna Guðný

Ekki spurning Árni. Samt spurning hvort ég gæti boðið hana upp hér á blogginu. Örugglega einhverjar sem vilja bjóða í þig.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 19.7.2008 kl. 00:16

9 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Vona að þú verðir kynnir næsta ár Addi, þú varst svo gasalega flottur í þessu.  Ekki verra ef þú tekur þessari áskorun, það yrði fullt út að dyrum .

Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband