Stormur í vatnsglasi

Það er vandlifað í þessum heimi, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur stofnað heimasíðuna ljosalag.com þar sem hann er ósáttur við Ljósalagið 2008 og hvernig staðið var að vali lagsins, greint er frá þessu á visir.is. Það virðist ætla  ekki að vera þrautarlaus ganga að velja þetta blessaða lag fyrir þessa frábæru fjölskylduhátíð okkar Reyknesinga.  

Í fyrra varð allt brjálað þar sem lagið hét “Ó Keflavík” sem fór fyrir brjóstið á Njarðvíkingum, þá aðallega vinum mínum Gísla Þór og Ólafi Thordersen, sem grétu krókódílatárum yfir textanum. Núna er það að dómnefndin skyldi hafa náð að velja fimm lög til úrslita á tæpum sólarhring sem virðist fara fyrir brjóstið á Guðmundi Rúnari.  Það bárust 40 lög í keppnina, ég áætla (tek það fram að ég er bara segja mína tilfinningu í málinu) að svona helmingurinn af lögunum hafi verið rusl sem hægt hafi verið að slökkva á eftir stuttan tíma. Hinn helminginn má alveg hlusta á nokkrum sinnum á þessum tíma, hvað þá þar sem að mjög færir einstaklingar á sviði tónlistar sátu í dómnefnd. Ætlið þið að segja mér að Bjarni Ara hafi bara verið í dómnefnd með hangandi hendi og bara valið eitthvað ? Hvað þá Védís Hervör ?  

kom mér að sjálfsögðu ekki í opna skjöldu þegar ég fór á ljosalag.com að fyrsta lagið sem hægt er að hlusta á þeirri síðu sé lag eftir Guðmund Rúnar ! Ég meina come on, það er lágmarkið að fullorðið fólk kunni að taka ósigri með reisn. Þessi megn óánægja sem á að vera um Ljósalagið 2008 er stormur í vatnsglasi eins manns í Reykjanesbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Láttu ekki svona Árni, Guðmundur er sár og vill vera númer eitt eins og svo margir. Hefði kanski verið sniðugt að velja líka verstu lögin ??? segji nú bara svona.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.8.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis greinilega, alltaf einhverjar neikvæðnisraddir. 

Hlakka til að heyra þetta lag.

Elísabet Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 22:54

3 identicon

Heil og sæl. Flott hjá ykkur að hafa skoðun á mönnum en ekki málefnum. Svoleiðis er það bara stundum í þessum heimi.

Athugasemdir mínar hafa fyrst og fremst snúist um eftirfarandi; ( sem já má á slóðinni ; http://www.vikurfrettir.is/entry.php?w=ljosalag&e_id=758

en læt hér fylgja fyrir þá sem nenna að lesa:

1. Krafist var að skila þyrfti lögum full unnum í mp3 útgáfu eða á geisladisk. Með þeirri ákvörðun var stór hópur af lagahöfundum, þá sérstaklega þeim sem eru í yngri kantinum, útilokaður. Því, það kostar minnst 50.000.- til 250.000.- kr. að gera demó eða full vinna lög svo vel fari. Þessa peninga hafa ungir lagahöfundar flestir ekki á milli handanna. Margir lagahöfundar af eldri kynslóð vita ekki hvað mp3 stendur fyrir. Enda bárust aðeins 40 lög, þótt risa auglýsingar í blöðum, og síendurteknar auglýsingar á Bylgjunni í nærri hálfan mánuð hafi verið keyrðar daglangt.

2. Ótúlega stuttur tími leið frá því að lokafrestur rann út og tilkynnt var um val á 5 lögum.  ( Hver vinnureglan var, hefði ég talið eðlilegra að Guðbrandur hefði eytt nokrum orðum í að útskýra fyrir lesendum, í stað að segja í raun ekkert annað en að nefndin væri launalaus ).

Að lokum vil ég taka það fram að það sem fram kom í blöðum m.a Fréttablaðinu var hreinn skáldskapur og ekki frá mér komið. Nákvæmlega þetta sem fram kemur hér sagði ég þá og nú.

Hlakka til Ljósanætur hvað sem syngur.

Guðmundur R

Guðmundur R (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 19:37

4 identicon

Piff! Ég hef nú ekki ætlað að tjá mig eitthvað sérstaklega um keppnina í ár en fyrst að þú minnist á krókódílatár þá ætla ég aðeins að blása tilbaka.

Ég hafði ekki spáð mikið í þessu fyrirkomulagi á keppninni í ár annað en með þennan skilafrest. En ég rakst á heimasíðu þessa manns sem að þú vísar í og það er svolítið gruggugt að fresturinn hafi runnið út á miðnætti og svo hafi verið búið að velja 5 lög til spilunar um morguninn. Tæplegum sólarhring segirðu, skulum hafa það mínus 12 klukkutíma svo að það sé í réttara lagi ;)

En algjörlega óháð þessarri og fyrri keppnum, hvað áætlarðu að hafi farið mikill tími í hvert lag?? Semja lag og texta, vinna lagið til fulls (það var jú eitt af skilyrðunum) að það yrði klárt í útvarpspilun). Hefði verið gróft að nefndin hefði legið á þessu í 2-3 sólarhringa??

Miðað við fjöldann á lögunum sem komu inn þá hefði jafnvel mátt leyfa almúganum að velja úr fleiri lögum. 5 af 40?? Þó svo að þú sért yfir þig hrifinn af Bjarna Ara og Védísi Hervör og þeirra tónlistarhæfileikum þá er smekkur fólks á tónlist jafn mismunandi og við erum mörg. Ég ætla þó ekki að efast um að þau hafi reynt að vinna starf sitt af heilindum, en það sem Guðmundur Rúnar er að vísa í er þessi litli tími sem fór í að velja þessi 5 lög af 40.

Það er nú varla svo þunn skelin á ykkur að það megi ekki nálgast ykkur án þess að þið hvessið tennurnar út í loftið af einhverri eintómri frekju og mikilmennsku. Það var nefnilega ekki hægt að staldra við og segja "Jú kannski hefðum við átt að gefa þessu meiri tíma?" Í staðinn nuddið þið Guðmundi upp úr "ósigri" sínum..

Er ekki það ekki meira áhyggjuefni að 2 ár í röð þá virðist baslið með ljósalagið vera meira í sviðsljósinu en hátíðin sjálf??

Ég þakka bara fyrir að það var ekki búið að troða einu laginu í plast og senda í vörubílafarmi út á land áður en að dómnefndin fékk að heyra það, líkt og raunin var í fyrra... Sem var nottla snilld útaf fyrir sig....

Koma svo, látið gamminn geysa, bíð spenntur eftir ungliðahreyfingunni..

Fowler (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Árni Árnason

Sæll Fowler og takk fyrir síðast :)

Þú bíður spenntur eftir ungliðahreyfingunni segiru, hér fyrir neðan er grein sem Guðmbrandur Einarsson vinur minn, formaður Ljósalagadómnefndarinnar og bæjarfulltrúi A-listans, sendi vf.is varðandi málið. Ég stal greininni þar enda svarar hún þessu með prýðilegum hætti, án allrar hjálpar ungliðahreyfingarinnar ! 

Í Fréttablaðinu laugardaginn 2. ágúst sl. var birt frétt undir yfirskriftinni “Ljósalagið veldur óánægju”.Vegna þessar fréttar vil ég að eftirfarandi komi fram:1. Haft er eftir einum þátttakanda í keppninni um Ljóslagið 2008 að þau lög sem komust áfram i 5 laga úrslit hafi verið komin á netið morgunin eftir að skilafresti lauk.
Þetta er rangt. Skilafrestur rann út 14. júlí sl.. Dómnefnd kom saman um miðjan dag þann 15. júlí og skilaði af sér niðurstöðu til útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar um kvöldið en ekki um morguninn eins og haldið er fram. Bylgjan sá síðan um að koma vinningslögum á framfæri á heimasíðu sínni.

2. Umæddur þátttakandi fullyrðir jafnframt um störf dómnefndar þar sem eftir honum er haft að “ Dómnefndin segist hafa hlustað 3-4 sinnum á lögin 40 svo það er ansi vel af sér vikið á ellefu tímum yfir hánótt"
Vegna þessara orða vil ég bara segja að dómnefnd hefur ekki sagt eitt eða neitt enda ekkert verið spurð og því er þessi fullyrðing algjör uppspuni.
Af þessu tilefni vil ég hins vegar að eftirfarandi komi fram. Ég hef setið sem dómnefndarmaður í 4 skipti af 6 sem Ljóslagið hefur verið valið. Sú nýbreytni var nú viðhöfð að lögin sem bárust var flestum skilað á tölvutæku formi. Þeim var síðan komið fyrir á sérstakt lokað vefsvæði sem dómnefndarmenn höfðu aðgang að og því gátu þeir farið að hlusta um leið og lögin bárust. Því fullyrði ég að aldrei hafi dómnefnd verið eins vel undirbúin og hún var nú.
Það má deila um allt mögulegt og ómögulegt og það er í sjálfu sér bara heibrigt að fólk hafi mismunandi skoðanir á hlutunum. En til þess að eitthvað vitrænt komi út úr slíkum skoðanaskiptum er nauðsynlegt að fólk haldi sig við staðreyndir.
Það skal upplýst hér að þeir sem taka sæti í dómnefnd gera það án þess að þiggja greiðslu fyrir og hafa engan annan tilgang með setu sinni í nefndinni en að vinna þessari keppni eitthvert gagn.
Samkeppnin um Ljósalagið er leið til þess að halda á lofti og minna á merka tónlistarsögu sveitarfélagsins okkar. Því merki eigum við að halda á lofti um ókoma tíð.Með vinsemd og virðingu fyrir fyrir þeim sem þátt hafa tekið í ljósalagskeppninni hingað til og hér eftir.

Guðbrandur Einarsson
Formaður dómnefndar um Ljósalagið 2008.

Árni Árnason, 5.8.2008 kl. 21:19

6 identicon

Ég var nú ekki búinn að rekast á þessa grein Guðbrands.

En hún svarar þessum pistli mínum vel... :)

Án hjálpar ungliðahreyfingarinnar ;)

Fowler (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:29

7 identicon

Örstuttar ábendingar:

Úrdráttur úr grein:

" Sú nýbreytni var nú viðhöfð að lögin sem bárust var flestum skilað á tölvutæku formi. Þeim var síðan komið fyrir..."

Spurt er; Hvaða merkingu hefur þessi "flestum" ? Af hverju var ekki öllum ?

Og svo kemur hér úrdráttur úr fréttatilkynningu frá nefndinni ( það í raun segir allt sem segja þarf - og hver fer svo með fleipur ? ). 

" Í ár var haldin samkeppni og nú gátu lagahöfundar annað hvort skilað laginu fullkláruðu á vefinn ljosanott.is/ljosalag eða sent disk á skrifstofu Reykjanesbæjar. Síðasti skiladagur var mánudagurinn 14. júlí og alls bárust 40 lög í samkeppnina. Dómnefndin, en hana skipuðu að þessu sinni Guðbrandur Einarsson, Védís Hervör Árnadóttir, Karl Hermannsson og Bjarni Ara, kom saman 15. júlí og valdi hún fimm lög sem nú keppa til úrslita sem Ljósalagið 2008 en hvert þessara fimm laga sigrar, er nú í höndum þjóðarinnar því lagið verður valið með netkosningu. 

PS. Þar með læt ég þessu lokið og vona að einhverjir hafi haft gaman af. En þess má geta að rúmlega 1.200 manns sóttu heim síðuna www.ljosalag.comsem er verulega fleira fólk en tók þátt í kosningu á ljósalaginu.

Með bestu kveðju til allra sem höfðu skoðun á málinu, og sérstaklega til þeirra sem venjulega láta sig málið ekki varða. Með þessum hamagangi vona ég að Ljósanótt hafi fengið ögn meira pláss í fjölmiðlum, því hátíðin er bráð skemmtileg í alla staði og margar hendur sem vinna fórnfúst starf til að gera hátíðina eins skemmtilega og hún er - og verður.

Guðmundur R (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband