Eigum við að ganga í ESB?

Þá er það þetta blessaða Evrópusamband sem margir halda að sé ljósið í myrkrinu hjá okkur íslendingum um þessar mundir. Ég sat fund á vegum sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sl. mánudagskvöld um sambandið þar sem tekist var á um málið.  

Margt gott kom fram á fundinum en mörgum spurningum er enn ósvarað að mínu mati. Ég líka velti því fyrir mér hvort það sé hægt að mynda hóp einstaklinga til að skoða Evrópusambandið með eins óhlutdrægum hætti og nauðsyn er ? Þeir sem vilja ganga í ESB eru svo heilaþvegnir margir hverjir og sama má segja um þá sem eru því algjörlega ósammála. Þegar ég hitti slíkt fólk þá tapar það trúverðugleika nema að rökin séu það fjölþætt að þau varpi ljósi á allar staðreyndir málsins.  

Ég nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 2001-2004 og tók þar nokkra Evrópu áfanga og þar af einn sem var vikuferð til Brussel. Eftir nám mitt þá var ég ekki hlynntur inngöngu í ESB, ástæða inngöngu þá var byggð á rökum sem ekki heilluðu mig. Ég hef ávallt litið á ESB sem hálfgert risa félagasmálaráðuneyti, ráðuneyti sem hefur jú stöðugri gjaldmiðil en þau ríki sem standa vel græði minna á aðildinni. Ég hef ekki litið svo á að íslenskir bændur þurfi á auknu styrktarkerfi að halda, finnum stærðarhagkvæmnina í landbúnaði eins og við ætlumst til af öðrum stéttum.  

Landbúnaðarstefna ESB er langt í frá að vera fullkomin. Sambandið hefur staðið frammi fyrir því að leggja 50% af fjárlögum sínum í málaflokkin. 2003 voru 11 milljónir bænda í ESB-ríkjunum 4 milljónir bænda í Póllandi. Þar voru bændur verulega fátækir og útbúnaður þeirra árhundruðum á eftir siðmenntuðum þjóðum. Gífulegur stuðningur við stéttina olli því að ESB stóð frammi fyrir framboði yfir eftirspurn. Á tímabili var landbúnaðarvörum safnað í geymslur til að hægja ekki á framleiðslu bændanna og að lokum endaði það á haugunum. ESB ákvað viðmiðunarverð á landbúnaðarvörum, veit ekki hvort það sé enn við lýði. Allar vörur sem framleiddar eru utan Evrópska efnahagssvæðisins eru aukaskattlagaðar svo að vörur svæðisins séu lægri.  

Matarkarfan á að lækka þvílíkt við inngöngu í ESB, er þá reiknað inn í dæmið sendingarkostnaður? Eða er tekið verð í verslun í Frakklandi, Þýskalandi eða Bretlandi og lagt á borð fyrir okkur ? Við verðum að átta okkur á að við skutlumst ekki með vöruna okkar á flutningabíl yfir landamæri, við erum á eyju. Það er staðreynd að matarkarfan hefur ekki lækkað í öllum þeim löndum sem hafa gengið í ESB.

Sjávarútvegsstefnan er langt í frá að vera fullkomin heldur. Allur kvóti fer í einn pott og ESB deilir honum niður á löndin sem úthluta honum áfram til útgerða. Við fáum aðgang að veiðum í lögsögum ESB – ríkjanna og þeir hjá okkur. Samkvæmt Rómarsáttmálanum er bannað að mismuna eftir þjóðernum þegar kemur að úthlutun kvótans. Getum við þá sótt um sérkjör hvað kvótan varðar ? Á Íslandi er kvótinn yfirveðsettur ! Þá var á tímabili stundað svokallað kvótahopp þar sem lönd voru að díla með veiðarnar. Bresk skip á veiðum undir spænsku flaggi og öfugt. Veiddu í spænskri lögsögu en sigldu svo með aflan til Bretlands. Noregur sótti um undanþágu varðandi fiskveiðarnar og þeim var synjað. Þeim var boðin aðlögunartími þar sem þeir réðu yfir 6 til 12 mílna landhelgi við strendur Noregs. Norðmenn felldu aðildartillöguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Miðað við núverandi ástand á Íslandi ættum við að auka kvóta á smábáta og láta þá koma með aflann í land og auka þar með atvinnutækifærin á landsbyggðinni. 

Ég vil fá svör við öllum málaflokkum varðandi aðild okkar að ESB. Ég skal skoða svörin, staðreyndirnar með hlutlausum hætti og svara þá hvað ég vil. Ég verð að viðurkenna það að ganga inn í þingsal Evrópuþingsins og sjá öll sætin og hugsa til þess að við fáum þar kannski fimm sæti af tæplega 800 hundruð vakti athygli mína á smægð okkar. Þingmenn allra ríkjanna skiptast niður eftir hvaða flokki þeir tilheyra, íhaldsmenn saman, jafnaðaramenn og svo framvegis. Samt hafa komið upp deiluefni þar sem stóru ríkin innan ESB rotti sig saman burt séð frá flokkum til að keyra í gegn málefni, kúga þar með smáríkin.  

Haraldur Helgason formaður Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings vitnaði á fundinum í orð Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta lýðveldisins. Hún sagði í Sjálfstæðu fólki nýverið að hún vill sjá hverju hún þarf að fórna og hvað hún fær í staðin áður en hún gefur upp afstöðu sína um ESB. Þar er ég henni hjartanlega sammála, við Vigdís og Haraldur erum semsagt óákveðin eins og er.

P.S. eitt sem ég veit er að Vigdís gæti enn verið forseti okkar - þvílíkur munur sem það væri :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, Árni.  Tel umræðuna öfgafulla og marga í stakk búna að nýta sér lægðina nú málstað sínum til framdráttar.   Sjálfstæðisflokkurinn ætti að varast að leggjast undir samfylkingarfeldinn til þess eins að hanga á ónýtri ríkisstjórn.  Framganga sjálfstæðismanna er möguleg en trauðla með núverandi samstarfsflokki.

LÁ   

lýður árnason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 04:46

2 identicon

Mjög mikið til í þessum pistli hjá þér!

Maður er einhvern veginn á báðum áttum hvað þetta varðar, og sammála þér með öfgarnar í umræðunni í báðar áttir. En eitthvað þurfum við að gera, sérstaklega varðandi gjaldmiðilinn, viljum við hafa svona óstöðugan gjaldmiðil ? Ekki ég allavega, þar sem gengi evru og dollars getur bara tvöfaldast á rúmi ári.

Er ekki bara málið að Ísland gerist norskur "ríkisborgari" og við tækjum upp norska krónu líka :)

Helgi Þór (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Já ég skil ekki afhverju það er alltaf verið að tala um evruna, afhverju ekki einhvern annan gjaldmiðil t.d. eins og norsku krónuna?  Annars hef ég ekki mikið vit á þessu og get ekki rætt þessi mál að miklu viti.

Elísabet Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 21:57

4 identicon

Góður pistill Árni, ég er einmitt búinn að velta mikið fyrir mér hversu mikið við græðum á að ganga í ESB. Það virðist vera að sumir haldi að með því að ganga í ESB sé bara öllu borgið.

Að vísu tel ég að krónan sé dauður gjaldmiðill og henni verði ekki bjargað nema tímabundið í mestalagi.

Ég vill sjá á svörtu og hvítu hvað við erum að gefa frá okkur og hvað við erum að fá til baka við inngöngu í ESB, eins og þú nefnir.

Siggi Markús (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband