Til skammar að grýta Alþingishúsið

Ég skil vel þá reiði sem ríkir í íslensku samfélagi, ég skil að almenningur rísi upp, segi skoðanir sínar og vilji láta í sér heyra. Ég skil að almenningur vilji að á það sé hlustað. Almenningur situr uppi með tap útrásarvíkinganna, hrun bankanna, fall krónunnar, háa stýrivexti. Almenningur stendur frammi fyrir greiðsluerfiðleikum og margir sjá fram á gjaldþrot, eigur sínar teknar þar sem afborganir á lánum eru í hæstu hæðum og fáir ráða við byrgðina.  

Ég er líka almenningur og ég er líka í miklum vanda. En þegar ég horfði á fréttirnar í gær þar sem þúsundir manna söfnuðust saman á Austurvelli til að mótmæla varð ég reiður. Mótmælin fóru út í vitleysu, til átaka kom og Alþingishúsið grýtt. Alþingishúsið er eitt af glæsilegustu byggingum þjóðarinnar og við eigum það öll saman. Alþingishúsið hefur staðið sem klettur í íslensku samfélagi í gegnum tíðina og er merki sjálfstæðis og mikilvægi þjóðarinnar og það er til skammar að það sé grýtt. Mótmælin birtust á réttan hátt á fundi í Iðnó og að sjálfsögðu má mótmæla fyrir utan Alþingishúsið,en ekki grýta það.  

Þá fóru mótmælendur og flögguðu Bónusfánanum á þaki Alþingishúsins. Hvað var það ? Var verið að hylla Bónusfeðga ? Það sem ég er ekki að skilja hjá stórum hluta almennings er að það eru ekki allir að líta á málið í samhengi. Baugsfeðgar, Björgúlfsfeðgar, Hannes Smárason og fleiri útrásarvíkingar virðast losna undan ábyrgð almennings. Þar er ég ekki sammála.  

Ég veit að lagaramman vantaði og það er á ábyrgð Alþingis, það er á ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en Framsókn virðist alveg sleppa við ábyrgð í þessu máli. Stærsta ábyrgðin liggur hjá þeim sem stunduðu útrásina. Útrásin er tólfföld  velta þjóðarinnar. Menn hafa ekki verið að taka því rólega, enda sýna einkaþoturnar og sérhannaðar snekkjur það að menn hafa haft sig alla við að eyða peningum sem voru ekki til. Bankarnir sýndu endalaust frábæra afkomu og almenningur og stjórnmálamenn tóku uppgjörum þeirra gilda.  

Leikur með fyrirtæki á milli sömu einstaklinganna eins og með Sterling sýnir siðblindu útrásarvíkinganna. Fyrirtæki keypt leikið með tölur til að taka hærri lán á kostnað þeirra og peningum stungið undan er hættulegur leikur sem skilur okkur eftir með brúsann.

Þetta er tekið af eyjan.is afhverju er Hannes og félagar ekki grýttir ?

Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.Þegar upp komst um gjörninginn neituðu endurskoðendur að skrifa upp á sex mánaða uppgjörið og stjórn og forstjóri sökuðu Hannes um að hafa þverbrotið lög með þessum  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heyr, heyr.   Mikið er ég sammála þér.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 9.11.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Eymundur Arilíus Gunnarsson

Ég tek undir þetta með þér. Auðvitað eiga allir sama rétt til að mótmæla og sýna að þeim líki ekki það sem í gangi er.  Ég er hins vegar á því að þarna hafir verið að verki örfáir ofsareiðir eða eitthvað sem skemma annars gott álit margra manna.

Eymundur Arilíus Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 20:16

3 identicon

Já ég get verið sammála þér varðandi að grýta Alþingishúsið, en gleymum ekki að það er ekki hægt að dæma svona mikinn fjölda út frá nokkrum sauðum.

Það er gaman að heyra loksins einhvern sjálfstæðismann viðurkenna þeirra hlut í þessu rugli sem við stöndum nú frammi fyrir :) er búinn að ræða við marga sjálfstæðismenn undanfarið sem benda sífellt á aðra og vilja ekki taka ábyrgð á neinu.

En hvar hefur fjármálaeftirlitið og seðlabankinn eiginlega verið? Var virkilega enginn þar að fylgjast neitt með ?

Það virðist daglega koma eitthvað nýtt upp á yfirborðið, sífellt meiri spilling og sukk. Maður á eiginlega ekki til orð yfir þessu öllu saman, maður treystir ekki orði sem ríkisstjórnin segir, hvað þá bankamenn, allir benda í aðrar átti og maður er farinn að fá á tilfinninguna að að það muni ENGIN axla ábyrgð á þessu, eða eins og útlendingar eru farnir að segja; The Icelandic way......

Ég hló nú að því fyrst þegar einhver sagði við mig að það yrði fólksflótti frá landinu ef þetta héldi svona áfram, en því miður finnst manni það verða líklegra með hverjum deginum sem líður......

Helgi Þór (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:56

4 identicon

Sammála...eggjakast er fyrir neðan allar hellur og bara til þess að rýra þá sem taka þátt í því. Sjáumst á morgun ;)

Hrund (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband