Eru jólaseríur orðnar sjaldséðar munaðarvörur ?

 Ég er gapandi hissa núna ! Ég var svo mikill kjáni að leiða hugann að því að skipta út seríunum á jólatrénu hjá þetta árið og rauk af stað til að fjárfesta í nýjum seríum. Ég tel mig ekki setja miklar kröfur, en ég þarf slatta og ætlaði að kaupa rauðar seríur með hringum fyrir neðan perustæðið til að herða hverja peru fyrir sig að greinunum.  

Ég fór í Húsasmiðjuna sem er að drekkja manni í auglýsingum um seríur á gamla verðinu. Jú það var til nokkrar 100 ljósa seríur, en ekki með hringnum sem mig vantaði. Hillurnar voru rytjulegar að sjá, mest til að bláum seríum. Úrvalið fákátlegt, miðað við það sem áður þekkist. Er Jón Ásgeir búinn að draga Húsasmiðjuna í svaðið?  

Jæja leiðin lá í Bykó. Þar var sama sagan ! Ekkert til og hillurnar meira og minna tómar, nema líkt og í Húsasmiðjunni, vantaði ekki rándýrar seríur og útiljósaskraut á tugi þúsunda. Starfsmennirnir voru líka ekkert að þvælast fyrir manni á báðum stöðum. Ég sá tvo önnum kafna starfsmenn í Bykó sem gerðu sitt besta í að sinna öllum þeim sem snérust í hringi í leit að aðstoð. 

Ég er að fara á jólahlaðborð á laugardaginn og er búinn að bjóða fólki heim áður og var ákveðinn í að vera búinn að skreyta til að mynda góða jólastemmingu. Það eitt að breyta um seríu á jólatrénu kostar mig ferð á höfuðborgarsvæðið. Ekki vantar upp á hjá þessum verslunum báðum að troða stanslaust inn bæklingum stútfullum af vörum og tilboðum inn um bréfalúgurnar, en svo er ekkert til ! 

Húsasmiðjan og Bykó eru hér með komin í hóp með Fréttablaðinu sem lítur á Suðurnesjamenn sem annars flokks viðskiptavini. Fréttablaðið sér ekki hag sinn í því að bera út Fréttablaðið til okkar og ætlast til þess að við eltust við blaðið í næstu búð eð bensínstöð. Lesning á Fréttablaðinu á Suðurnesjum fellur og það hratt og áður en langt um líður fellur það í gleymskunnar dá.  

Aldrei áður hefur verið eins nauðsynlegt fyrir okkur Suðurnesjamenn að versla heima fyrir jólin til að styðja við verslun og þjónustu á svæðinu. Við erum 20.000 þúsund hræður og það er sorglegt að Húsasmiðjan og Bykó sjái ekki hag sinn í að halda uppi góðri þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður nátturulega að taka inní dæmið að það er enginn smá fjöldi af perum sem þú þarft á tréið þitt, þú hefðir hvort sem er þurft að fara í höfuðborgina og líklega á bifreið í stærri kantinum til að rúma allt ljósa dótið.

 En að öllu gríni slepptu þá er þetta alveg rétt hjá þér og til háborinnar skammar að þessi fyrirtæki sjái sér ekki fært um að þjónusta suðurnesjamenn eins og höfuðborgarbúa, og ætli þeir segi ekki bara að það sé hvort sem er svo stutt fyrir okkur að fara í borgina að versla. En samt geta borgarbúar aldrei komið til suðurnesja að versla, skrítið

Einar Pétur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:50

2 identicon

Alveg hjartanlega sammála þér litli bróðir.  Eins og ég sagði þér í símanum áðan þá fór ég í Byko þegar síðasta Byko-blað kom inn um lúguna hjá mér og ætlaði að skoða jólatré sem þar var auglýst.  Þetta tré var hvergi að sjá svo ég kom aftur nokkrum dögum seinna en það var sama sagan.

Ég var farin að halda að það hefði selst upp á fyrsta degi en svo fór ég í Byko Breiddinni þegar ég fór í Reykjavík síðast og þar blasti við mér heilt bretti af kössum með þeim.

Ég hef nú líka reynsluna af því að bíða allt að tvær vikur eftir að fá vöru senda frá lager þeirra Byko-Húsasmiðjumanna úr Reykjavík til Keflavíkur afþví að það var ekki til meira af því sem ég hafði keypt, það stoppuðu allar framkvæmdir og ég mátti fara dag eftir dag að athuga með vöruna.  Alltaf fékk ég þau svör að það hafi ekki verið pláss í bílnum í dag, varan kemur á morgun.  Þess vegna fór ég ekki eftir því sjálf til Reykjavíkur því mér var alltaf ýtt áfram um einn dag.

Viltu heyra meira, nei nenni ekki að röfla meira núna, er að reyna koma mér í jólaskap

Hvernig líst þér á jólaljósin mín ?

Ella Kata (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Árni, þú mannst að við eigum að spara og þá lætur maður jólaljósin mæta afgangi og lagar bara þau gömlu.

Annars er ég alls ekki viss um úrvalið í höfuðborginni, það voru nú eitthvað ritjulegar hillurnar i Húsasmiðjunni þegar ég fór þangað um daginn.

Gæti verið að Garðheimar ættu eitthvað. Þú verður bara að lýsa þessu í símann og láta senda þér þetta í pósti. (pósturinn fer ennþá í hvert hús á Suðurnesjum. Það að segja ef þú ætlar að bruðla svona í ár.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.12.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Árni Árnason

hehe já það er spurning að fá þetta bara sent með pósti - alla vega klikkar ekki að maður fær alltaf reikningana sína inn um bréfalúguna. Já ég ætla að leyfa mér þetta brugðl Guðrún, jólagjafirnar verða bara þeim mun ódýrari í ár ! ehhehe

Árni Árnason, 4.12.2008 kl. 02:00

5 Smámynd: Agnes Ásta

Við erum búin að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar, ef ekki þriðjaflokks í augum BYKO og Húsasmiðjunar,  Þegar ég var að byggja þá reyndi maður að versla heima, en það tók 3-5 daga að fá vörur sendar úr RVK í BYKO, það eru bara 2 ferðir á viku.  Ég keypti af þeim flísar, hluti af pöntuninni kom vitlaust afgreiddur, Ég varð að bíða í 3 daga eftir réttu flísunum.  Það var ekki fyrr en ég barði í borðið og sagði að ég ætti ekki að líða fyrir þeirra mistök ég væri með mann í vinnu og hvort þeir ætluðu að borga honum laun meðan við værum að bíða.  Þeir hjá BYKO reyndu að koma inn hjá mér samviskubiti með að segja mér að þeir hefðu sent bíl  sérstaklega til að sækja þetta fyrir mig (Þeir voru svo góði)  Ég var orðin svo reið að ég sagði þeim að mér finndist það nú vera það minnsta sem þeir gætu gert.  Eftir það fór ég bara sjálf í bæinn og náði í það sem vantaði.

Agnes Ásta, 4.12.2008 kl. 07:32

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst virkilega hallærislegt ef Byko og Húsasmijan hafa leift sér að vera lélegar verslanir í ykkar byggð.

Það er nú ekki eins og það hafi ekki verið byggt þar á fullu.

Látið heyra í ykkur. Það er eina sem gegnur nú til dags.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.12.2008 kl. 12:08

7 identicon

Moll RL er klárlega málið, þar er að finna MJÖG mikið úrval af jólaljósum ;)

Anna þóra (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:25

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Húsasmiðjan og byko auglýsa hluti sem koma stundum ekki ,varð að koma með þetta ,manni finst svo skrítið að auglísa hluti sem eru ekki til

Ólöf Karlsdóttir, 10.12.2008 kl. 00:55

9 identicon

Mikið er ég fegin að þú skrifaðir þetta um húsasmiðjuna ég nefnilega fór siðustu helgi og varð fyrir miklum vonbrigðum með þá !! En ég þorði ekki að segja orð því ég hélt að það væri bara allt uppselt og ég rolan svona sein að kaupa seriur!! en ég ætla í Moll RL eins og Anna Þóra kallar það á mánudaginn og kaupa fyrir Jólatréið ;-) annars hafðu það sem allra best ;-)

Jólasteina (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband