Gleðileg jól

 Ekki hefði ég verið góður öryggisvörður í búð fyrir þessi jól. Búðarhlupl hefur verið áberandi síðustu daga og oft á tíðum er um að ræða eldri borgara sem hafa hnuplað sér til matar vegna fátæktar. Fólkið sem hefur unnið baki brotnu fyrir land og þjóð alla sína ævi. Þetta er sorgleg staðreynd í íslensku samfélagi. Við sem vorum svo rík, við sem töluðum um fátækt eins og mein sem ekki væri að finna hjá okkur. Á einum sólarhring breyttist allt, fólk á öllum aldri, ungar barnafjölskyldur sem og eldri borgarar eiga erfitt. Almenningur sem stóð við sitt í samfélaginu, sinntu sínum störfum taka nú höggið fyrir örfáa útrásarvíkinga sem halda nú jól í glæsilegum íbúðum víða um heiminn. Eftir situr þjóðin með sárt ennið. Ég hefði aldrei höndlað það að hrifsa mat af fátæku fólki í búð, ég hefði látið sem ég sæi þetta ekki. Það er ömulegt að eiga ekki fyrir mat á jólunum, alveg ömulegt. 

Ég vona að við íslendingar notum jólin til að íhuga stöðu okkar, við sem setjum að borðum í kvöld hlöðnum kræsingum gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki sjálfsagður hlutum á öllum heimilum í landinu. Lífsgæðin standa á brauðfótum og aldrei fyrr hefur verið eins nauðsynlegt að huga að náunganum. Fylgjumst með næsta manni, nágranna, ættingjum og vinum því ekkert er yndislegra en að geta rétt út hjálparhönd, ekkert gleður meira og tilfinningin í hjartanu verður ómetanleg. Framundan eru erfiðari tímar og aldrei verður meiri þörf á samstöðu og samhug. Sýnum útrárasarvíkingunum að þrátt fyrir að þeim tókst að setja heila þjóð í gjaldþrot þá tókst þeim ekki að selja sálur okkar, hlýhug og vinarþel. 

Kæru vinir og félagar, ég þakka þeim sem hafa lagt leið sína inn á bloggið hjá mér og hafa tekið þátt í skoðanaskiptum hérna. Ég óska ykkur sem og allri þjóðinni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, njótið þess að eiga stundir með ykkar nánustu, það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Gleðileg jól dúllan mín.

Elenora Katrín Árnadóttir, 24.12.2008 kl. 10:57

2 identicon

sæll Árni

gleðileg jól

hafðu það goot um hátiðirnar

jólakveðja

þóra Jóns (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:26

3 identicon

Já gleðileg jól kútur!

Ekki samt falla í þá gryfju að kenna einungis "nokkrum útrásarvíkingum" um það ástand sem ríkir hér. Þó þeir eigi vissulega mikin þátt í því þá er einnig við marga aðra að sakast, tala nú ekki um ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið og seðlabankann.

En allavega gleðilega hátíð og sjáumst hressir á næsta ári!

Helgi Þór (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 21:49

4 identicon

Gleðilega hátíð

Emil Páll (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband