Sterkari utan ESB

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum þarf flokkurinn að taka afstöðu til aðilar að Evrópusambandinu. Mín skoðun hvað málið varðar er alveg ljós, ég vil ekki ganga í ESB. Ísland er ríkt af auðlindum, sjávarútvegur, landbúnaður, umhverfisvæn orka og vonir um olíu á Drekasvæðinu styrkir enn stöðu okkar utan Evrópusambandsins.

Landbúnaður
Við inngöngu í ESB hafa þjóðir gert sérsamninga um landbúnað. Margir telja er að Finnar hafi gert hagkvæmasta samninginn við ESB. Ef við næðum sambærilegum samningi, sem kallast góður, myndu tekjur bænda á Íslandi dragast saman um 30%. Slík skerðing væri dauðabiti margra bænda. Stéttinni væri stefnt í verulega hættu og til þyrfti að koma mun meiri stuðningur við bændur en nú þegar er til staðar. Afurðastöðvar og þjónustuaðilar gætu lokað sem væri til að mynda mikið áfall fyrir svæði eins og Selfoss.

Sjávarútvegur
Hvað varðar sjávarútveginn tel ég það ekki verja hagsmuni okkar best að færa forræði fiskistofnanna til Brussel. Við höfum unnið með fiskstjórnunarkerfi til að vernda fiskistofna okkar gegn ofveiði og  það hefur komið niður á mörgum útgerðum í landinu. Því er nauðsynlegt að sá afli sem er veiddur á Íslandsmiðum sé veiddur af íslenskum útgerðum. Sjávarútvegur er með elstu atvinnugreinum okkar og hefur verið grunnstoð samfélagsins í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að standa vörð um greinina.

Endurnýtanleg orka
Fallvatns- og jarðvarmaorkan er gullnáma sem í liggja mikil tækifæri. Suðurkjördæmi býr við þau forréttindi að eiga mikil tækifæri í virkjun orku. Sérfræðingar á þessu sviði telja að samanlagt orkumagn í kjördæminu geti orðið um 50 teravattstundir á ári. Ef áætlað sé að orkuverðið sé um 2 krónur á kílóvattstundina nemur verðmæti orkumagnsins um 100 milljörðum á ári. Ég tel það mikilvægt að við nýtum virkjunartækifæri í sátt og samlindi við landeigendur og umhverfið

Framtíðin er björt
Með forræði okkar fyrir auðlindunum er framtíð Íslands björt. Við eigum að standa saman og verja hagsmuni okkar. Með öflugra regluverki, gegnsæi í stjórnmálum og viljan að verki getum við endurreist íslenskt samfélag að nýju og skapað mannsæmandi samfélag með góðum lífskjörum allra landsmanna að leiðarljósi, þess vegna segi ég nei við ESB.

Árni Árnason
Blaðamaður í Reykjanesbæ
Sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Heyr! :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband