Vanhæf ríkisstjórn !!

Enn má almenningur bíða og bíða eftir alvöru aðgerðum í þágu fyrirtækja og heimila í landinu. Vinstri grænir hafa verið í nokkra mánuði við völd í landinu, flokkurinn sem stóð á bak við búsáhaldabyltinguna og tók undir af krafti “VANHÆF RÍKISSTJÓRN” – en ekkert gerist.

Greiðsluaðlögun heimilana er með þeim hætti að viðkomandi þarf að semja við lánadrottna sína, reyna að standa í skilum við þá, ef það gengur ekki, verða þeir að sækja um greiðsluaðlögun til gerðadómara. Þrautarganga almennings í leit að aðstoð til að halda húskofunum yfir höfði sér er með slíkum eindæmum að best er að líkja henni við píslagöngu Jesús með krossinn á bakinu. Það er verið að gera lítið úr almenningi, það er komið fram við fólk eins og það sé að ganni sínu að sníkja út “greiða” til að þurfa ekki að standa við skuldbindingar sínar – það er komið fram við okkur eins og rottur.

Loksins hrein meirihluti vinstri stjórnar í landinu sögðu þau Jóhanna og Steingrímur, tvíeykið sem vildu niður með frelsi einstaklingsins, markaðsbrask og velmegun. Þau vildu vinnu og velferð ! En ekki hvað, atvinnuleysi aldrei meira, bankarnir eru eins og frosin fiskflök í kistunni  á meðan niðurskurðarhnífnum er sveiflað í allar áttir. Það á að fækka háskólum niður í tvo, þannig að þið sem eruð atvinnulaus og hugðust nýta ástandið til að mennta ykkur, farið í röðina, hún verður löng. Traust fyrirtæki eru tekin yfir af ríkinu, Icelandair og Sjóvá svo eitthvað sé nefnt og þetta er eflaust bara byrjunin. Ég vona að það haldi engin að sukk, klíka og vitleysa í fyrirtækjum verði minni þegar þau eru komin í pólitíska umsjón Steingríms ? Nei þá fyrst fer þetta að byrja og gott dæmi er ráðning Einars Karls aðstoðarmanns Össurar.

Annað sem ég hjó eftir varðandi niðurlægingu almennings sem í sjálfsbjargarviðleitni sinni reynir að nýta sér aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Einstæð móðir sem fær ekki laun sín greidd frá Straumi vegna þess að það þar lagabreytingu frá Alþingi til að fá launin sín. Komst að því lagafrumvarpið liggur ekki enn fyrir Alþingi og mánaðarmót að bresta á. Hún fór og vildi frysta íbúðarlánið sitt, nei beiðni hennar kom eftir 20.maí, því miður elskan!

Þessi vinstri stjórn er gjörsamlega lömuð og Jóhanna sem hingað til hefur hangið í pólitík á stuðningi þeirra sem minna mega sín í samfélaginu kemur fram við fólk eins og rottur. Ég spyr bara hvar er Hörður Torfa núna ? Er hann búinn að fá útborgað frá Vinstri grænum og flúinn land öðru sinni ? Ástandið er þannig að líða fer að öðrum mótmælum enda er þjóðin fyrst núna að kynnast því að hafa vanhæfa ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Árni, þetta er sko sannkölluð vinstri stjórn, eins og þær gerðust "bestar" austur í Rússjá og þar um kring.  Jóhanna er farin að sýna sitt rétta andlit og kemur fram við þjóðina með lítilsvirðingu og tilheyrandi.  Ekki var við öðru að búast af hálfu VG. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.5.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Hjörtur Guðbjartsson

Sæll Árni.  Eigum við ekki að horfa soldið rökréttara á þessi mál.  Hver er orsök þessa þvílíka atvinnuleysis?  Getur verið að íhaldið hafi kannski komið örlítið að þeim málum?

Ég er ekki að afsaka ef þér þykir þú lítilsvirtur af Jóhönnu, heldur væri óskaplega skemmtilegt ef við gætum nú sagt allan sannleikann...

Hjörtur Guðbjartsson, 28.5.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Árni Árnason

Hjörtur, ég er ekki að draga undan það sem áður er gengið, alls ekki ! Ég nenni ekki að velta mér upp úr fortíðinni, en þið í Samfylkingunni ætlið greinilega að fela ykkur fyrir allri ákvarðanatöku og aðgerðum í þágu almennings með að benda bara á að þetta sé allt íhaldinu að kenna !!! Hvaða helvítis rugl er í ykkur, ætlið þið að láta þjóðina blæða gjörsamlega út áður en þið vaknið til lífsins ? Ég er bara kominn á þá skoðun að þið kunnið hreinlega ekki að hafa völdin í ykkar höndum !!! Og Hjörtur minn ekki beita þessu með þeim hætti að ég er sé brjálaður af því að mér þyki Jóhanna lítilsvirða mig !! Þetta snýst ekkert um mig, þetta snýst um allt það fólk sem ég er að hitta dagsdaglega, bugað af áhyggjum og vonleysi og vill helst flýja úr landi frá öllu saman. Ég er kannski bara svona vitlaus Hjörtur en ég ann landi mínu og þjóð og vill aðgerðir - þið eruð greinilega ekki á sama máli í Samfylkingunni

Árni Árnason, 28.5.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: Hjörtur Guðbjartsson

Það er gott að heyra, minn kæri Árni, að þú dregur ekki undan ábyrgð Sjálfstæðismanna á því sem undan er gengið.  En eitt af brýnustu málum nútímans er uppbygging atvinnulífsins og finn ég ekki síður fyrir því en aðrir sem rekstraraðili á Suðurnesjum.

Ég sat opinn fund Samfylkingarinnar í kvöld þar sem bæði Björgvin G Sigurðsson og Katrín Júlíusdóttir voru framsögufólk og það gladdi mig sérstaklega að heyra Katrínu tala um þá miklu áherslu sem lögð er á atvinnuuppbyggingu í okkar kjördæmi og þá ekki síst á okkar svæði sem þarf svo sannarlega á því að halda.

  • Álverið í Helguvík er í eðlilegu ferli og ekkert ætti að fá það stöðvað eftir hennar orðum að dæma.
  • Kísilverksmiðjan er í fullri vinnslu og ætti að festast á blað í sumar.
  • Gagnaverið er í svipuðu ferli líka.

Hún talaði líka um sérstakar tímabundnar ívilnanir til "grænra" stórfyrirtækja sem tilbúin eru til að koma með starfsemi sína hingað.

Vandamálin sem horfa við þessum fyrirtækjum þessa stundina er óvissa með gjaldmiðilinn og í raun efnahagslífið í heild sinni.

Ég er náttúrulega bara að stikkla á stóru um það sem snertir okkar svæði í atvinnumálum þar sem það ég hef það í handraðanum og í fersku minni

Hjörtur Guðbjartsson, 29.5.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband