Tökum fjárhagslega ábyrgð á gjörðum okkar

Ríkisstjórnin tilkynnti 72 milljarða innspýtingu í fjármálakerfið sem vonandi skilar með styrkingu krónunnar og ekki veitir af. Ég verð nú að segja að þrátt fyrir að vera stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar hefur mér fundist vanta kraft í hana hvað þessi mál varðar.  

Ég að vísu geri mér fyllilega grein fyrir því að allt sem fer upp kemur einhverntímann niður. Hagkerfið virkar þannig, en með lagni má milda sveiflurnar, það tókst ekki í þetta skiptið og því þarf að grípa til aðgerða og vona ég að þær skili nú árangri.  

Ég hef samt haft gaman af því að velta fyrir þessu góðæri og hvernig við íslendingar högum okkur á slíkum gleðitímum. Jeppakaup, húsnæði og annar varningur lífsgæðanna knýr okkur áfram. Ég er ekki að segja að ég sé skárri. Ungt fólk í dag vill helst ekki heyra á það minnst að taka við notuðum munum í búið, það þarf helst allt að vera nýtt, það flottasta og þá helst design.  Margir endurfjármögnuðu húsnæði sín til að fá fé fyrir hjólhýsum, jeppum, fjórhjólum og fleiru og margir hverjir sitja í súpuunni núna.  

Vegna hegðunnar okkar velti maður því fyrir sér hvort það sé hægt að bauna skuldastöðu heimilina í landinu á ríkisstjórnina? Er það ríkisstjórninni að kenna að bílalánið er hátt? Eða að Visa raðgreiðslurnar eru að buga þig? Seðlabankinn hefur jú áhrif á vaxtaþróun og það er á hreinu að vextir eru svívirðilega háir, en við sem einstaklingar eigum að vita hvað við getum leyft okkur hverju sinni. Við ein getum gert okkur grein fyrir því hvað buddan leyfir og við verðum að axla ábyrgð á skuldbindingum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað getum við að vissu marki kennt sjálfum okkur um hvernig er að fara. Ég hef aldrei skilið fólk sem tók lán til að fjárfesta að kaupir allt á raðgreiðslum (innbú og annað). Fólk verður auðvitað að halda sig á jörðinni og ekki missa sig algjörlega.

En svo er spurning hvort að það sé hinum "almenna" borgara að kenna að íslenska krónan er gjörsamlega að gera upp á bak. Er það hinum almenna borgara að kenna að bílalánið hans hefur hækkað um 30 % ? Eða húsnæðislánið hafi hækkað um fleirri fleirri prósent?

Er það hinum almenna borgara að kenna að danska krónan hefur hækkað um tæpar 50% frá því síðasta sumar? eða aðrar hækkanir á gjaldmiðlum?

Annars er ég fullkomlega sammála þér í því að fólk verður að hugsa aðeins, Út í hött að taka 100 % lán fyrir íbúð, 100% lán fyrir bíl og innbúi og jafnvel fellihýsi og ætla svo að sakast út í stjórnvöld. Það fólk getur sjálfu sér um kennt að vissu marki.

Maður er hálfpartinn farinn að kvíða fyrir að fara til Danmerkur í júli, allt búið að hækka um tæp 50% frá því síðasta sumar þegar maður var þarna.....

Helgi Þór (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Sammála með ríkisstjórnina, það hefði þurft að gera eitthvað miklu fyrr og það þarf að gera miklu meira til að koma einhverjum stöðugleika á efnahagslífið.  Svo er það þetta með verðtrygginguna.  Hún er rán um hábjartan dag, og við látum það yfir okkur ganga.

Góða helgi

Elísabet Sigurðardóttir, 21.6.2008 kl. 12:36

3 identicon

ég sé hálfpartinn eftir því að hafa ekki svissað út íbúðalánasjóðslánunum mínum í fyrra fyrir erlent lán, þó svo að greiðslubyrðin sé hærri og miklu hærri í dag af þeim en lánin mín frá íbúðalánasjóði því jú þar greiðist niður af höfuðstólnum en ekki af mínu ógeðslegu lánum frá íbúðalánsjóð, ég segi ógeðslegu því það er virkilega ógeðslegt að vita af því að þó að greiðslubyrðin sé svipuð núna og á sama tíma í fyrra þá hefur höfuðstóllinn hækkað skuggalega og þó að við færum á fullu skriði inn í gullöld þá lækkar hann ekkert. ógeðslegt!

en sem betur fer var ég ekki svo vitlaus að taka 100% lán og ég meira að segja tuðaði yfir því að bankarnir væru að lána þetta, sjúkt!

 

Gunnhildur (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband