Nýtt blóð í bæinn

Veðursældin er búin að vera með ólíkindum síðustu daga. Ég og félagarnir skelltum okkur í golf á æfingarvellinum í Sandgerði. Við erum ekki þeir bestu í faginu og reynum því að láta lítið á okkur bera. Ég verð nú eigilega að viðurkenna það eins og ég hef gert áður að ég er frekar afleiddur í golfi ef eitthvað er.  

En ég verð að hafa húmor fyrir því og vera meðvitaður um það að æfingin skapar meistarann. Að fara í golf og vera úti í fallegu sumarveðri er eitthvað sem heillar mig. Leiran í Garði og næsta nágrenni golfvallarins í Sandgerði er sjarmerandi á slíkum kvöldum. Það er nú ekki oft sem maður upplifir blankalogn hérna á Suðurnesjum, en það gerist við og við svona á kvöldin.  

Ég er með það á stefnuskránni  að njóta betur þeirrar náttúru sem er við túnfótinn hérna á Suðurnesjum. Við félagarnir fórum  í síðustu viku úr á Reykjanes þar sem náttúran endurspeglast í hrjóstugu hrauni, sandi og virknin í jörðinni spýjast upp úr Gunnuhver með mögnuðum hætti. Þá tókum við göngutúr á berginu á föstudaginn og ég hreinlega skammast mín fyrir að hafa búið á Suðurnesjum allt mitt líf án þess að ganga bergið, þangað ætla ég aftur.  

Við erum oftar en ekki svo stressuð að við tökum ekki eftir okkar nánasta umhverfi, verðum bara einn hlekkur í heildinni án þess að líta í kringum okkur. Svo þegar við fáum frí er brunað út á land eða hoppað í flugvél til fjarlægra landa. Besta dæmið er koma Árna Sigfússonar til Reykjanesbæjar. Hann var aðkomumaður sem kom til bæjarfélagsins og sá hugmyndir og lausnir – eitthvað sem fór alveg fram hjá okkur hlekkjunum. Frá því að nafni minn tók við sem bæjarstjóri 2002, hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um rúm 20% ímynd bæjarfélagsins stóraukist. Það sannar það að oftar en ekki er gott að fá nýtt blóð í bæinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Ég blaðraði um þetta á gamla blogginu mínu.  Það er alveg frábært hvað er búið að gera margt flott hér í Reykjanesbæ t.d. fjallið, gosbrunn, steinastyttur og fleira sem gerir bæinn aðlaðandi og eftirminnilegan að mínu mati.  Svo er líka frábært að fara Reykjanesið á góðum degi, skoða Sandvík, Reykjanesvita, Gunnuhver, Bláa Lónið og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég viðurkenni það að ég persónulega er ekki dugleg að fara þetta en vonandi breytist það.

Elenora Katrín Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 01:22

2 identicon

Já maður er alltof latur við að skoða það sem er næst manni!! Við verðum bara að bæta eitthvað úr því ekki satt:)

Anna þóra (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband