Fréttablaðið úti í kuldanum

“Íslendingar velja Fréttablaðið” segir í auglýsingu blaðsins í útvarpinu þar sem fram kemur samkvæmt skoðunarkönnun að Fréttablaðið er mest lesna blaðið í landinu. Ég er nú eitthvað hræddur um að að lesning á þessu blaði eigi eitthvað eftir að dragast saman á næstunni. 

Pósthúsið, sem er dótturfyrirtæki 365 miðla hefur sagt upp 129 manns sem starfað hefur við dreifingu Fréttablaðsins. Þá verður til að mynda hætt að bera Fréttablaðið í hús í Reykjanesbæ og í fleirum bæjarfélögum. Komið verður upp póstkössum í hverju hverfi þar sem fólk getur farið og náð sér í eintak.

Ég segi nú bara fyrir sjálfan mig að ég er ekki viss um að ég nenni að eltast við póstkassa á einhverju götuhorni til að komast yfir eintak af Fréttablaðinu. Þessi póstkassaháttur er viðhafður í nágrannasveitarfélögunum í kringum okkar og ekki veit ég nú hver lesningin er þar. Það er óneitanlega þægilegt að fá Fréttablaðið og 24 stundir heim og maður getur lesið þetta á náttbuxunum yfir morgunmatnum.  Í Reykjanebæ búa rúmlega 14.000 þúsund manns og ég tel það heldur betur einkennilegt að blað sem auglýsir sig sem mest lesna blaðið sjái ekki hag sinn í að skila sér inn um bréfalúguna hjá okkur í Reykjanesbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þarna er ég sammála þér. Það er engin hefð fyrir því að á Íslandi að fólk fari út af heimilinu til að ná sér í dagblöð, hvað þá á morgnana.  Annar hvort eru þau borin heim eða þú sleppir því að lesa þau. Þó það sé hægt að nálgast þau í stærri verslunum hér á Akureyri þá eru meira gestir sem eru að kippa með sér einu og einu blaði. "Mamman" sem skreppur í búðina á leið heim úr vinnunni með 1-2 börn með sér, reynandi að hugsa um hvað á að hafa í kvöldmatinn, hmm..... sé hana ekki fyrir mér muna eftir að taka með sér Fréttablaðið í leiðinni. Enda, hvenær í ósköpunum á hún að hafa tíma til að lesa það? Veit ekki hvort þeir ætla að hætta að bera út hér, hef ekkert heyrt um það og er alveg rólega. Hætti þá bara að lesa það. Mun minna verður að fara með í blaðagáminn.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 28.8.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Tek undir þetta með ykkur og það er alveg makalaust hvernig komið fram við fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins,af hverju eru ekki allir þá fullgóðir til að sækja sitt blað.Ég bý í Reykjavík en hef búið á nokkrum stöðum á landinu.

Guðjón H Finnbogason, 28.8.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Sammála ykkur.  Fréttablaðið er einstöku sinnum borið út hér í Garðinum, kannski c.a. 1 -2 í viku.  Ég man aldrei eftir því að taka með mér eintak úr búðinni, hvað þá úr einhverjum póstkassa.  Ég hætti bara að lesa það.

Elísabet Sigurðardóttir, 29.8.2008 kl. 08:44

4 identicon

Alveg sammála þér í þessari færslu. Ekki það að það komi oft inn um mína lúgu og ég á eftir að sjá það að póstkassarnir haldist heilir og hvað þá að fólk nenni að fara og sækja sér blaðið

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:22

5 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Ég fékk uppsagnabréf frá þeim í dag, þeir gefa 3 mán uppsagnafrest þannig að þetta er ekki alveg að gerast strax en ég segji fyrir mig að ég nenni ekki að hlaupa niður þrjár hæðir á náttbuxunum til að sækja blaðið á morgnana hvað þá að hlaupa eitthvað út á götu til að sækja það, ég heyri á fólki að það er bara ekkert að standa sig útburðarfólkið, blöðin koma bara eftir dúk og disk, það er ekki sanngjarnt að borga fólki fyrir útburð sem það skilar ekki frá sér, það er alltaf einhver einn sauður sem eyðileggur fyrir okkur hinum.  Ég allavega ber út samviskusamlega í mínu hverfi.

Elenora Katrín Árnadóttir, 29.8.2008 kl. 23:45

6 identicon

Blessaður Addi!! Hvernig væri nú að þú skrifaðir eitthvað um baráttu ljósmæðra?? Þú ert svo góður penni og gaman að heyra hvað þér finnst um þetta mál og margir sem kíkja á bloggið þitt...... (smá áskorun..... hehhee..)

kv Inga í verkfalli í sumarfríinu sínu:-/

inga dís (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband