Velkomin á Ljósanótt

Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt hófst hérna í Reykjanesbæ í gær. Það er alveg frábært að vera hérna og sjá hvað bærinn lifnar við og iðar af mannlífi. Það eru atburðir um allann bæ, 60 listsýningar, fjöldi tónleika, vísindasmiðja, Tivólí, já söngur og gaman hvert sem litið er.  

Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að hlakka mikð til, ég hlakka orðið meira til Ljósanætur en jólanna og þá er nú mikið sagt. Í gærkvöldi var miðbærinn fullur af fólki á röltinu á milli sýninga og uppákoma og maður rakst allsstaðar á fólk sem maður þekkir og hefur ekki hitt lengi. Það er bros á vörum allra. Ljósanótt er án efa önnur stærsta hátíðin á eftir menningarnótt. Í fyrra voru 30 þúsund manns á Ljósanótt, við erum að tala um þrefalt meira en oftast er á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Í kvöld verður Bubbi Morthens á stóra sviðinu ásamt Jóhanni Helga og Magnúsi, Rúnar, Júl og Raggi Bjarna taka saman lagið og margt fleira. Hápunkturinn sem svo laugardagskvöldið sem endar með flottustu flugeldasýningu sem sögur fara af.  Veðrið leikur við okkur hérna og ættu allir sem eiga þess kost að koma við hjá okkur að drífa sig af stað og eiga frábæra helgi með og reyknesingum, ég segi bara góða skemmtun um helgina og verið velkomin á Ljósanótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mæti  pðottþétt á Ljósanótt  vonandi verðum  við heppin með veður  eru þett a annars ekki Ljósanætur

Gylfi Björgvinsson, 5.9.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Anna Guðný

Góða skemmtun um helgina

Anna Guðný , 5.9.2008 kl. 22:43

3 identicon

Þessi Ljósanótt stóð upp úr, bæði varðandi dagskrá,  aðsókn og eins flugeldasýningarinnar.

Emil Páll (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Vona að þú hafir skemmt þér vel.  Ég kíkti auðvitað, flugeldarnir voru geggjaðir .

Elísabet Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband