Leysa þarf kjaradeilu ljósmæðra

Ekkert þokast í kjaradeilu ljósmæðra, verkfall skellur á í kvöld. Ég verð að viðurkenna að mér brá þegar ég sá í fréttum um daginn launin sem ljósmæður hafa. Ljósmæður hafa lokið fimm ára háskólanámi og eru að fá 274.000 til 291.000 þúsund á mánuði. Þessi laun eru eru engan vegin í takt við það nám sem þær hafa lokið og hvað þá ábyrgðina sem hvílir á herðum þeirra. 

Störf ljósmæðra er mjög mikilvæg og verkfall þeirra veldur að sjálfsögðu áhyggjum verðandi foreldra. Sem betur fer er nú lágmarks þjónusta í boði á höfuðborgarsvæðinu, en hérna í Reykjanesbæ ekki. Eitt barn fæddist héðan í verkfallinu í síðustu viku og fæddist það í Reykjavík þar sem þjónustan lá niðri hérna.  

Í okkar samfélagi þar sem lífsgæði eru með því besta á heimsvísu, þurfa þungaðar konur að hafa verulegar áhyggjur. Ástandið er engan vegin viðunandi og þarf að leysa þessa deilu hið fyrsta.  Ég er samt fullviss að ekki verði gengið að kröfum ljósmæðra um 25% launahækkun en finna þarf málamiðlun í deilunni. Ástandið í samfélaginu er með þeim hætti að ekki er mikil von um að gengið verði til samninga um 25% launahækkun sem gæti verið fordæmisgefandi í komandi samingaviðræðum þegar samningar verða lausir í febrúar næstkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst 25% hækkun ekki of mikið fyrir þeirra nám. Þær hafa líka dregist aftur úr í launum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.9.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Árni Árnason

alveg sammála þér, þær eiga þetta fyllilega skilið - en eins og ég segi í pistlinum þá tel ég því miður litlar líkur á að þær nái fram þessum kröfum sínum.

Árni Árnason, 11.9.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Vona svo innilega að það verði gengið að þessu.  25% hækkunin ætti að vera lágmarkslaun fyrir þær miðað við hvað er í gangi í þjóðfélaginu.  Baráttukveðju til þeirra. 

Elísabet Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 13:20

4 identicon

Vá, greinilega langt síðan ég hef lesið bloggsíður af viti:)    En hva...voðalega ertu orðinn alvarlegur eftir að þú fórst á Moggabloggið ;)

Hrund (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:17

5 identicon

sæll Addi minn og takk fyrir gott blogg.  Smá leiðrétting. Námið er 6 ár en ekki 5... 4 ár í hjúkrunarfræði og 2 ár í ljósmóðurfræði og ekkert sumarfrí þau 2 árinn (erum í náminu líka um sumarið).  Varðandi kröfu okkar um 25% launaleiðréttingu vonum við svo sannarlega að ríkisstjórnin sjá einhverstaðar ljós og komi á móts við okkur í þeim málum!! Held reyndar að þeir séu bara ekki fæddir og séu bara enn í myrkrinu  í vernduðu umhverfi í móðurkviði þar sem þeir hvorki heyra né sjá kröfur okkar og hvað þá sanngirni krafna okkar!!  Tilboðin sem við höfum hingað til fengið eru hlægileg!! Það er miður að vera búið að mennta sig í 6 ár í háskóla og finna sig vel í starfi og bugast svo undan því að starfa við það vegna lélegra kjara en það er því miður þannig hjá mörgum okkar!! Og þetta með rökin um að við erum að krefjast launaleiðréttingar á röngum tíma vegna lélegs ástands í efnahagslífinu og að allar aðrar stéttir komi á eftir okkur með sambærilegar kröfur... ég blæs á þetta!!!! Það virðist aldrei vera rétti tímin... þegar efnahagurinn var góður mátti enginn biðja um launahækkun vegna þess að þá færi skrið af stað og mátti ekki rugga bátnum... Og ef einhverjar stéttir koma á eftir okkur með sambærilegar kröfur má bara skoða hvort það séu sanngjarnar kröfur eða ekki!! Við erum meira en 70 þús kr lægri en aðrir ríkisstarfsmenn með sambærilega og minni menntun (5 ár) og erum bara að krefjast þess að menntun okkar sé metin að verðuleika og ábyrgð okkar í starfi einnig metin!!!  En þetta er að verða eins og heil bloggfærsla hjá mér svo ég hætti hérna.. kveðja frá Ingu (ljósmóðir ef einhver skyldi ekki vita það...)

inga (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 05:28

6 Smámynd: Árni Árnason

Takk fyrir þetta Inga ! Frábært að heyra frá ljósmóður hérna. Ég veit vel að þið eigið þessi 25% vel skilið það er ekki málið, en það sem ég á við er að ég er hræddur um að efnahagsástandið verði notað gegn ykkur, því miður ! En að sjálfsögðu styð ég ykkur heilshugar í kjarabaráttu ykkar.

Árni Árnason, 13.9.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband