Ísland er land mitt !

Ég er ríkur, ég vil hvergi annarsstaðar vera en á mínu  ylhýra Íslandi. Land og þjóð er mér allt og hér hef ég alið manninn alla mína hunds og kattatíð. Hér líður mér vel. Síðustu mánuði hef ég látið neikvæðni ná tökum á mér, verið pirraður út alla aðra en sjálfan mig. Pirraður yfir kreppunni, ástandinu, pirraður yfir því að vera í fjárhagslegum vandræðum, hef ekki séð til sólar vegna hugarástands sem er engum hollt.  

 Við unga fólkið viljum eiga allt það flottasta, glæsileg heimili, flotta bíla og ganga í klæðnaði sem endurspeglar hátískuna á hverjum tíma. Sumir eru hagsýnir og safna fyrir hlutunum og fara eftir mottói Páls Óskars, að það sé skemmtilegra að kaupa sér hlutina þegar maður á fyrir þeim, mikið til í þeirri speki. Ég hef átt nokkur góð samtöl við móður mína sem er rúmlega sextug. Ég hef áttað mig hvernig þeir sem eldri eru hugsa öðruvísi en við sem yngri erum. Með samtölunum hef ég náð að framkvæma hugarfarsbreytingu og núna líður mér betur.  

Ég á frábæra fjölskyldu, foreldra, ömmu, þrjú systkini og sex frændsystkini sem ég dýrka.  Peningar koma og fara, hús og bílar koma og fara, en á meðan við höfum hvort annað og höldum heilsu þá erum við rík. Lífsgæðakapphlaupið má ekki ná tökum á okkur, við megum ekki gleyma því mikilvægasta í lífinu. Það er stuðningur, ást og umhyggja þeirra sem standa manni næst. Ég er líka svo ríkur að ég á stóran vinahóp sem fyllir líf mitt að gleði og hlátri, samverustundum sem eru mér svo mikils virði.  

Í öllum þessum látum sem ganga yfir þjóðfélagið núna gleyma margir sér, leyfa reiði og hatri ná tökum á sér, neikvæðum tilfinningum sem skilar engu nema eigin vanlíðan.  

Þar sem ég er sjálfstæðismaður og verð það alltaf, fæ ég að heyra það reglulega frá fólki, hvernig minn flokkur er búinn að klúðra íslensku samfélagi, hvernig minn flokkur hefur gert drauma og vonir fólks að engu. Ég er ekki sammála þessu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið einn við stjórnvöldin hér í landinu síðastliðna áratugi, þótt hann hafi að sjálfsögðu verið einn af stjórnarflokkunum. Geir hefur í sumar unnið að því að auka lausafjármagn í landinu til að draga úr áhrifum kreppunnar. Ekki má heldur gleyma því í umræðunni að þetta ástand er ekki eins dæmi. Kreppan er um alla Evrópu, Bandaríkin, Kanada. Allsstaðar er sótt að almenningi í þessu ástandi. Geir og félagar standa í ströngu við að bjarga hag þjóðarinnar á sama tíma og fjölmiðlar næra almenning á neikvæðni og stuðla að múgæsingi. Það væri frábært ef fjölmiðlar gætu séð af sér og fjallað með jákvæðum hætti um stöðuna. Ég vinn við fjölmiðil sjálfur og veit alveg hvernig hægt að stjórna umræðunni ef maður vill fara þann veg. 

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja að við ættum að taka Bandaríkin okkur til fyrirmyndar, en nú er staðan slíka að keyra þarf upp samkennd og einingu í landinu. Keyra á þjóðernishyggju og baráttuhug þjóðar sem hingað til hefur náð að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum í gegnum tíðina. Náttúruhamfarir,kreppur, Þorskastríð, hersetu, berklar og fleira sem við höfum glímt við og alltaf staðið okkur. Þjóðin þarf að taka höndum saman og standa á bakvíð ríkisstjórn landsins, vinna með henni að árangri. Ég er get sannfært ykkur um það að sama hvaða stjórnmálamaður úr sama hvaða stjórnmálaflokki stæði í sporum Geirs þessa stundina þá hefði viðkomandi minn stuðning. Einn maður vinnur ekki stórsigra í hópíþrótt, hann þarf liðið allt með sér og stuðning úr áhorfendastúkunum.  

Kæru íslendingar oft er þörf en nú er nauðsyn að standa öll sem einn, brjótum ekki niður það sem er verið að reyna að afreka, tölum hlutina upp á við, jákvæðnin ein getur flutt fjöll. Hættum sandkassaleiknum að finna einhvern sökudólg, hættum að röfla um brottrekstur embættismanna, það er tími fyrir slíkt síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Núna dettur mér þó helst í hug þökk sé Framsókn og Jóhönnu Sigurðar að Íbúðalánasjóður var ekki lagður niður.

Auðvitað eru Sjálstæðismenn misjafnir , eins og annað fólk en ég fer ekki ofan af því. DO má missa sig í Seðlabankabrúnni.

En jákvæðni, já áfram með hana. Ekki veitir af.

bros og knús í hvert hús.

Anna Guðný , 9.10.2008 kl. 08:08

2 identicon

Sæll vinur

Ég kalla þig góðan að lofsyngja mann ( Geir Harða ) sem rétt í þessu var að kalla fjölmiðlamann fífl og dóna.....Ef hann væri eins stórkostlegur og þú vilt láta vera að þá ætti hann að hafa stjórn á skapi sínu og gæta orða sinna. Í það minnsta í vitnaviðurvist.

Ef einhver er dóni að þá er það hann, gerir það að leik sínum að hunsa spurningar fjölmiðlamanna sem ekki hugnast honum.

Þetta var jú kollegi þinn sem hann kallaði fífl og dóna, í það minnsta titlar þú þig fjölmiðlamann, þó svo að ég persónulega hafi ég aldrei álitið Tíðindi vera fjölmiðil... Hefur ávalt flokkast sem ruslapési í mínum huga...

Held að þú ættir að finna þér einhvern annan en Geir Harða til að slá til riddara..

Kær kveðja

Inga babe 

Ingibjörg Sólrún (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Árni Árnason

Sæl "Ingibjörg Sólrún" ég stend með Geir og hef fullann rétt til þess. Það einmitt vekur athygli mína varðandi fréttaflutningnum af þessu er að við vitum ekkert hvað hafði á undan gengið þeirra á milli ! Það er pottþétt að Geir sagði þetta um Helga Seljan að ástæðulausu. Þú talar um að hunsa spurningar sem ekki hugnast honum, bíddu miðað við myndbrotið af atvikinu á visir.is fékk Helgi ekki að spyrja spurningarinnar þannig að hvernig veistu að spurningin sem Helgi hafði hugsað sér að spyrja hafi ekki hugnast Geir ?

Hvað varðar þína skoðun á Tíðindum þá hefur þú bara fullann rétt á þeirri skoðun og þér er Guð velkomið að vera með smá derring hérna, en versta við það þegar fólk er með derring  þorir svo ekki að koma undir eigin nafni. Ég dreg það í efa að þú heitir Ingibjörg Sólrún, ert kannski bara Gísladóttir líka ?

En samt sem áður, alltaf gaman að fá mismundandi skoðanir á hlutunum !

Árni Árnason, 9.10.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Elenora Katrín Árnadóttir

Ég kem hér undir nafni og segji það enn og aftur.  Þú mátt hafa þínar skoðanir Addi minn eins og allir aðrir.  Það er algjör óþarfi að vera með skítköst þó að fólk hafi aðrar skoðanir en þú.

Ég ætla nú bara að missa út úr mér svipað og flokksbróðir þinn:  ÞESSI KONA ER FÍFL OG DÓNI !

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Kærleikskveðja frá mér til þín.

Elenora Katrín Árnadóttir, 9.10.2008 kl. 23:11

5 identicon

Við getum verið sammála um það að nákvæmlega þessi tímapunktur er ekki vænlegur til þess að draga menn til ábyrgðar. Vissulega þurfum við að sameinast við að koma þjóðinni úr þessari krísu og svo um leið og það lygnir til þá þarf að fara í saumana á því hvað klikkaði og draga þá einstaklinga til ábyrgðar sem eiga í hlut.

Þó að ég sé nú engin sérstakur stuðningsmaður Geirs þá er algjör óþarfi að gera mál úr þessu atviki með Helga Seljan, maðurinn er undir mikilli pressu þessa dagana og eflaust stuttur í honum þráðurinn þannig að maður verður að reyna að fyrirgefa honum það. Þó hefði auðvitað verið heppilegra að hann hefði sleppt þessum ummælum.

Það mun koma sá tími þegar menn verða dregnir til ábyrgðar, í mínum huga er engin spurning hverjir þurfi að víkja, enda þó nokkrir algjörlega búnir að bregðast þjóðinni....

Góðar stundir

Helgi Þór (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Gaman af þessu, ég er sjálfstæðismaður og verð það alltaf. Gerir þú ekki ráð fyrir því Árni að þú þroskist og vitrist með tíð og tíma.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.10.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Árni Árnason

Hæ Guðrún, ég fýla hvað þú skefur aldrei utan af hlutunum og segir akkúrat það sem liggur þér á hjarta og hvað þér finnst ! Það er skemmtilegt ! Þó svo að það geti stundum verið svolítið einstrengislegt

Árni Árnason, 13.10.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Árni þegar ég las postilinn þinn datt mér í hug drengurinn minn sem einu sinni var lítill og sagði þá við mömmu sína, mamma ég ætla alltaf að búa hjá þér. Það er þetta alltaf sem er svo erfitt viðueignar.

Njóttu. Við eigum að vera hreinskilin.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.10.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband