Lilja Mósesdóttir segðu af þér !

Ég velti fyrir hvað einstaklingar eru að gefa kost á sér til setu á Alþingi, sem treysta sér ekki til að takast við þær skyldur sem þar þarf að takast á við?  Lilja Mósesdóttir þingmaður VG kallaði til varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar, þar sem hún hreinlega treysti sér ekki að afgreiða atkvæði um meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave.

Hvað er Lilja að gera á þingi ? Vinstri grænir eru þverbrotnir í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þau kjósa með aðildarviðræðum þrátt fyrir að vera gallhörð gegn ESB og núna hleypur Lilja undan skyldum sínum í nefndinni, varaformaður nefndarinnar ! Allt er þetta gert til að ríkisstjórnin springi ekki. Hvers megum við almenningur vænta út úr ríkisstjórnarsamstarfi sem er þverbrotið á alla vegu?

Þá talar Steingrímur Joð um að þingmenn séu bundnir sannfæringu sinni – hafa þingmenn hans verið að kjósa í þá vegu? Nei heldur betur ekki og það er í raun ótrúlegt að fylgjast með VG sem hefur gjammað út og suður í gegnum tíðina, gegn ESB, gegn greiðslu á ESB, en hver er staðan í dag? Jú VG er að keyra þetta allt saman í gegn, bara til að halda í völdin, völdin sem þau ráða ekki við.

Lilja hefur á örskömmum tíma sýnt það og sannað að hún á ekkert erindi á Alþingi íslendinga. Lyddur eins hún eru ástæða þess að almenningur er farinn að sakna Davíðs Oddssonar í stjórnmálum. Mann sem þorir að taka ákvarðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki alltaf sammála þér en núna er ég það.

Sigurður Jónsson, 22.7.2009 kl. 19:20

2 Smámynd: Árni Árnason

Er þetta ekki bara í fyrsta skiptið sem þú viðurkennir að vera sammála mér  heheh

Árni Árnason, 22.7.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband