Stöndum frammi fyrir tveimum slæmum kostum

Þingmenn hafa setið undir 2. umræðu um Icesave á Alþingi og enn virðist langt í land í þessu veigamesta máli þjóðarinnar frá upphafi. Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins telur að breytingartillögurnar haldi ekki.

Þessi Icesave deila virðist engan enda ætla að taka á meðan að þjóðin er í frosti. Ríkisstjórnin var ákveðin í að keyra málið í gegn án allra breytingatillagna og um leið reiðubúin að leggja dauðadóm á þjóðina. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að staðan er virkilega erfið. Ég er þó virkilega ósáttur við samninganefndina sem á örskömmum tíma undirritaði samning sem er engan veginn í takt við stöðu samfélagsins og hvað þá getu þess á næstu árum.

Eðlilega er Icesave deilan til umræðu í þjóðfélaginu og sitt sýnist hverjum. Almenningur á að greiða upp útrásina, á meðan þeir sem komu okkur í vandræðin sjá það ekki í hjarta sínu að biðjast afsökunnar og hvað þá að skila auðæfum til baka. 

Ég hef hingað til ekki verið þeirrar skoðunnar að þjóðin eigi að blæða fyrir einkafyrirtæki, bankarnir voru einkavæddir í góðri trú um að það væri hagur einstaklinga og fyrirtækja í landinu. Því miður var þeim beitt á rangan hátt, við vorum öll agndofa yfir árangrinum, hagnaðinum, veltu þeirra og umsvifum.  Ég velti stöðunni fyrir mér á hverjum degi og hef fyrir löngu áttað mig á því að við erum stopp. Fyrirtæki eru fjárhagslega svellt, bankastofnanir eiga sumar hverjar ekki fjármagn til að borga þeim út sem eiga fjármagn hjá þeim og vilja taka út. Hvað þá að geta komið til móts við fyrirtæki hvað fjármagn varðar.  Á meðan blómstar atvinnuleysi, verðhækkanir eru sjáanlegar á hverjum degi, skuldir heimilana vaxa og almenningur missir tökin. Erum við kúguð til að borga? Svar mitt er því miður já.

Við stöndum frammi fyrir kúgun og eigum tvo valkosti sem báðir eru afar slæmir fyrir Ísland. Greiða og takast á við niðurskurð sem bitnar á hverjum og einum í landinu næstu árin. Hinn kosturinn er að fella frumvarpið um Icesave og einangrast.  Eitt veit ég að við þurfum að fá fjármagn inn í efnahagskerfið til að vinna okkur út úr þessu ástandi.  Hlúa þarf að fyrirtækjum og nýsköpun í samfélaginu til að skapa hér atvinnu. Þetta er keðja sem ekki má slíta, þegar fyrirtækin geta boðið upp á atvinnutækifæri eiga landsmenn fyrir saltinu í grautinn.

Ég vona svo innilega að það myndist sátt á Alþingi og gerðar verða breytingartillögur sem nægja til að einhver varnagli verði á samningnum. Við verðum með einhverjum hætti að leysa aðeins um snöruna, það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir því að standa saman eins og nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Árni !

Lyddur já; - talandi, um lyddu hátt.

Ég fæ nú ekki betur séð; en að málflutningur þinn, sé með þeim hætti, að viðhorf þín, séu ekkert; svo víðs fjarri Eyrbyggjanum (Grundfirðingnum) Lilju, hér framar, hjá þér.

Ætli væri ekki nær; að þið Sjálfstæðismenn - aðalhönnuðurnir, að því frjálshyggju spilverki; hvert þið hófuð á loft, með hjálp Framsóknarmanna og krata, á 10. áratug síðustu aldar, tækjuð til við, að þrífa upp skítinn, hvern þau ómerku hjú; Jóhanna og Steingrímur, ráða engan veginn við - en, ...... undir eftirliti annarra, þyrftuð þið þó að vera, Árni; því,, ykkur er ekki treystandi, fyrir einum krónupening, hvað þá meir - Valhallar liðum.

Ekki hvarflar að þér; að nefna sjálfsagða sókn, í sjávarútvegi og landbúnaði, hvar næg eru tækifærin enn - Jóhann frændi minn; yfiraulabárður í Hafrann  sóknastofnun, og gæðingaveldi hans, ásamt Fiskistofu liðinu, á ekkert að ráðskast með, hvað veitt er - og hvað ekki.

Rétt er, að minna þig á, að ruslara lið það, innan þings - sem utan, hvert var helzta hjálpar lið ''útrásar'' níðinganna, nýtur verndar flokks forystu þinnar, og ættir þú nú að fara að gæta að, hvort þið þyrftuð ekki, að fara að taka til, í ykkar ranni, Árni.

Svo; er rétt, að minna veruleika firrt fólk, sem þig - og aðra miðjumoðs flokka fylgjendur á; að bjargræðið kemur ekki allt - frá Vesturhluta Evrópu (ESB), eða Bandaríkjum Norður- Ameríku - veröldin býður okkur, mun fleirri kosti, Reyknesingur góður !!!

Með; fremur nöprum þjóðernissinna kveðjum, en kveðjum þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:11

2 Smámynd: Árni Árnason

Sæll Óskar og takk fyrir þitt innlegg í umræðurnar hérna hjá mér. Ég vona að fleiri bætist við og hér sé hægt að eiga eðlileg skoðanaskipti.

Ég er algjörlega sammála þér að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera í forystu í Íslensku samfélagi í dag, við höfum dugnað og þor til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.  Þú bendir einnig á að ég minnist ekki á sóknarfærin hvað varðar sjávarútveg og landbúnað. Ég hef verið hér með pistla þar sem ég hef bent á mikilvægi þess að stykja þessar tvær stoðir samfélagsins sem eru okkur mikilvægar. Þú getur ugglaust fundið fyrri pistla hér um það.

Þú sakar mig um að vera veruleikafirrtan, það er þín skoðun og að mínu mati tel ég það vera þröngsýni þín, við eigum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, þrátt fyrir að þær endurspegli ekki okkar eigin skoðanir.

Árni Árnason, 22.8.2009 kl. 03:26

3 identicon

Sæll; á ný, Árni !

Þakka þér; andsvörin skilvís, en,........... miklu þurfið þið, út úr Valhöllu ykkar að moka - frjálshyggju- og einkavæðingar kögglunum öllum, áður ég yrði dús við ykkur, Árni minn.

Hvað; framleiðslu greinarnar snertir, gleður mig, að þú skulir vera samstíga mér, í þeim efnum. 

Jú; veruleika firringu ykkar, byggi ég, á þeirri staðreynd, að þið skuluð ekki enn, vera búin, að reka flokks forystu ykkar ALLA; úr flokknum, opinberlega, og ávinna ykkur 15 - 20% fylgis aukningu, að minnsta kosti, þar með. Ég hefði þurft, að árétta það, í fyrri athugasemd minni - svo skýrt kvæði; á um.

Með beztu kveðjum, í landnám Steinunnar gömlu - og nágranna hennar, fyrr á tíð, að þessu sinni, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband