24.7.2008 | 12:35
Borguðum við brúsann ?
Ég velti fyrir mér hvort íslenskir skattgreiðendur hafi borgað brúsann ? Martha og fylgdarlið hennar gisti alla vega á okkar kostnað, en þau dvöldu í forsetabústaðnum á Laufásvegi. Þá voru forsetahjónin á ferðalagi með henni, snæddu bleikju á Þingvöllum, ætli Ólafur hafi tekið upp debet kortið sitt og borgað fyrir sig og frúnna? Þá var hátíðarkvöldverður á Bessastöðum þar sem helstu fyrirmenn þjóðarinnar fengu að snæða með Mörthu.
Auðvitað er frábært að forsetahjónin taki vel á móti vinum sínum, en eru þau alltaf í hlutverki forsetans og forsetafrúnnar? Nú veit maður það ekki. Forsetaskrifstofan veitti DV ekki upplýsingar um hver aðkoma embættisins var að heimsókn Mörthu, heldur nýta allan þann tíma sem skrifstofan hefur til að draga það að svara. Ég les úr því að sótsvartur almúginn hafi greitt brúsann. Hvar er línan á milli þess að vera í embættisverkum og bara fá vini sína í heimsókn ? Ég er hræddur um að forsetahjónin séu að slá um sig á kostnað þjóðarinnar.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Ég gæti alveg trúað því að við höfum fengið að borga fyrir hana Mörtu vinkonu.
Hissa yrði ég ef að betur er haldið á fjármálum hjá forsetaembættinu en annarsstaðar hjá hinu opinbera.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.7.2008 kl. 13:25
er þetta eitthvað sem þarf að velta fyrir .. við höfum örugglega borgað fyrir þetta eind og annað
Margrét M, 24.7.2008 kl. 14:43
oh ég væri til í að komastí svona party ;)
Helga Björg, 24.7.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.