Helgi var í sumarfríi

Helgi Seljan Kastljósmaður hringdi í mig áðan. Það var gaman að heyra í honum hljóðið, hann var bara ferskur á því, en vildi benda mér á það að feðraorlofið hans var búið og við hafði tekið sumarfrí í kjölfarið. Þá fór hann í sjóferðina góðu, þannig að hann var ekki að svindla á feðraorlofinu eins skilja mátti frétt DV. Helgi tók þessu með jafnaðargeði og fannst ég frekar vægur í pistlinum gagnvart sér og sagðist sjálfur bruðist eins um einhvern annan, en eina ferðina enn gleymast eðlileg vinnubrögð á DV. Í DV í dag er fjallað um dæmdan morðingja á Kvíabryggju sem átti að hafa lyft 291 kg. kraftlyftingum undir berum himni í lágmarksgæslu. Fangelsismálastofnun sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem greint er frá því að þessi fangi sem um er rætt sé bara alls ekki vistaður á Kvíabryggju og er ekki á myndinni sem birt var með fréttinni. Ég kann að meta símtalið frá Helga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Aldeilis flott að heyra að Helgi hafi hringt í þig. En ég fór a hugsa hérna, erum við ekki alltof fljót að búast alltaf við hinu versta af fólki? Ég reyni og reyni að vera jákvæð en dett hvað eftir annað í þenna leiðindagír. Held þó að það sé vegna þess að þetta er svo ríkt í umhverfinu og þá er það bara meiriháttarmál að halda jákvæðninni.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 24.7.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Árni Árnason

Jú það getur eflaust verðið skýringin. Í þessu tilviki fjallaði ég um frétt í fjölmiðli, þetta kennir manni bara enn og aftur að trúa ekki og treysta ekki því efni og málefnum sem tekið er fyrir í DV.

Árni Árnason, 25.7.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Anna Guðný

Einmitt, svo er það líka DV já. Ekki alveg það ábyggilegasta. En þetta með jákvæðnina meinti ég samt frekar svona almennt. Mér finnst öfundsýki vera mikil hér en það vanti á að fólk samgleðjist öðrum. Stundum finnst mér enginn mega gera neitt sem kostar peninga, þá er einhver kominn til að segja að honum hafi nú verið nær að nota peningana í eitthvað gáfulegra. Kannski mest áberandi í bloggheimum því þar auðvitað, þó það sé skrifað einu sinni, þá sést það alltaf.

Æi, ég er bara að svona að velta þessu fyrir mér.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 25.7.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Helga Björg

Fínt að kíkja í dv svona til dægrastyttingar en hættulegt að nota það fyrir heimildarit eða taka þær upplýsingar sem þaðan koma sem háalvega hluti Kveðja frá Austria

Helga Björg, 26.7.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband