Hraðbyr í torfkofanna


Ég velti fyrir mér tilgangi Alþjóða gjaldeyrissjóðnum varðandi þá kúgun  sem okkur er beitt. Ég skil ekki hvernig Ísland á að rétta úr kútnum og koma á mannsæmandi lífsskilyrðum að nýju.  Niðurskurður er lausnarorðið um þessar mundir ásamt skattahækkunum vinstri manna.

Er almenningur að átta sig á því hvað það er að vera með 50% skattheimtu af launum? Einstaklingur sem hefur unnið sig upp og nær, til að mynda 600.000 þúsund, þarf að borga um 300.000 þúsund í skatta. Persónuafslátturinn bjargar ekki miklu, þá á eftir að borga í lífeyrissjóði, félagsgjöld og fleiri tekjutengd gjöld. Hvernig er þetta þá að koma út fyrir þá sem hafa lægstu tekjurnar og  þurfa að borga 45% skatta?

Á meðan Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra leggur fram aðlögunartillögur í þágu heimilana, um að teygja á lánum til lengri tíma til að lækka greiðslubyrgði, eru boðaðar skattahækkanir. Heimilin í landinu ráða ekki við greiðslubyrgðina og aðlögunin á að koma til bjargar. Hvernig á það ná saman að lækka aðeins greiðslubyrgði á sama tíma og veruleg launaskerðing á sér stað ? Við verðum í sömu sporunum áfram.

Ég hef áður tjáð mig um heilbrigðisþjónustu og þann niðurskurð sem þar á sér stað. Næst á að skera niður á eldri borgara á vistheimilum. Skerða á vasapeninga vistmanna um 30%. Það vita allir, að ef einstaklingur fer á dvalarheimili þá tekur heimilið ellilífeyririnn og skamtar svo einstaklingnum broti af upphæðinni í vasapening. Til að fara dýpra í málið þá er það einnig þannig að ef einstaklingurinn (eldri borgarinn) á eitthvað inn á bankabók þá er tekin hlutur af þeirri upphæð líka. Köllum við þetta að sjá vel um heldri borgara landsins sem hafa lagt sitt af mörkum í uppbyggingu samfélagsins og greitt skatta og skyldur? Ég verð eigilega að viðurkenna að ég skammast mín fyrir þessi vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn er ávallt sakaður um að gleyma þeim sem minna mega sín – ég sé ekki umhyggjuna streyma frá vinstri stjórninni.

Á sama tíma og Steingrímur og Jóhanna kafa dýpra í vasa almennings og eldri borgara er íslenska ríkið að kasta 7 milljörðum í þróunaraðstoð í vanþróuðu ríkjunum, já 7 milljörðum. Þegar ég var í stjórnmálafræði í Háskólanum þá stóðu vinir okkar pólverjar í samningarviðræðum og inngöngu í Evrópusambandið. Við skoðuðum málið sérstaklega vel og þar kom glögglega fram að Pólland væri eftirbátur annarra ríkja í sambandinu. Mörg ár tæki að eyða fátækt, styrkja atvinnuþætti landsins, velvæða bændur og byggja um hagkerfi sem væri samanburðarhæft við önnur ríki. Pólland var fátækt ríki sem bjó við slök lífskjör. Þetta land sem ég fann til með og studdi heilshugar í inngöngu sinni í Evrópusambandið, er að lána okkur peninga !! Þau vorkenna okkur núna – hlutirnir snúast oftar en ekki í höndunum á okkur.

Skattheimta á auðlindir hrekja frá erlenda fjárfesta, fjölskyldur standa frammi fyrir skertari kjörum, skertari heilbrigðisþjónustu, slakari tækifærum hvað varðar menntun, atvinna verður af skornum skammti og til að toppa þetta munu íslenskar kvikmyndir og þáttagerð heyra brátt fortíðinni. Við erum á hraðferð aftur í torfkofanna ef stjórnin fer ekki frá með hraði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég var satt að segja lengi vel að vona að þessi stjórn myndi starfa og skapa stjórnmálalegan stöðugleika. Við höfum ekki efni á vitleysuganginum sem skapast í kringum kosningar. En það eina sem mér sýnist stjórnin skapa er vitleysugangur og pólitískur óstöðugleiki. Þeir leika sér svo að því að skapa glundroða á vinnumarkaðnum - sem útlit var fyrir að myndi leggja sitt að mörkum fyrir vinnufriðinn. Vinur minn sem tekur oft djúpt í árinni sagði að þetta væru ,, krónískir hálfvitar" og myndu aldrei gera neitt öðruvísi en vitlaust.

Ísland verður að losna við þessa ríkisstjórn sem allra fyrst - þau lalla bara með okkur dýpra út í kviksyndið.

Örvar Már Marteinsson, 11.10.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband