3.8.2008 | 06:22
Stormur í vatnsglasi
Það er vandlifað í þessum heimi, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur stofnað heimasíðuna ljosalag.com þar sem hann er ósáttur við Ljósalagið 2008 og hvernig staðið var að vali lagsins, greint er frá þessu á visir.is. Það virðist ætla ekki að vera þrautarlaus ganga að velja þetta blessaða lag fyrir þessa frábæru fjölskylduhátíð okkar Reyknesinga.
Í fyrra varð allt brjálað þar sem lagið hét Ó Keflavík sem fór fyrir brjóstið á Njarðvíkingum, þá aðallega vinum mínum Gísla Þór og Ólafi Thordersen, sem grétu krókódílatárum yfir textanum. Núna er það að dómnefndin skyldi hafa náð að velja fimm lög til úrslita á tæpum sólarhring sem virðist fara fyrir brjóstið á Guðmundi Rúnari. Það bárust 40 lög í keppnina, ég áætla (tek það fram að ég er bara segja mína tilfinningu í málinu) að svona helmingurinn af lögunum hafi verið rusl sem hægt hafi verið að slökkva á eftir stuttan tíma. Hinn helminginn má alveg hlusta á nokkrum sinnum á þessum tíma, hvað þá þar sem að mjög færir einstaklingar á sviði tónlistar sátu í dómnefnd. Ætlið þið að segja mér að Bjarni Ara hafi bara verið í dómnefnd með hangandi hendi og bara valið eitthvað ? Hvað þá Védís Hervör ?
kom mér að sjálfsögðu ekki í opna skjöldu þegar ég fór á ljosalag.com að fyrsta lagið sem hægt er að hlusta á þeirri síðu sé lag eftir Guðmund Rúnar ! Ég meina come on, það er lágmarkið að fullorðið fólk kunni að taka ósigri með reisn. Þessi megn óánægja sem á að vera um Ljósalagið 2008 er stormur í vatnsglasi eins manns í Reykjanesbæ.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.8.2008 | 19:11
Launanjósnir smáborgaranna
Þá er það árlega umræðan um launamál þjóðarinnar og hverjir eru hæstu skattgreiðendur ársins og svo framvegis. Smáborgarahátturinn í þjóðinni vellur út öðrum hverjum kjafti og sumir flykjast á næstu bæjarstjórnarskrifstofu til að njósna um laun nágrannans eða vinnufélaga sinna. Svo byrjar fólk á að smjatta um Jón í næsta húsi á nýjan jeppa og hjólhýsi og bla bla en er samt bara með þetta í laun á mánuði !
Á meðan að allir geta smjattað á launum hvors annars er verið að tala um launavernd, hvað er launavernd ef við getum svo einu sinni á ári skoðað laun allra? Margir vinnustaðir gera vel við þá sem standa sig vel, launin eru því mismunandi á milli skrifborða, ef þannig má orða það. Í flestum starfssamningum er ákvæði um trúnað um að greina ekki frá launum sínum meðal annarra starfsmanna. Hvernig gengur það upp ? Ef þig grunar að Jón sem vinnur við hlið þér sé með hærri laun þá getur þú auðveldlega komist að því.
Tekjur einstaklinga er þeirra einkamál og að láta gögn með upplýsingum um launakjör liggja frammi er brot á persónuvernd einstaklinga. Eigum við kannski að láta sjúkraskýslur einstaklinga liggja frammi til skoðunnar einu sinni á ári ? Ég vona að þingheimur fari að taka á þessum málum. Okkur kemur ekkert við hvað næsti maður er með í laun, það er ekki okkar að velta fyrir okkur lífsgæðum annarra, við eigum frekar að samgleðjast þeim sem hafa það gott og vinna sjá að því að skapa slíkt umhverfi fyrir okkur sjálf, hver er sinnar gæfu smiður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2008 | 11:00
Akureyri klikkar ekki
En það er bara í góðu, hérna blómstrar lífið og það verður bara gaman að njóta veðursins í dag. Við munum samt ekki fara langt þar sem að Árni Þór sonur Bjargar systir snéri sig eitthvað og á tíma hjá lækni um miðjan daginn. Það er víst mikill áhugi fyrir Kjarnaskógi og jólahúsinu, þannig það verða án efa áfangastaðirnir í dag. Mig langaði að vísu til Húsavíkur en það verður kannski á morgun. Svo er á morgun tónleikar hérna sem mig langar soldið á og þarf að vinna í því að smita út frá mér til að ná einhverjum með mér. Kristjana Stefánsdóttir söngkona með meiru heldur tónleika í Ketilhúsi. Hún er þvílíkt góð söngkona, djassari, blúsari og hvað eina. Þetta kemur bara allt í ljós, ætla að hafa það að leiðarljósi að njóta þess að vera loksins kominn í sumarfrí.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2008 | 03:28
Áfram baggalútur
Ég las þennan skondna texta yfir og ef ég á að vera raunsær þá finnst mér textin einmitt lýsa ástandinu á þjóðhátíð og útihátíðum eins og þær eru. Það er ekkert í textanum sem hvetur til nauðguna eða hvað þá að textahöfundur styðji slíkan viðbjóð.
Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal - þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey." Textin er frekar opinskár um ástandið það er á hreinu, en hann felur samt ekki í sér þau skilaboð sem Hjálmar segir hann gera. Ég er nú orðinn of gamall fyrir þjóðhátíð, en hef nú farið á þær nokkrar í gegnum tíðina, fyrst 1993 og síðast 2006 og það var engin munur á þeim, fá sér í glas og daðra í von um árangur. Ég styð Baggalút í þessu, við vitum að þeir félagar tala létt á samfélagsmálunum og það er um að gera að hafa gaman af þessu skemmtilega rugli í þeim sem þeir að vísu flytja með faglegum hætti svo lögin þeirra ná vinsældum. Hvað Feministafélag Íslands ætla ég ekki að tjá mig, ég að sjálfsögðu styð mannréttindi og jafnrétti heils hugar, en ég styð ekki sérréttindabaráttu byggða á þröngsýni og forsjáhyggju.
Áfram Baggalútur.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.7.2008 | 21:10
Helgi var í sumarfríi
24.7.2008 | 12:35
Borguðum við brúsann ?
Ég velti fyrir mér hvort íslenskir skattgreiðendur hafi borgað brúsann ? Martha og fylgdarlið hennar gisti alla vega á okkar kostnað, en þau dvöldu í forsetabústaðnum á Laufásvegi. Þá voru forsetahjónin á ferðalagi með henni, snæddu bleikju á Þingvöllum, ætli Ólafur hafi tekið upp debet kortið sitt og borgað fyrir sig og frúnna? Þá var hátíðarkvöldverður á Bessastöðum þar sem helstu fyrirmenn þjóðarinnar fengu að snæða með Mörthu.
Auðvitað er frábært að forsetahjónin taki vel á móti vinum sínum, en eru þau alltaf í hlutverki forsetans og forsetafrúnnar? Nú veit maður það ekki. Forsetaskrifstofan veitti DV ekki upplýsingar um hver aðkoma embættisins var að heimsókn Mörthu, heldur nýta allan þann tíma sem skrifstofan hefur til að draga það að svara. Ég les úr því að sótsvartur almúginn hafi greitt brúsann. Hvar er línan á milli þess að vera í embættisverkum og bara fá vini sína í heimsókn ? Ég er hræddur um að forsetahjónin séu að slá um sig á kostnað þjóðarinnar.
22.7.2008 | 21:27
Helgi Seljan misnotar feðraorlofið
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki með það á hreinu, en tel svo vera að þegar maður er í feðraorlofi og þiggur 80% af tekjum sínum til að vera heima með barni sínu, eigi maður ekki að vera í annari vinnu á meðan.
DV greinir frá því í dag að Helgi Seljan Kastljósmaður hafi skellt sér einn túr á Aðalsteini Jónssyni SU og á einni viku náði sjónvarpsstjarnan 700 þúsund krónum í tekjur á sama tíma og hann er að þiggja 80% launa sinna hjá RVÚ. Ef þetta er ekki að misnota kerfið þá veit ég ekki hvað. Ég veit ekki til þess að feðraorlof hafi verið komið á til að nýbakaðir pabbar geti þegið laun fyrir að vera í fríi, en hlaupið til annarra starfa á meðan.
Ég fagnaði þessu fyrirkomulagi að nú gætu pabbar tekið virkan þátt í þeirri stórkostlegu upplifun sem það er að eignast barn, það er með ólíkingum að fólki tekst oft að misnota velferðarkerfið, það fer virkilega í taugarnar á mér. Ég vil að hart sé tekið á þeim sem misnota þetta kerfi, ef menn hafa ekki áhuga að vera heima við og njóta þess að vera heima með fjölskyldunni sinni þá á viðkomandi bara að vera í vinnunni sinni.
Eitt veit ég bara að ég á ekki eftir að horfa hugfanginn á Helga Seljan rakka niður fólk í sjónvarpsviðtölum framvegis, hann hefur margt á samviskunni og er ekki rétti maðurinn héðan í frá til að taka fólk af lífi í beinni útsendingu eins og hann hefur stundað hingað til. Menn sem gerast brotlegir á feðraorlofi á að svipta réttinum og endurgreiða orlofslaunin á allrar tafar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.7.2008 | 02:57
Merzedes Club púaðir niður
Ég hef mikinn húmor fyrir Gillz eða Agli Einarssyni. Þessi Fm-hnakkahroki hans er skemmtilegur og ég hef gaman að lesa það sem hann lætur eftir sér hafa. Á því var engin breyting í Fréttablaðinu í gær. Þar telur hann sig vera fórnarlamb sveitamennsku, eftir að hljómsveitin Merzedes Club var hreinlega púuð niður á landsmóti hestamanna á dögunum.
Umboðsmaður hljómsveitarinnar vill meina að þegar Haffi Haff fór að taka einhverja svona gay-klúbba-takta þá svelgdist einhverjum bændum á bjórnum sínum !!! ehhehe Ég verð nú að segja það að ég var nú staddur í brekkunni á landsmótinu þegar þessi hljómsveit mætti á svæðið. Og ég verð líka að segja það að það voru nú ekki bara nokkrir bændur sem púuðu, það var bara stór hluti fólksins í brekkunni. Alla vega allflestir í kringum mig.
Það var mjög augljóst að tónlistarflutningur hljómsveitarinnar féll ekki undir það að vera lifandi flutningur, heldur var hann á geisladisk og þegar lagið sem Haffi Haff syngur með þeim var hann byrjaður að syngja, en ekki mættur á svæðið heldur var kallað á hann og hann hoppaði inn á sviðið þegar lagið var komið vel á veg. Klaufalegheitin fóru í taugarnar á fólki í brekkunni og tónlistin og vöðvahnykkirnir voru bara ekki að heilla, því miður Gillz.
Sveppi var kynnir á landsmótinu og fór á kostum og ákvað að slá upp léttu gríni þar sem hann sá að hljómsveitin var ekki að ná til áhorfenda og reif sig úr að ofan og upp á sviðið til vöðvafjallanna. Sveppi náði að taka mesta höggið af Merzedes Club og sagði svo í lokin að hljómsveitin ætlaði að taka 12 lög í viðbót og þá púaði mannfjöldinn. Hvað um það að þessi hljómsveit eigi ekki eftir að vera langlíf að mínu mati þá vona ég svo innilega að Gillz haldi áfram að svara með þeim hætti sem hann gerir áfram svo ég geti skemmt mér við lesturinn. Bara svona í lokin er hérna partur af svari Gillz við púinu::
Meðal þorra gesta en það voru einhverjir 30 gæjar með órakaðan pung og 50 kílóum of þungir sem voru með dólg. En þeir sögðu nú ekki mikið þegar við hittum þá. Grjótharðir uppí stúku en þegar þeir mættu Stóra G [Agli] þá var nú ekki uppi á þeim tippið."
Egill segir þetta ekkert óeðlilegt. Velgengnin á sér óvini. Ég skil það vel. Ég væri sjálfur pirraður. Þarna var ég, ógeðslega flottur rúntandi um á 400 hestafla Bens, tek 150 kg í bekk ... það eru ekkert allir sem höndla það."Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.7.2008 | 18:16
Hálfgert hundalíf
Mig langar að deila með ykkur sögu, sögu sem er sönn. Það gerðist í þessari viku að einn fjölskylduhundur hér í bæ átti afmæli. Dóttirinn á heimilinu var friðlaus að gefa tíkinni afmælisgjöf í tilefni dagsins. Hún náði að draga pabba sinn út í Samkaup þar sem sú stutta hafði áður rekið augun í hundól sem henni langaði að gefa tíkinni.
Pabbinn fór með dótturina en ólin var uppseld. Sú litla dó ekki ráðalaus og fann hundalakkrís í staðinn, sem pabbinn keypti. Þegar heim var komið spýtti afmælistíkin lakkrísnum út úr sér og vildi ekki éta hann. Lakkrís pokinn lág á borðinu þegar húsmóðurinn og sonur komu heim síðar um daginn. Pabbinn sat í stofunni og mamman og sonurinn komu og settust í sófan fóru að spjalla. Nema hvað þau voru með lakkrís ! Pabbinn var í vandræðum með að springa ekki úr hlátri og ákvað að segja ekkert. Þeim fannst lakkrísin ágætur og eftir nokkra bita af lakkrísnum gat pabbinn ekki setið á sér lengur og sprakk úr hlátri og sagði þeim að þau væru að borða hundalakkrís lakkrísinn spýttist út úr þeim með látum.
Ég vona að kreppan herði ekki svo að hjá mannskepnunni að við endum á því að snæða ódýrt gæludýrafóður hehehehe
27.6.2008 | 00:21
Sólseturshátíð í Garði um helgina
Það er fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna og byrjar fjörið strax á föstudagskvöldinu þar sem meðal annars verður í boði tónleikar með Hjaltalín. Á laugardeginum koma í Garðinn Örn Árna, Gunni og Felix, Soul Brothers, Bryndís Jakobs. Haffi Haff og fleiri. Alls kyns uppákomur verða um allt svæðið og ætti öll fjölskyldan að finna eitthvað við sitt hæfi.
Núna er bara að liggja á bæn í von um að veðursældin sem leikið hefur um landann síðustu tvær vikur haldist framyfir helgi. Leiðilegt að vera með svona glæsilega hátíð í rigningu og roki, en við erum að vísu öllu vön hérna á Suðurnesjum. Ég hvet alla sem hafa ekki skipulagt helgina að kynna sér dagskránna betur og koma við á Garðskaga um helgina.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)